Æskan

Árgangur

Æskan - 15.08.1904, Síða 2

Æskan - 15.08.1904, Síða 2
94 þann heiður, að flytja yður yfir til Eng- lands á „Hvíta skipinu". „Eg er hryggur yflr því, vinur minn“, sagði konungur, „að eg hefi þegar ráðið skip og alt er tilbúið, og get þessvegna ekki siglt með syni þess manns, sem þjón- aði föður mínum, en kongssonurinn skal fara með þér, ásamt öllu föruneyti sínu“. Einni eða tveim stundum síðar lagði hinn konunglegi floti af stað og sigldi alla nóttina í bezta og hægasta byr, og kom næsta morgun í landsýn við England. En um nóttina heyrðu menn á sumum skip- unum óttalegt neyðaróp eins og í fjarska berast yfir sæinn og undruðust, hvernig á því mundi standa. Nú víkur sögunni að Yilhjálmi konungs- syni, þar sem hann íór áskip sitt ásamt 140 ungra aðalsmanna, jafnaldra sinna og voru þar á meðal 18 hágöfugar konur af aðli. Með þjónunum og skipverjum voru 300 manns á „Hvíta skipinu" og var því næsta glatt á hjalla hjá unga fólkinu. „Láttu þína 50 sjómenn fá 3 tunnur af víni" sagði kongsonurinn við skipstjóra. Konungurinn, faðir minn, er kominn út úr höfninni. Hversu langan tíma höfum vér til þess að skemta oss hór, og komast þó jafnt hinum til Englands?" „Kongssonur minn!“ sagði Fits-Stephen. „Fyrir dögun skulu mínir flmmtíu og „Hvíta skipið“ ná hinum örskreiðustu skipum flot- ans, þótt vér eigi förum af stað fyr en um miðnætti". Síðan bauð kongssonur að taka skyldi upp drykkju og skemtun nokkra, og háset- arnir drukku upp víníorðann, sem þeim var gefino og konungssonur og alt göfugmonn- ið dönsuðu á þilfari skipsins í tunglskin- inu. Þegar þeir svo loksins lögðu út úr höfn- inni, var enginn ófullur maður á skipinu, en öllum seglum var hlaðið og allar árar voru í gangi, Fitz-Stephen stóð við stýrið. Hinir kátu aðalsmenn komu upp í marg- litum glitklæðum og töluðu saman, hlógn, og sungu. Kougssonurinn eggjaði róðrar- mennina að herða sig, til þess að „Hvíta skipið" gæti hrósað sigri. Alt í eiuu kom upp óttalegt angistaróp frá hinum 300 manna. Það var ópið sem barst til hinna öftustu skipa í föruneyti konungs. „Hvíta skipið" hafði rekist á sker og var að sökkva. Fitz Stephen kom í skyndi konungssyninum niður í bát ásamt fáeinum aðalsmönnum. „Leggið fljótt af stað“, sagði hann lágt, og róið til lands, það er ekki mjög langt og sjórinn sléttur. Yér hinir verðum að farast". En er þeir voru að róa frá hinu sökkv- andi skipi, heyrði konungssonurinn neyð- aróp Maríu systur sinnar. Hann hafði aldrei á æfl sinni verið eins góður eins og í þetta sinn. Hann kallaði í angist sinni: „Róið aftur að skipinu, hvað sem kostar, eg get ekki skilið hana eptir". Þeir réru aftur að. En rétt i því að að kongssonurinn rétti út arma sína til þess að ná í systur sína, stukku svo margir út í bátinn að honum hvolfdi. Og í sama bili sökk líka „Hvíta skipið“. Að eins tveir menn voru á floti. Aðalsmaður að nafni Guðfreyr og fátæk- ur slátrari frá Rúðuborg. Svo kom einn maður syndandi til þeirra. Þektu þeir að það var skipstjórmn.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.