Æskan

Árgangur

Æskan - 29.05.1902, Síða 4

Æskan - 29.05.1902, Síða 4
64 Murat st.endur þráðbeinn fyrir frarrian hermennina, djarfur á svip og bros leikur um varir hans. „Hermenn," segir hann rólega og djaiflega. „Gerið skyldu yðar! Miðið á hjarta mitt, en iátið höfuð mitt í friði“. Síðan skipaði hann sjálfur fyrir: „Hleypið af!“ Hermennirnir gerðu það. Hann stendur þráðbeinn eitt augnabragð á eftir, svo sem skotin hafi ekki hitt hann, en hnígur svo alt í einu örendur til jarðar. Murat var upphnflega góðui- drengur þrátt fyrir staðfestuloysi sitt. Árið 1805 skrifaði harm þannig til móður sinnar: „ímyndaðu þér ekki, að eg verði biindur í upphefðinni, eða hún valdi því, að eg gleymi ástvinum mínum heima. Það sem gleður mig mest er, að metorð þau, er eg hefi hlotið, gefa mér tækifæri til að hjálpa þeim, sem bágt eiga i mannfélaginu." Hann var svo gjafmiidur, að hann jós fé út á báðar hendur, og vildi hjálpa ölium af fremsta megni. En hann spiltist smámsaman og lét manngildi sitt, í sölurnar fyrir hégómagirni og metorða.girnd. Á vígveilinum var eng- inn jafningi hans að hreysti og hugpi-ýði, en heima fyi'ir mátti snúa honum eftir vild sinni, og höfðu ýmsir menn mjög skaðleg áhrif á hann, einkum kona hans; en henni var flest sjálfrátt iiia gefið. Verður Murat því ekki talinn sæmdar- maður, því það er ekki sá, sem svíkur vin sinn, velgjörðamann og föðurland, þegar mest ríður á. Það var glæsilegt að vei'a kotungsson og komast upp í konungs-hásæti. En það er til mörg staða í lífinu, sem meiri hamingja fylgir en konungstigninni, og margur er sá, sein konungar mættu öfunda yfir stöðu þeirra. Sælli en konungur er sá, sem byrj- ar með litið, en berst svo áfram, að hann getur orðið vel sjálfbjarga maður og lands- mönnum sinum til gagns. Sælli en marg- ur konungur er sá faðir, sem getur alið upp börnin sín, svo þau verði góðir og nýtir menn. Sælli en margur konungur er sá, sem heíir tamið sér siðprýði, og aldrei vill vömm sína vita. Og sælli en margur kon- ungur er sá, þótt fátækur sé, sem vinnur með gleði og trúmensku verk sín, og er ánægður með hlutskifti sitt. Námu-drengurinn. Jimmy Railstone var námudrengur. Jþað er að skilja, hann var einn meðal margra annara drengja, sem unnu í ensk- um kolanámum, en úr þeim eru kolin flutt upp á yfirborð jarðarinnar, og þar eftir not.uð til eldsneytis á gufuskipum, gufuvögnum, eldstóm og verksmiðjum. Vér vitum, hversu alt verður svart, sem kemur nálægt kolum, og getum því vel skilið í því, að námumennirnir lít'a út eins og svertingjar, meðan þeir eru við vinnuna. Má þar ekki í milli sjá; þeir eru allir jafn svartir. Aftur á inóti er mjög mikill mun- ur á, hvern mann þeir hafa að geyma. Sumir eru ruddalegir og þorparar, aðrir eru góðir, kurteisir og ráðvandir menn. Jimmy Railstone var góður drengur, en meiri hluti félaga hans voru þorparar. Var hanri ekki nema hálfstálpaður, og átti því all-illa æfi, því þeir neyttu þess, að þeir áttu við sór rninni mann. Skömmu eftir að Jimmy hafði byrjað

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.