Æskan

Árgangur

Æskan - 29.05.1902, Síða 3

Æskan - 29.05.1902, Síða 3
63 foringi og óttabist, ekkert. Starf riddaranna hefir verið það að ríða á harða spretti með brugðnum sverðum gegn um kúlna- hríðina á fótgönguliðsfylkingar óvinanna, höggva þær niður sem hráviði, rjúfa þær og þannig tvístra þeim á flótta, og hafði Murat oft leikið sér að slíku og þá oft kom- ist í miklar svaðilfarir. Var hann sjálfur glæsilegur ásýndum og skrautgjarn mjög- Yar það vandi hans að ríða sjálfur í farar- broddi í öllum skrautklæðum sínum með fjaðurhatt á höfði, avo hann var auöþektur langar leiðir frá öllum öðrum. Er það mik- il furða, að maður þessi varð aldrei sár, þó riddarasveitir hans féllu þúsundum sam- an alt í kring um hann. — En Murat var ekki jafn-trúr og staðfast- ur, eins og hann var hraustur og djarfur. Árið 1812 lagði Napoleon keisari í herferð mikla til Rússlands með hálfa miljón her- manna; en svo fóru leikar milli hans og óvinanna, að hann kom aftur heim til Frakk- lands með fáeinar þúsundir manna. Allir hinir höfðu annað hvort fallið á vígvellinum, dáið úr kulda, vosbúð eða sárum eða verið teknir höndum. Sumir höfðu jafnvel strok- ið burt úr liði hans. Fór nú svo sem oft vill verða, að ,úti er um vináttuna, þegar ölið er af könnunni.“ Ailir óvinir hans risu nú upp til handa og fóta, enda þótt þeir hefðu áður kropið fyrir fótum honum. Jafnvel þeir brugðust, er áttu honum alla upphefð sína að þakka, og ekki höfðu notið annars en velgjörða hans. Meðai þessara manna var Murat. Hann var einn hinna fyrstu til að svíkja vin sinn og velgjörðamann, þegar hann sá, að ríki hans var á förum, enda óttaðist hann, að fylgdi hann honum lengur, mundi hans eigin konungstign á förum. Napoleon missir öll völd, en ekki líður á löngu, áður hann kemur til Frakklands á ný. Þjóðin varpar sér aftur fyrir fætur honum. Hann verður kosinn í a.nnað sinn, og ræðst móti óvinum sínum. Pá. stenzt Murat ekki mátið, og gengur aftur í lið með honum. En Napoleon bíður ósigur, verður að ganga á vald Englendinga, en þeir flytja hann til eyjarinnar St. Helena, langt vest- ur undan Afriku-ströndum, og þar deyr hann í útlegð eftir 6 ár. Murat trúir enginn lengur. Hann miss- ir ríki sitt, og flæmist úr einum stað í annan; skríllinn dregur dár að honum, þar sem hann þekkist, óvinir hans reyna að handsama hann, og verður hann því að fara huldu höfði. Loks tekur hann það óheiilaráð, að fara aftur til Neapel með örfáa menn til að brjótast þar til valda. Hann bíður ósigur og er dæmdur til dauða. Þá sýnir hann að lokum, hvílíkt karl- menni hann er. Hann hefir svikið vel- gjörðamenn sína, an svo þrekmikill er hann, að hann hræðist ekki dauðann, þegar ekki er hægt að umflýja hann. Hann heflr verið dæmdur til dauða af hermannarétti, og á því að skjóta hann af tólf hermönnum, sem allir hleypa af undir eins. Garðurinn er svo lítill, þar sem á að lífláta hann, að hermennirnir verða að standa í þrem röðum hverri aft.ur af ann- ari, og byssukjaftar hinna fremstu nema nærri við brjóst honum.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.