Æskan

Árgangur

Æskan - 29.05.1902, Blaðsíða 7

Æskan - 29.05.1902, Blaðsíða 7
67 leið honum ekki vel. Á meðan eldri bróð- irinn var á lífi, höfðu þeir hafst við báðir saman í timburskúr, en nú var kuldinn svo mikill, að þar var ekki líft lengur. Kdöa ein, sem gift var hestamanni hertog- ans í Lothringen, sá þá aumur á honum og útvegaði honum leyfi til að sofa í fón- aðarhúsi hertogans. Pegar drengurinn kom þangað um kvöldið, var komið myrkur. Hann fálmaði fyrir sér með höndunum til að finna sér hlýjan stað og fann þá fyr- ir sér járngrindur nokkrar. Á bak við þær fann hann að var bosabyngur, og tróð hann sór því inn fyrir grindurnar til að leggjast niður á mosann. Hefði bjart verið, mundi hann ekki hafa þorað það, því fyrir innan grindurnar var grimt bjarndýr, sem her- toginn átti. Þegar björninn varð var við gestinn, réðst hann þegar að honum og urraði grimmúðlega. Sá þá drengurinn sér bráðan baria búinn og fól sálu sína í guðs liendur. En björninn tók drenginn, sem var nær dauða en lífi af kulda og hræðslu, og þrýsti honum að sér með hrömmunum, svo að hann fókk hlýrra og mýkra iegu- rúm en hann hafði lengi haft. Ilann hafði ekki getað sofið í margar nætur fyrir kulda, en sofnaði nú brátt og svaf vært til næsta morguns. Um morguninn vaknaði hann hress og með endurnýjuðum kröftum, skreið út úr búrinu og gekk út í bæinn til að innvinna sér eitthvað. Um kvöldið sneri hann aftur til bjarnarins, sem beið hans og hafði jafn- vel geymt nokkuð af mat, sínum handa honum, hveitibrauð og fleiri leifar af borð- um hertogans. Hann lagðist aftur til svefns hjá loðnu fóstrunni sinni, og svaf hjá henni eins vel eins og í bezta rúmí með dúnsængum. Þannig var hann 5 nætur í bjarnarbúr- inu án þess nokkur vissi af. En sjöttu nóttina svaf hann yfir sig. Pilturinn, sem færði bjarndýrinu mat, varð þá um morgun- inn mjög óttasleginn, er hann sá drenginn í klóm bjarnarins; en bjarndýrið lét mjög ó- friðlega, þegar skjólstæðingur þess var ó- náðaður. Skömmu síðar vaknaði drengur- inn, og undruðust menn mjög, er hann kom glaður og heill á hófi út úr bjarnarbúrinu. Atburður þessi barst, fljótt úf og þótt,i mjög einkennilegur. En nú vildi drengur- inn ekki fara inn í búrið aftur, því hann fyrirvarð sig fyrir að sofa hjá bjarndýri. Fyrir beiðni Leópolds hertoga gerði hann það þó einu sinni, til þess að börn hertogans gætu fengið að sjá þessa fágætu sjón. Hertoginn lót nú gefa drengnum föt, kom honum í skóla, og tók hann síðan í þjónustu sína. Yarð umkomulausi flökku- drengurinn síðar dugandi og vel metinn maður. En aldrei gleymdi hann að þakka guði fyrir hina vísdómsfullu vernd og um- hyggju, er hann hafði notið, þegar honum lá mest á. (Úr „Fort. forUngd.1') ..... Leikar. i. Jakob, liTar ertu? Meðal þeirra, er taka þátt í leiknum, eru valdir tveir, og bundið fyrir augu þeirra. Annar þeirra er húsbóndi, og hefir hann bolta í hendinni, og á hann að reyna að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.