Æskan - 01.12.1972, Síða 11
GLEÐILEG JÓL. — Enn ganga jólin í garS og jólasveinar halda til byggSa. f gamla daga voru jólasveln-
ar klæddir vaðmálsfötum og gerðu fólki ýmsan óskunda, svo sem lesa má af gömlum bókum. En tímar
breytast og jólasveinar líka. Nú láta þeir ekki sjá sig nema t fínum rauðum fötum, og f staS þess aS
ræna bjúgum og hangikjöti, koma þeir færandi hendi. — og ferðamátinn hefur einnig breytzt: í staS þess
aS brölta um í ófærðinni, fljúga þeir auðvitað með FÖXUNUM.
GLEÐILEG JÓL, GOTT OG FARSÆLT NÝTT ÁR.
.,Ætli það sé til nokkurs, það er svo dimmt inni í
húsinu," svaraði Gísli heldur dræmt, en fór þó að dæmi
systur sinnar.
Algjör þögn ríkti litla stund. En allt í einu rak Þóra
lúla upp lágt óp og datt aftur á bak í snjóinn.
„Hvað sástu?" hrópaði Gísli óttasleginn og spratt á
fætur.
„Ég . . . ég sá eitthvað hreyfast inni í myrkrinu," hvísl-
aði Þóra hásum rómi og augun næstum hringsnerust í
höfðinu á henni<
„Og hvað var þetta, sem þú sást?“
„Þa . . . það veit ég ekki, það bara hreyfðist," stamaði
hóra og sat flötum beinum í snjónum. „En ég ímyndaði
mér, að kannski kæmi skyndilega loðin loppa út í glugg-
ann og gripi í mig.“
„Iss, óttalegur bjáni getur þú verið,“ sagði Gísli, „að
láta ímyndunaraflið hlaupa svona með þig í gönur.
Ekkert sá ég.“
„Það er alveg sama, hvað þú segir,“ svaraði Þóra og
reis á fætur. „Það er eitthvað lifandi inni í snjóhús-
inu.“
„Ha, ha, ha,“ sagði Gísli og hló. „Hvernig ætti líka nokk-
ur lifandi sála að komast inn í snjóhúsið okkar, þar sem
hurðin er harðfrosin aftur?“
„Já, það er satt,“ anzaði Þóra hugsandi og starði fram
fyrir sig.
9