Æskan

Árgangur

Æskan - 29.11.1902, Blaðsíða 4

Æskan - 29.11.1902, Blaðsíða 4
12 ÆSKAN. gemlingarnir hjá Hrauni. Geldféð var alt úr ullu, og var auðséð á því, að það hafði flest verið klipt en ekki rúið; en slíkt ber vott um, að vel er farið með það á vetr- um. Lömbin voru orðin svo stór, roskin og ráðin, að það leit út fyrir, að þau væru hætt að leika sér. Þar var Afturkemba meðlambakónginn. Stóð hann skamt frá veg- inum og horfði á þau, er fram hjá fóru, likt og hann furðaði sig á því, að nokkur skyldi dirfast að fara um 'ríki hans leyfis- laust. Það var fleira en vegurinn og fénaður- inn, sem bar vott um, að afl hefði verið dugnaðarmaður og þarflegur jörð sinni. Éngjarnar voru allai girtar, ýmist með görðum eða vörziuskurðum, og lækirnir, sem komu ofan úr fjallinu, fengu ekki að æða lausbeizlaðir hvert á iand sem þeir vildu, heldur voru þeir knúðir til að hlýða og renna í veitustokkum út um alt engið, þvert og endilangt. Aðvitað höfðu þau Sigga og Laugi ekki enn þá vit á því, að þarna hafði afi safnað miklum höfuðstól, sem þau ættu síðar að taka að erfðum, og að hver garðspotti, smáskurður og stíflu- garður, alt væri þetta peningar, og það jafnvel enn þá arðmeiri peningar, en gull- peningarnir, sem hann pabbi hafði komið með heim af markaðinum. [Niðurl.J Ólafur. Það var á köldu og næðingssömu haust- kvöldi. Norðangolan lék lausum hala um nýslegin tún og engjar, og var að sýna bændum og búandi liði, að nú mundi sumarblíðan vera útrunnin. Ólafur litli á Hóii var sendur að reka kindurnar út á mýri, sem komnar voru í heiðina. Tík fylgdi honum, sem köiluð var Lúða; hét hún svo, af því hún var alhvít, nema annar kjammi hennar var svartur. Lúða var mjög fylgispök, en hafði þann leiða galla, að hún vildi elta og jafnvel drepa mýs, ketti, fugla og ýms önnur smádýr. Ólafur gekk glaður í huga heimanað með keyrið sitt í hendinni, og Lúða dillaði rófunni við hlið hans, Rak hann kindurnar á þann tiltekna stað og labbaði siðan heimleiðis; fór þá Lúða á undan honum, eins og vandi hennar var til, þar til hún fór að stökkva í einlægum smákrókum, ýmist upp á þúfurnar eða niður á millum þeirra, með trýnið niður við jörð. Datt Óla brátt í hug, að hér mundi Lúða veia að elta annað hvort mús eða fugl, svo hann tók til fótanna og hljóp sem af tók þangað, sem Lúða var að þessum eltingarleik. Sá hann þá, að hór áttu tveir ójafnir leik saman; hún var sem sé búin að leggja ofurlitla mús undir sig. Rak Ólafur Lúðu hið bráðasta í burtu, en fór sjálfur að aðgæta músina; lá hún þar á millum tveggja þúfna og spriklaði öllum fótum; ekki gat hann séð þess nein merki, að hún væri limlest, en oitthvað hlaut hún samt að vera að minna eða meira leyti stórsköðuð, þar hún gat ekki staðið á fæturna. Settist Ólafur á þúfu hjá músinni mjög angurvær yfir þYÍ að geta ekki hjálpað henni; hann hefði víst viljað gefa til þess það litla, sem hann átti, að hún væri orðin jafn hress, fjörug og kát, sem hún var áður en Lúða fann hana, þar sem hún eflaust hefir verið úti fyrir holu- dyrum sínum að ná í björg handa ungunum

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.