Æskan

Volume

Æskan - 15.08.1904, Page 7

Æskan - 15.08.1904, Page 7
99 „Ég ætla að eiga hana eins og mynd þína“, sagði Álfríður, „ég ætla að geyma hana í herbeigi mínu og kyssa hana kvöld og morgna, eins og ég væri að kyssa þig sjálfa". „Nú er sólin að ganga undir“, mælti Serína, „og þá verð ég að fara heim“. Föðmuðust þær svo einu sinni enn og í sama bili var Serína horfin. Um kvöldið tók María dóttur sína í fang sór með kvíða, sem blandin var einskonar lotningu. Hún lét hana nú hafa meira frelsi en vant var og friðaði oft mann sinn, þegar hann var að leita að henni, því það var hann farinn að gera í seinni tíð, af því honum leizt ekki á einfarir Álfríðar og óttaðist, að þær kynnu að gera hana að hálfvita eða ef til vill albrjálaða. Móðirin læddist oft að múrglufunni og nálega ætíð hitti hún svo á að álfbarnið fagra sat hjá hennar barni, annaðhvort við einhvern leik eða þau voru að tala saman um eitthvað. — „Mundirðu vilja fljúga?" sagði Serína einusinni við vinu sína. „Já, hjartans fegin", svaraði Álfríður. Þá tók álfbarnið yfrnm dauðlega barnið og flaug með það jafnhátt laufskálanum. Móðirin gleymdi sér þá og gægðist í ofboði út með höfuðið, til að sjá hvað þeim liði, en Ser- ina tók eftir henni, rétti upp fingur í loft- inu og ógnaði lienni brosandi, leið svo niður aftur með Álfríði, sýndi henni blíð- læti og hvarf með sama. Þetta varð síðar í fleiri skifti, að álfabarnið sá Maríu og hristi þá höfuðið eða ógnaði, en ávalt þó ineð vinalegum svip. Oft var það, er þeim hjónum varð sund- urorða, að María sagði við mauu siun: „Þú gerir kofafólkinu rangt til“. Þegar Andres þá gekk á hana og krafðist að hún segði sér, hvers vegna hún væri öllum þorpsbúunum svo ósamdóma og þættist ein vita alt betur, þá feldi hún niður talið eins og hún yrði orðlaus. Nú bar svo til ein- hvern dag eftir borðun, að Andres varð venju fremur æstur og sagði óskorað, að ekki væri annað fyrir en að flæma burt illþýði þetta, því það væri landinu til einbers tjóns og skaða. Þá rann henni svo i skap að hún kallaði upphátt: „Þegi þú, þeir eru velgerðamenn þínir og okkar allra". „Þeir velgerðamenn, flökkukindurnar!“ sagði Andres. Yarst þu það? Það var einhver er sagði særandi orð við annan. Gerðir þú það? Það var einhver sem stríddi íélaga sín- um og hæddist að foreldrum hans. Gerðir þú það? Það var einhver, sem var svo óhlýðian mömmmu sinni að hún fór að gráta. Varst það þú? Það var einhver, sem var svo lengi í sendiferðum, þegar hann átti að flýta sér, að það voru orðin vandræði heima fyrir þá sök. , Varst þú það? Það var einhver, sem var svo latur að hann aldrei nenti að læra það sem „haqn átti að hafa“, og stóð sig þess vegna svo ÚÍa, -

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.