Alþýðublaðið - 10.04.1923, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1923, Síða 2
2 ALÞYÐOBLA ÐIÐ Hæstiréttir og konangnr. »Fundurinn skorar á þing- mann kjördæmisins, að hann geri sitt ftrasta til, að alþingi taki til rannsóknar framkomu stjórnarinnar gagnvart hæstarótti í sakamáli Ólafs Friðrikssonar.< Svohljóðanditillögur hafa verið samþyktar á tveimur þingmála- fundum í Suður-Þingeyjarsýslu. Maður fellur í stafi yfir þeirri barnalegu einfeldni, sem kemur fram í tillögunum, jafnvel þótt einn hæstaréttardómarinn muni ættiugjamargur í þessari sýslu. í hverju hefir stjórnin móðgað hæstarétt? Eða hváða >framkomu stjórnarinnar við hæstaréttc eiga hinir löghlýðnu, hæstaréttarelsk- nndi Þingeyingar við? Vita þeir ekki, eða skiljá þeir ekki, að engin móðgun við hæstarétt er í því falin, að konungur náðar menn? Hvers vegna risu þessir dáend- ur hæstaréttar ekki upp um árið, þegar Kristján X. náðaði þá Elías Hólm og félaga hans? Þeir hötðu þó verið dæmdir fyrir hinn svívirðilegasta glæp og í einu hljóði. Ólafur Friðriks- son og félagar hans voru dæmd- ir fyrir óhlýðni við lögregluna, og þó ekki nema af þrernur dómurum réttarins. Einn vildi dæma þá í sektir, en annar vildi vfsa málinu heim í hérað vegna ónógrá sannana eða ófullkom- innar rannsóknar. AlmenDÍngsálitið var hinsvegar á því, að Ó. F. og þeir félagar hefðu verið dæmdlr svo hart vegna pólitískra skoðana sinna, því fjölmargir dómar eru til, þar sem menn, er lagt hafa hendur á lögregluna og misþyrmt henni, hafá verið dæmdir í lágar sektir. í umræddu falli sannaðist það á engan mann, að hann hefði lagt hendur á eða sijikað við lög reglunni, Sumir voru dæmdir fyrir það að hafa stutt höndum á læsta hurð, og einn var dæmd- ur fyrir að hafa sagt yfir manh- grúann: > Við, sem hér erum, met- um meira mannúðina en liegn- ingarlögin.t Þótt ekkert tillit væri tekið til almennings og almennrar réttíætistilfinningar — anðarar en þeirrar þiogeysku — þá væri samt sem áður eina rétta leiðin úr því öngþveiti, er Jón Magnússon, sællar minningar, hafði komið þessu málj í þegar frá byrjun, að fella hæstaréttar- dóminn úr gildi með náðun. í fávizku sinni fækkuðu þing- menn dómstigunum og bættu svo gráu á svárt ofan með því að láta gamla menn og þroytta, er að ýmsra dómi hafði ekki tekist nema í meðallagi störfin í yfirrétti, taka sæti í dómnum. Þegar nú þess er gætt, að ein- göngu hinir þrír fyrrverandi yfir- réttardómarar eru sammála um dóminn í umræddu máli, en tveir viðurkendir starfsbræður þeirra eru ósammála þeim, þá má það furðu gegna, að menn skuli dirfast að reyna að smokra því inn hjá almenningi, að það sé óhœfa að leita rneð slík mál til æðsta dómarans, þ. e. konungs. Skyldi ekki meiri ástæða fyrir konung að kvárta um, að þegn- arnir þingeysku sýni honum óvirðingu með tillögunni sinni, en fyrir þá að kvarta fyrir þremenn- ingana í hæstaaétti um, að kon- ungur hafi óvirt þá með náðun Ó. F. og félaga hans? X. >Verkam.«. VerzlunviðRússland Jón Baldvinsson flytur í sam- einuðu þingi svo hljóðandi tillögu til þingsályktunar: >Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir til þess að koma á verzlunar- samningi milli íslands og Rúss- lands.< Greinargerð hljóðar svo: >FIestar þjóðir Norðurálfunnár hafá nú gert verzlunarsamninga við Rússlaud. Norðmenn, sem að nokkru hafa svipaðar vörur að selja og við, hafa undanfarið selt allmikið til Rússlands, En til þess, að slík vei zlun geti fram farið, er nauðsynlegt að hafa verzlunarsamning við rússneska lýðríkið.« Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . , . kl. 11 — 12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. — Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- -- Laugardaga . . — 3—4 e. -- Gjaídjirot 1908-1022. Samkvæmt innköflunum í Lög- birtingablaðinu hefir tala gjald- þrota síðast liðin 15 ár verið árlega svo sem hér segir: 1908 . . . 22 1916 . . . > 1909 ; • • 37 1917 . . . 6 1910 . . . 28 1918 . . . 1 1911 . • • 19 1919 . . . 2 1912 . • • 10 1920 . . . 6 1913 • • • 11 1921 . . . 21 1914 . i9'5 • • • 11 6 1922 ,. . . 18 Alls hafa orðið á þessum ár- um 198 gjaldþrot eða 13-2 að meðaltali á ári. En mjög er þeim misskift á átin. Árin 1908 —11 hafa þau verið tiltölulega mörg, z85 á ári að meðaltali. Næstu 9 ár, 1912—20, hafa þau verið fá, að eins 5.9 að meðaltali á ári, en tvö síðustu árin aftur mörg, 19.5 að meðaltali á ári. Af öllum gjaldþrotum á þess- um árum koma 84 tyrir í Reykja- vík, 30 í hinum kaupstöðunum (þar með talin Siglufjörður og Vestmannaeyjar), en 84 annars- staðar á lándinu. Annars skiftast þau þánnig á hina einstöku kaup- staði og sýslur: Reykjavík Hafnaríjörður. ísafjörður . . Sigluíjörður . Akureyri . .. Seyðisfjörður . Vestmannaeyjar Gullbr. og Kjósars Borgarfjarðarsýsla Snæfellsnessýsla. Barðastrandarsýsla ísaljarðarsýsla Húnavatnssýsla . Skagafjarðarsýsla Eyjafjarðarsýsla . Þingeyjarsýsla . Norður-Múlasýsla Suður-Múlasýsia Árnessýsla . . Samtals 198 4 ' 9 6 7 3 1 9 1 8 9 6 7 11 6 5 6 15 1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.