Æskan - 15.08.1904, Qupperneq 8
ioó
Varst þú það ?
Það var eitt barn, sem daufheyrðist við
öllum áminningum og hirti ekkert um
vilja foreldra sinna.
Varst þú það?
Það var einhver, sem blótaði og ragnaði,
þegar foreldrar hans voru ekki viðstödd.
Varst það þú?
Ég vona að það hafi verið einhver annar
en þú, sem gerði sig sekan í einhverju af
þessu.
En ef það hafa skyldi vera þú sjálfur,
þá máttu aldrei gera það framar, því þú
verður minni maður fyrir það.
Myndin á bls. 96, sýnir mann sem er
að síga í bjargið, og félagi hans við „hand-
vaðinn". Sigmaður hefir barefli i hönd-
unum til þess að drepa fýlungann með —
Það er víst ekki með öllu hættulaus at-
vinna þessar fuglaveiðar í Vestmanneyjum.
Smávcgis.
Litla Stína: „Einn og einn eru
ellefu
Mam m an: „Nei, einn og einn eru tveir".
Stína: „Já, en tvisvar einn í tölu eru
þó ellefu".
Mamman: „Já, þegar þeir standa hvor
við hliðina á öðrum“.
Stína: „Á? Nú þá hef ég ellefu
fætur".
Sj úklingurin n : „Ég hef sent boð
eftir yður, hr. læknir, bara af þægð við vini
mina, en ég læt yður vita að ég trúi alls
ekki á þessar nýmóðins lækningar".
L æ ku i r i n n ; „Gerir ekkert; asninn
trúir heldur ekki á dýralæknirinn, og batn-
ar honum samt“.
Móðirin: „Sjáið þið, stúlkur mínar,
þarna gengur skáldið. sem liggur heima í
bóka hyllunni i grænu bandi oggylt 1 sniðum.
Frúin: „Hvers vegna var þér sagt. upp
vistinni, þar sem þú varst áður?“
Barnfóstran: „Af því að eg gleymdi
að þvo börnunum".
Börnin (í hóp): „Ó, mamma góða,
taktu þessa fyrir barnfóstru!“
Vísindamaður einn fullyrðir, að heilinn
verði því minni, þess eldri sem maður verð-
ur. Ef til vill verður með þessu móti skilj-
anlegt, hvers vegna sextán ára drengur þyk-
ist ávalt vita alt betur en faðir sinn.
„ Æ s k a n “
kemur út tvisvar í mánuði, og auk þess jólablað
skrautpreutað með myndum), 25 blöð alls (100
bls.). Kostar 1 kr. og 20 aura árgangurinn. Borg-
ist í Aprílmánuði ár bvert. Sölulaun '/51 gcfin
af miust 8 eiutökum.
Guðm. Gamalielsson bókbindari, Hafnar-
strœti 16. Rcykjavík, annast útsendingu blaðsins
og alla afgreiðslu, tekur móti borgun og kvittar
fyrir o. s. frv.
Prcntsmiðja Þorv. Þorvarðssonar.