Æskan

Árgangur

Æskan - 29.11.1902, Blaðsíða 6

Æskan - 29.11.1902, Blaðsíða 6
14 ÆSKAN. að hroiðiinu. Hugsaði hann því, að það mundi vera ungað hjá henni og tók ekki nema 3 eggin. Þegar búið var að matreiða þau, i-eyndust þau bláfersk. Sá Ólafurnú eftir, að hann hafði ekki tekið þau öll. Morguninn eftir lá leið hans um hjá hreiðrinu, og lá ftndin þá á; kom hann til hennar og var hún svo spök, að hann gat strokið henni. En þrátt fyrir það þótt henni þætti svona vænt um eggin sín, að hún gat ekki við þau skilið, þó hún máske sæi opinn dauðann fjam undan séi', þá lifnaði í brjósti Ólafs sár löngun til að nálgast þessi eggin líka. Bak hann þvi öndina af og hrauð hreiðrið algjörlega, og j ótaði því öllu í sund- ur, fór eftir það heim mjög glaður í huga yflr slíkri sigurför, kom til mömmu sinnar inn í oldhús og sagði henni upp alla söguna, þvi hann bjóst við að fá hrós fyrir hvað haim var duglegur. En sú von hans brást, þvi njóðir hans var mjög st.ygg í svörum og spurði, hvort hann væri'búinn að gleyma því, þegar hann hefði verið að atyrða hana Liíðu hérna um haustið, af þvi hún hefði dj-epið mús, og nú hefði hann svo mikla skynsemi fram yíir dýrin, en þó færist honum vor, „og þar sejn þú hótaðir Lúðu um haustið að gefa henni ekki rnat, þá væri réttast að hafa þig matarlausan í dag. Eða ert þú svo skyni skroppinn, að þú getir ekki ímyndað þér, hvernig öndinni hafi orðið við, er hún funn hreiðjið sitt aftur, þegar þú varst búinn að sýna henni jafnmikla þrælmensku, að gefa henni fyist nær því öll eggin, en ræna hana síðan daginn eftir öllu, sem hún átti? Eg vildi óska, ÓIi minn, að þú gerðir þetta aldrei oftai', því þá munt þú verða vel liðinn 1 fuglaríkinu og fugl- unum mun þykja vænt um þig.“ Ólafnr tárfeldi við þessa ræðu móður sinn- ar, og hann lofaði henni því hátíðlega, að ræna aldrei neinn fugl eggjum sínum upp frá þessu, og hann hefir víst rækiloga efnt það loforð sitt, því mér er vel kunnugt um það, þar eg þekki Ólaf persónulega; og uú er hann kominn yfir tvitugs aldur, fremur hár og þrekinn maður, fáskiftinn, hægur og stiltur í lund, fátalaður en þó ræðinn, þegar fram í sækir. Ólafur kærir sig ekki um það, þó hann heyri háðglósur og spéhlátra gáskafulha gárunga, sem gera gys að honum fyrir þá sérvizku, sem þeir svo kalla, að hann oft tekur málstað saklausra og mállausra dýra og fugla, því honum þykir svo undur vænt um þau, sarasöng þeirra, kappflug o. fl. Ólafur lætur slíkar og þvílíkar glósur sem vind um eyrun þjóta, og ber jafnlétt reyfi sitt fyrir því. Hann er búinn að sjá það og jafnvel i'eyna, að heimurinn er táldrægur og hefir dregið margan mann á tálar með fagurgala sínum, og að vont er fyrir ungl- ingana að slá sér mikið í félag við hann. En hægra er að kenna heilræðin en halda þau í því efni; því þó maður sjái jafnvol beint fram undan sér villigöturnar, og só koininn fram á hyldýpisbarm spillingar- innar, þá er veikleiki manna svo mikill, að þeir falla ofan í það foræði, sem þeir ef til vill aldrei ná sér upp úr. Því er þaö alls ekki i'ótt goi't af heiminum að kasta þungum steini á einn eða annan, sem verð\ir fýrir misjöfnu áliti, eða misjafrii'i gæfu, því eng- inn er sinnar eigin gæfu smiðui' að öllu leyti. En, bömin góð, gætið að því, að villigöt- urnar eru margar, tálsnörurnar óteljandi

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.