Æskan - 29.11.1902, Blaðsíða 5
ÆSKAN.
13
sínum eða saína sér forða til vetrarins.
Úthelti Ólafur mörgum og fögrum tárum
yfir veslings sjúku músinni; las hann allar
sínar fegurstu og beztu bænir og vers,
sem hann kunni, og bað svo innilega, sem
lionum var framast unt, með sinni hreinu,
óflekkuðu og falslausu barnslund, um að
músin yrði jafngóð, ef ekki í dag, þá á
morgun. Gekk hann svo hryggur í huga
heim til bæjar, en með þá föstu sannfæringu
og barnslegu trú, að bænir sínar hlytu
að ná tilætluðum árangri, jafnheitt oginni-
lega sem þær voru framfluttar.
Ekki átti Lúða upp á háborðið hjá Ólafi
þetta kvöld, og ekki var hann fyr heim
kominn, en hann beiddi móður sína að
gefa henni engan mat.
„Hvers vegna vilt þú ekki gefa smalahund'
inum þínum eins og vant er?* spurði móðir
Óla.
„Af því,“ sagði Óli, „að ótætis tíkin hefir
bitið til dauðs saklausa mús, sem var að
leika sór í heiðinni í kvöld, þegar eg kom
heim; og það væri róttast að gefa henni
aldrei mat héðan af. Ilún getur þá lifað á
þjófnaði og ránum, drepið mýs og fugla
og rænt ungum þeirra.“ Þessi orð sagði
Óiafur hálfsnöktandi og var auðheyrt á mál-
róm hans, að þar blandaðist saman sorg
og gremja.
„Vertu ekki að þessu voli, drengurinn
minn góði,“ sagði móðir Ólai; „músinni
verður batnað á morgun, og við skulum
gefa hundinum okkar eins fyrir þessu; hún
er eins og aðrar skynlausar skepnur, sem
mennirnir brúka sem verkfæri í sinni hendi;
stundum er verkfærið gott, en stundum
líka vont, eftir því, sem mennirnir eru því.
Pað eru þeir, sem eiga að temja og venja
alt liið unga, hundana eins og annað, og
hefði Lúða verið vanin af að elta mýs og
fugla, þegar hún var hvolpur, þá mundir
þú ekki gráta yfir því í kvöld, að hún meiddi
músina þína. En farðu nú að hátta, Óli
minn. Lestu bænirnar þínar, og gáðu svo
að músinni i íyrra málið.“
Ólafur fór síðan í bólið sitt og sofnaði
vært, en vart var dagsbrún komin á loft,.
er hann vaknaði morguninn eftir, og á
undan morgunkaffi var hann kominn út í
heiði að þúfunni, sem hann sat á kvöldinu
áður. En hvað sá hann? Ekki annað en
beingaddaða og steindauða mús. Lífið hafði
kvalist úr henni. Hún hafði ekki þolað
áverkann eða haustkuldann. Ólafur snéri
heimleiðis, og allar hans glæsilegu vonir,
sem hann hafði gert sór svo háa hugmynd
um kvöldinu fyrir, urðu nú að engu. Kom
hann heim til móður sinnar og sagði henni
þessa hrygðarsögu sína. Reyndi hún að
hugga litla glókollinn sinn, og vanst henni
það bráðlega, því bráð er barnslundin; eins
og börnin eru fljót að hryggjast, eru þau
fljót að gleðjast. Gleymdi hann skjótt hörm-
um sínum og fyrirgaf Lúðu skissu þá, sem
henni varð á; urðu þau brátt aftur jafngóðir
vinir, sem þau áður höfðu verið.
Ólafui- var eins og mörg börn, að honum
þótti dæmalaust gaman að finna egg og
ræna fugla; en um fermingu lagði hann
þann sið niður, og er til þess saga sú, er
nú skal greina:
Einu sinni sem oftar var hann að smala
lambánum úti á mýri, og fann hann þá Stóru-
stokkönd, sem lá á 9 eggjum. Flaughún
ekki upp, fyr en Ólafur var alveg kominn