Æskan - 23.01.1901, Page 4
28
Bkranið, og látið hvað fyrir sig í sitt hólf,
og ofan á hvert hólf hafði hann lagt pa]ip-
írsmiða og skrifað á þá: „Góðar skrdf-
ur“, „sterkir naglar“, „lyklar", „ýmislegt,“.
„Ágætt“, sagði kaupmaðurinn, og þó vissi
hann sjálfur fullvel, að það var hvergi
nærri ómaksins vei't, að fást neitt við þetta
rusl.
En með sjálfum sér hugsaði hann: „Ef
mér ekki skjöplast, hefi ég nú í dag fundið
piltinn, sem ég hefi svo lengi leitað að.“
Það varð líka orð og að sönnu. Aug-
lýsingin í glugganum sést ekki upp frá
þessu. Herbergið hans Vilhjálms er uppi
á loftinu, þar sem ruslakistan var áður.
En nú er þar bjart og þokkalegt, eins og
nærri má geta, því að hann má haga þar
öllu eins og hann vill. Yfir rúminu hans
eru þessi orð í ramma: „Sá sem er trúr
yflr litlu, mun einntg verða trúr yfir því
stærra. “ Þetta ef afmælisgjöf frá hús-
bónda hans.
Vilhjálmur er nú sem stendur erlendis
að nema verzlunarfræði, og Petersen bíður
heimkomu hans með óþolinmæði. Hann
er tekinn að eldast og hugsar því til að fara
að fá einhverjum yngri verzlunina í hend-
ur, og eitthvað mun hann ætla sér með
Vilhjálm.
Hin opna gröf.
Með mynd.
í bænum Hannover á Þýzkalandi er gröf
ein í einum kirkjugarði borgarinnar, sem
fjöldi ferðamanna skoðar á ári hverju.
Myndir af henni eru til sölu í flestum bóka-
sölubúðum og pappírssölubúðum. Víðsveg-
ar þekkist gröf þessi og er hún alment
nefnd „hin opna gróf.“ Sagan af gröf
þessari er hérum bil á þessa leið:
Fyrir rúmri öld var kona nokkur gratin
í gröf þessari, og voru höggvin á legsteininn
þessi orð: „Þessi gröf á að geimast óhreifð
til eilifðar og má aldrei opna hana. “
Myndin sýnir, að stórum björgum hefir
verið hlaðið ofan á leiðið, og er efsti steinn-
inn yflr 2000 pund að þyngd, og þar að
auki eru steinar þessir tengðir saman með
sterkum járngjörðum. En mennirnir ráða
ekkert við kraft lífsins. Annaðhvort hefir
fræ fallið í gröfina áður henni var lokað,
eða eitthvert tré þar í nánd skotið frjóöng-
um, og brotist inn í gröfina og svo leitað
ljóssins og loftsins og brotist upp úr henni
aftur.
Hægt og hægt mjakaði tréð steinunum
til hliðar og sleit járngjarðirnar. Allir
þessir stóru steinar hafa smásaman rask-
ast þó engin mannshönd hafi átt við þá,
og blómlegt birkitré vex nú upp úr gröf
þessari, sem átti að vera lokuð til eilífðar
Tréð hefir flast út, þar sem það kémur út
undan stærsta steininum, sem er ofan á
leiðinu, og hylur tréð þar næstum alla hlið-
ina á leiðinu en ofar verður tréð sívalt eins
og vanaleg tré, og er stofn þess nálægt
fimtán þumlungar að þykt.
í sama kirkjugarðinum er önnur gröf,
sem hefir verið opnuð af dálitlu akasíu-tré,
en þar er ekkert íátað á legsteinana og
engar járngjarðir kring um þá, og þess
vegna er gröf þessari ekki veitt jafn-mikil
eftirtekt.
En úr því guð getur látið lítil frækorn
opna grafir hinna dauðu, hlýtur þá ekki
rödd hans að geta opnað grafir allra fram-
liðinna á efsta degi.
„Æ8KAN“
kemur út tvísvar í mánuði, og auk þess Jólablað (skrautprontað
með myndum), 25 tölublöð alls. Kostar í Keykjavík 1 kr., úti
um land kr. 1.20. Borgist í Apríl mánuði ár livert. Sölulaun
1 /5í gefin af minst 3 eint.
POBYARÐUR PORVARÐSSON prentari, Pingholtsstrœti
4, annast útsendingu blaðsins og alla afgreiðslu, tekur á móti
á móti borgun, kvitterar fyrir o. s. frv.
Aldar-prentsmiðja. Pappírinn frá Jóni Olafssyni.