Æskan - 01.11.1987, Blaðsíða 13
PET SHOP
BOYS
Mig langar til aö vita hvort þú getur ekki
Sa9t lítillega frá Pet Shop Boys?
Strákur.
^úettinn breska Pet Shop Boys skipa
la9asmiðurinn Chris Lowe og textasmiður-
lnn Neil Tennant. Sá síðarnefndi vann áður
Sem blaðamaður hjá breska poppblaðinu
Brnash Hits. Þar virðist hann hafa verið vel
''öinn því að Smash Hits dáir Pet Shop
B°ys mjög. í því blaði er nákvæmlega
fyi9st með hverri hreyfingu gæludýrabúða-
drengjanna með litmyndaflóði, margra
^aðsíðna viðtölum o.sv.frv.
Meðal merkilegra hluta, sem Smash
H'ts hefur upplýst um Pet Shop Boys, er
að Neil fékk gjafakort sem gaf honum kost
a f0 kennslustundum í bifreiðaakstri, á 33.
afmælisdegi sínum. Gefandinn var um-
b°ösmaður dúettsins. Neil hafði ekki notað
^0rtið síðast þegar fréttist og er því enn bíl-
Pr°fslaus. Chris keypti hins vegar nýjan
sPortbíl á dögunum. Næst ætlar hann að
Safna sér fyrir íbúð. Sem stendur á hann
höima í eins herbergis íbúð. Söfnunin ætti
að ganga vel því að lag þeirra gæludýra-
^óðadrengja; „What Have I Done To Des-
erve This?“ (Hvað hef ég brotið af mér til
að eiga þetta skilið?), hefur dvalist á lista
yfir tíu vinsælustu lög Bretlands undan-
famar vikur.
póstáritunin er:
Pet Shop Boys Fan Club,
20 Manchester Square,
London W1A 1ES, England.
Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson
VISSIR
ÞÚ. . . .?
að gítarleikari og söngvari Dire Straits,
Mark Knopfler, hefur hljóðritað hið sígilda
lag Johns Lennons, „Imagine"? Fram til
þessa hafa þeir Dire Straits-piltar haldið
sig við frumsamið efni. í þetta sinn er til-
efnið líka sérstakt. Lagið er sérstaklega
hljóðritað fyrir plötu til styrktar baráttu
Amnesty-lnternational gegn fangelsun
fólks vegna stjórnmála- eða trúarskoðana.
Aðrir sem leggja mannréttindasamtökun-
um lið á þessari plötu eru Peter Gabriel,
Kate Bush, Pink Floyd o.fl.
_ .U2/lsland
i'táSzSÍZSZZ
,90 S» sub^ance.
11 H ALWAYSGUARANTEED- .-- -/fM,
(6l WITNEY:::Whi.neyHouS»n/Ans,a
VhÉcreamofeR1cclapton..
iKiniE SINGLES
____4AD
! (2) PUMP UP THE V°LU“*''.‘ . .Ooe L.ttte Ind.m
!«»» Motoccrö. ^
I (10) BOCK CAMOt .......RouflhTrKle
m HE■s.whom.wb;*........-
AHYOWtCAW_MA«»M
að Sykurmolarnir eru komnir með lag sitt
„Afmæli“ (Birthday) í 2. sæti breska vin-
sældalistans (þess óháða) þegar þetta er
skrifað? Það þýðir að smáskífan með
þessu lagi er að ná 20 þús. eintaka sölu.
Og það er bara byrjunin því að Sykurmol-
arnir njóta gífurlegrar athygli í Bretlandi.
Það sést m.a. á því að helstu músíkblöðin
þar um slóðir verja heilu opnunum undir
kynningu á The Sugarcubes, eins og Tjall-
inn kallar hljómsveitina.
að Akurnesingar eiga eina áhugaverðustu
hljómsveit landsins um þessar mundir?
Hún heitir Óþekkt andlit og er skipuð fjór-
um rokktáningum.
að tekjuhæsta hljómsveit heims er írska
rokksveitin U2 ? Árslaun þeirra félaga voru
í fyrra um 720 millj. kr., þ.e. 180 millj. kr. á
mann. Næstar í röðinni voru bárujárns-
grúppurnar ZZ Top, Bon Jovi og Van Hal-
en.
að um helmingur 40 tekjuhæstu skemmti-|
krafta heims eru popparar? Efstur á blaði
er Brúsi Springsteen. A hæla hans koma
Madonna, Whithney Houston og Michael [
Jackson. Árslaun Brúsa frænda voru um
eitt þúsund og þrjúhundruð milljónir kr. í|
fyrra.
að Bob Dylan, U2 og Brúsi Springsteen |
eru að vinna að sameiginlegri plötu tileink-
aðri Woody heitnum Guthrie, forföðurl
kántrípoppsins (og fyrirmynd Bubba,
Megasar, Rolling Stones, Paul Simons [
o.m.fl.). Á plötunni flytja þeir félagar nokk-
ur af vinsælustu lögum Woodys Guthrie,
s.s. „Pretty Boyd Floyd" og „Jesus I
Christ". Bubbi og Brúsi frændi hafa báðir
áður flutt lög eftir Woody Guthrie á plötum
sínum en þetta er í fyrsta sinn sem U2
spreyta sig á lagi eftir aðra á plötu. Platan [
kemur út í byrjun næsta árs.
13