Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1987, Blaðsíða 31

Æskan - 01.11.1987, Blaðsíða 31
PARISKÓR hlýni,“ sagði hún umhyggjusöm og leiddi Tóta inn í stofuna eins og hann v®ri brothættur. »Eg skal hita handa honum kakó,“ s3gði Nína. Það var eins og þær hefðu gleymt nema Tóta. Gerður vafði ullar- tePpinu vandlega utan um hann og nuddaði á honum axlirnar. Nína var á Þönum. Hún vildi að hann færi úr fínu skónum svo að hún gæti nuddað lífi í ^rnar á honum. Svo kom hún með fínkandi kakó og þær settust báðar á Sólfið og horfðu áhyggjufullar á sjúkl- lnginn sem langaði helst til að vera kalt það sem eftir væri ævinnar. Erni vnr nóg boðið. Hann reyndi að láta Sem ekkert væri og litaðist um í ný- öskulegri íbúðinni. Nína stóð letilega nPp og setti plötu á fóninn. Hún 'Vgndi augunum og sönglaði með. Eún var með ótrúlega hrúgu af máln- Ingu framan í sér og Emi varð ómótt af ilmvatnslyktinni sem streymdi frá henni. Svo mundi hann allt í einu eftir sælgætinu sem hann hafði keypt. Hann fór fram á ganginn og tíndi það upp úr úlpuvasanum sínum. „Gemm mé gott rnanni," var allt í einu sagt fyrir neðan hann. Þarna stóð þessi krullaði krakki með útrétta hönd. Hann rétti henni nokkrar karamellur og brosti til hennar. „Gedda, Gedda, manninn gaf mé gott,“ skríkti sú litla og hljóp til systur sinnar. „En þú sætur að koma með sælgæti handa henni,“ hrópaði Gerður og horfði með aðdáun á Örn. „Maður verður nú líka að hugsa um litlu börnin," sagði Örn með tilfinn- ingu og klappaði á krullaða kollinn á baminu. „Ekki hefði ég trúað því að þú vær- ir barnagæla," sagði Nína með aðdáun í röddinni. „Lúlli þolir ekki börn. Mér finnst það alveg agalegt. Litli bróðir minn er alveg logandi hræddur ef Lúlli kemur til mín þegar ég er að passa. Lúlli er alveg ofsalega fúll við litla krakka. Hann gefur bróður mín- um aldrei sælgæti. Samt á pabbi hans margar sjoppur.“ „Mér finnst svo sjarmerandi strákar sem eru góðir við lítil börn,“ sagði Gerður og horfði enn með aðdáun á Örn. Hann beygði sig niður að krullaða barninu og brosti framan í það. „Gúllí, dúllí, dúll,“ sagði hann og kitlaði barnið undir hökuna. Stelpan skríkti og vafði handleggj- unum utan um hálsinn á Erni. Hann tók hana upp og horfði útundan sér á Tóta sem enn skalf í stólnum þótt hann væri vafinn inn í teppi sötrandi sjóðheitt kakó. Tóti horfði með fyrir- litningu á Örn eins og hann vildi segja: „Hræsnari, þú sem þolir ekki smá- krakka.“ En Tóti þagði. Sú krullaða vildi alls ekki sleppa Erni. Hann settist því með hana í sófann og lét sem honum líkaði mjög vel að vera barnapía. „Settu þetta í skál ef þú vilt,“ sagði hann mannalega við Gerði og lét hana fá poka með afganginum af sælgætinu. „En þú sætur," galaði Gerður og fór inni í eldhúsið eins og stormsveip- ur. Hún kom svo með sælgætið í skál- um og setti á borðið. Nína sneri plötunni við og var farin að líta á klukkuna. „Ætlaði Lúlli að koma?“ spurði Tóti sem fannst hann vera orðinn út- undan. Nína kinkaði kolli og dansaði af innlifun fyrir framan stóran spegil. Gerður settist hjá Erni og litlu syst- ur sinni. „Nú á lítil karamellustelpa að fara að sofa,“ sagði hún með smábarnaleg- um rómi og horfði á systur sína. „Nei, é ekki sofa. É vera hjá góða manninn," sagði sú krullaða ákveðin. Gerður hló. „Kannski getur Örn bara svæft hana,“ söng Nína og hélt áfram að dansa. Örn fraus. „Viltu það ljósið mitt?“ spurði Gerður í gælutóni. „Viltu biðja góða manninn að svæfa þig?“ Barnið kinkaði kolli ákaft og lagði handleggina um hálsinn á Erni. „Þú svæfa Lóló.“ Tóti var farinn að glotta óþarflega mikið og Erni fannst hann kominn út á hálan ís. Hann ákvað þó að leika hlutverkið til enda. Hann tók utan um barnið og kyssti það á kinnina. Tóti fór að flissa. Örn leit á hann með vorkunn og strunsaði á eftir Gerði inn í svefnherbergið með barnið í fanginu. „Þú ert algjört æði,“ hvíslaði hún og horfði ástúðlega á hann. „É pissa,“ sagði barnið. „Já, elskan, Gedda skal hjálpa þér.“ „Nei, ekki Gedda. Bara góði mann- inn,“ sagði barnið og hélt fast í Örn. Gerður yppti öxlum og blikkaði Örn. „Hún bara elskar þig,“ sagði hún yfir sig glöð og fór. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.