Æskan

Volume

Æskan - 15.08.1904, Page 6

Æskan - 15.08.1904, Page 6
að foreldrarnir sáu hana ekki hálfan dag- inn. Einhverju sinni var móðirin síðdegis í útihúsunum að taka þar til og ieita að hlut nokkurum, sem týnzt hafði; tók hún þá eftir því, að glufa var á múrveggnum og féll ljósgeisli inn um hana í herbergið. Henni datt í hug að horfa út um glufuna til að skygnast eftir barni sínu, endavildi svo til að laus steinn var í glufunni, sem ýta mátti frá; varð þá svo rúmt að hún sá inn í laufskálann. Sat þá Álfríður inni í honum á bekk, og Serína hjá henni. Bæði börnin voru að leika sér í elskulegri eindrægni. Álfmeyjan litla faðmaði Álfríði og sagði raunalega: „Æ, góða mín! eins og ég leik mér við þig núna, eins hef ég áður leikið mér við hana mömmu þína, þegar hún var lítil og sótti okkur heim, en þið manneskjurnar eruð altof bráðþroska; þið verðið svo fljótt stórar og skynsamar; það er meira en leiðinlegt; ég vildi þú mættir vera eins lengi barn og ég“. „Það vildi ég líka fegin gera þér til þægðar“, mælti Álfríður, „en allir segja, að ég muni fljótt fá greindina og hætta þá að leika mér, því ég sé einmitt gamal- vitur að upplagi, — æ ! og þá fæ ég ekki að sjá þig framar, Serína litla! Það er líkt um þetta og trjáblómstrin. Er ekki epla- tréð fallegt með þrútnu og rauðleitu blómst- urhnöppunum sínum ? Tréð breiðir sig og hreykir sér og öllum, sem fram hjá ganga, flnst mikið um. Þá kemur sólin og blómstrin opnast svo vinalega, en óðara gægist fram þess ieiði kjarni, sem hrindir frá blómskrúðiuu litfagra og fleygir því til jarðar. Og svo er hann í nauðum og ósjálfbjarga og má til að verða að ávexti á hausttímanum. Því ber ekki að neita, að eplið er líka ijúft og unaðslegt, en ekkert. er það hjá blómsturprýði vorsins; viðlíkt er um okkur manneskjurnat, og ekki hlakka ég neitt til þess að verða stór stúlka. Ó að mér mætti einhverntíma auðnast að heimsækja ykkur!“ „Meðan kóngurinn dvelur hjá okkur“, mælti Serína, „er það alveg ómögulegt, en ég kem svo oft til þín, elskan góða! og enginn sér mig, enginn veit neitt um það hvorki hér nó þar; ég fer gegnum loftið svo að enginn sér mig eða ég flýg hingað yfrum eins og fugl. Ó, við skulum oft vera saman, meðan þú ert lítil. Hvað get ég gert fyrir þig? segðu bara til!“ „Þú átt að láta þér þykja vænt um mig“, sagði Álfríður, „eins vænt og mór þykir um þig í insta hjarta mínu; en það er satt, látum okkur nú aftur búa til rós“. Þá tók Serína öskjurnar gömlu upp úr barmi sínum. Hún fleygði tveimur korn- um og alt í einu stóð frammi fyrir þeim grænn runnur með tveimur hárauðum x-ósum og hneigðust þær hvor að annari eins og þær ætluðu að kyssast. Börnin brutu af rósirnar brosandi og í sama bili var runnurinn horfinn. „Það eitt vildi ég“, mælti Álfríður, „að hún dæi ekki svo fljótt, blessuð rauða rósin, dásemd jarðargróðans!“ „Fá mér!“ sagði álfbarnið litla, andaði þrisvar á rósina, sem var að springa út, og kysti hana þrisvar; „hana!“ mælti húnog fékk Áífríði blómið aftur, „nú mun hún haldast glæný og blómleg alt til vetrar- ins“.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.