Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 18

Æskan - 01.12.1972, Page 18
Tveir óvinir Mjög margir neyta tóbaks. Flestir Jieirra byrja á aldrinum 13—15 ára. Þegar ]>eir eru orðnir fullorðnir, reyna margir að hætta, en mjög fáum tekst ]>að. Það er mjög erfitt að stunda íþrótt- ir, ef maður reykir. Maður, sem reykir, þreytist mjög fljótt við íþróttaiðkanir. Meðal reykingamaður reykir um það bil einn pakka á dag. — I tóbakinu er eitur, sem heitir nikótin. Þegar maður er á aldrinum 13—14 ára, segja skóla- sj’stkinin, scm reykja, að þau, sem ekki reykja, séu smábörn. Sum þiggja eina sígarettu til að reyna, en sum gera það eklti. Nú er ég 12 ára og segi við skóla- systur mínar, að ég ætli ekki að reykja, þegar ég er orðin stór, en hver veit. Sumir standast freistinguna, en sumir ekki. Margir neyta áfengis. Menn, sem neyta áfengis, muna minna en þeir, sem ekki drekka. Þeir bulla mjög mikið. í áfenginu er eitur, sem heitir alkóhól, öðru nafni vínandi. Menn, sem neyta áfengis, eiga bágt með að venja sig af því nema með hjálp læknis. Krakkar verða stundum hrædd við menn, sem eru undir áhrifum áfengis. Ég vara alla við að neyta tóbalts og áfengis, vegna þess að það er eitur, sem hefur skaðleg áhrif á lungun, hjartað og heilann. Neytið ekki tóbaks né áfengis, því að góð heilsa er dýrmæt eign. Erla Hclga Guðfinnsdóttir. Unga, þreytta konan hafði nú lagt slg út af í hálminn og réttl þeim höndina um leið og hún sagði: „Guð mun heyra þessa bæn mína, sem ég nú bið fyrir ykkur. Þið, sem hafið líknað hinum þreyttu og skotlð skjólshúsi yfir vegalausu, skuluð aldrei vera heimilislaus eða vinalaus. Og ef ykkur hungrar eða þyrstir, þá skal það vera hungur og þorsti eftir réttlæti og því að gera vilja guðs.“ Undrandi gengu börnin út úr hellinum og hugleiddu merkingu þessara orða. En skyndilega hrópaði Tirza: „Nei, sjáðu, Elí, sjáðu!" Á himninum uppi yfir þeim skein stór, blikandi stjarna, sem ekkl hafðl verið þar, þegar þau komu. Nóttin hafði fallið á. Við sjóndeildarhring var svart myrkur svo langt sem augað eygði, en hérna uppi yfir hellinum var bjart eins og um dag væri. Allar þær þúsundir stjarna, sem blikuðu á dökkum næturhimninum, voru ekkl síður furðu slegnar en Elí og Tirza. — „Hvað boðar þessi undarleg' bjarmi?" sagði Regulus við nágranna sína, hinar þrjár konunglegu stjörnur [ merki Óríons. Og þær svöruðu: „Nú kemur hið mikla, undursamlega, sem ver- öldin hefur beðið eftir frá upphafl. En hvað það er, veit enginn ennþá." Sjöstirnið sagði við Karlsvagninn: „Ég sé þrjá vitringa halda frá þinum fjar' lægu Austurlöndum í átt til þessarar nýju björtu stjörnu.'1 Og Stóri-Björninn sagði við Sporðdrekann: „Og ég sé Heródes konung skjálfa á veldisstóli sínum." Pólstjarnan, sem margar aðrar stjörnur snúast um, hrópaðl svo hátt, a® heyrðist heimshornanna mllli, allt til hinnar gráleitu stjörnuþoku kringufh Óríon, en þær fjarlægðir verða ekki með tölum taldar: „Ég sé lítið barn (jötu ' Betlehem!" I sömu svlpan fylltlst allur geimurlnn englasöng og milljónir milljóna af ljós' verum svifu um loftið og lofuðu guð. Nóttin helga var upp runnin. Hin langa bið var á enda, og nú vissu allir eftir hverju heimurinn hafði beðið allt f^ upphafi: Frelsari mannanna, Jesús Kristur, var í heiminn borinn. Næstu tvo dagana breiddist sá orðrómur út um Betlehem og alla Júdeu, a® nú væri hinn mikli, eilífi konungur í heiminn borinn. Hirðarnir höfðu sagt >r himnesku hersveitunum og vitringarnir frá Austuriöndum gefið barninu í jötunn gull, reykelsi og myrru. Ágjarnl glstihúseigandinn, Amrah, fór að hugsa sig betur um. „Vitlaus var ég,“ hugsaði hann, „en hverjum gat dottið í hug, að þessir flakkarar væru svona hátt settir? Nú ætla ég að bjóða þeim að búa í konungs salnum, og þá mun ég fá eitthvað í minn hlut af öllu gullinu, sem þeim hefur verið gefið." Hann fór nú yfir í hellinn og hneigði sig auðmjúklega við jötuna fyrir þessú fólki, sem hann taldi nú vera konungborið. „Fyrirgefið mér, yðar göfugu hátignir! Ég sver að framkoma mín í 9®r byggðist á miklum misskilningl. Ef yðar tignir viljið sýna mér þá náð að bua í konungssainum, mun ég telja það mikinn heiður." Smiðurinn Jósef svaraði: „Við erum engar hátignir, heldur fátækir þjónar guðs, og við fyrirgefum þér af því, að börn þín hafa bætt úr harðúð þinn • Við munum vera hér kyrr í þessu gripahúsi, en hitt er satt, að í gaer brey þú ekki rétt. Rektu fátæklingana aldrei frá dyrum þínum, því að konungssa þinn munu óvinir brjóta niður, en yfir þessa jötu verður byggð gullskrey kirkja, þar sem fólk úr allri heimsbyggðinni mun falla fram í lotningu." „Hörmulegt," andvarpaðl Amrah með sjálfum sér, „að ég skyldi vera svo heimskur, svo óumræðilega heimskur! En heyrið þið mig, Elí og Tirza, var vfir nokkru að ykkur vikið fyrir að hjálpa nýfædda konunginum um þak höfuðið?" „Já,“ svaraði Elí. „Okkur á aldrel að hungra eða þyrsta og aldrei skulum við vera heimilislaus." „Það eina hungur og sá eini þorsti, sem við munum finna til," bætti Tirza við, „á að vera hungur og þorsti eftir réttiæti guðs." „Einmitt það," sagði Amrah hugsandi, „það voru vissulega konungle9,r drykkjuskildingar. Þegar allt kemur til alls borgar það sig að öllum líkindum að vera hinum fátæku góður." Zacharias Topelíus.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.