Æskan - 01.12.1904, Blaðsíða 1
VIII. árg.
Eignarrótt hefir:
St.-Stúka ÍBlands (I.O.G.T.)
Rvík. Des. 1904.
Kitstjóri:
sóra Friðrík Friðriksson.
5-6. tbl.
Barn.
(Eftir Chr. Richardt).
Um páskaleyti býst við barn,
að bráðum komi jól,
og mitt í vetrar mjöllu
hin milda vorsins sól,
og vonar sumar, vetur
að veiða maður knár
og stór. En þegar fæst sú frægð,
er fögnuðurinn smár.
Og áhyggjulaust ungbarn
fær ætíð daglegt brauð;
við móðurfaðminn fæðu
því íaðir himna bauð;
og bara' ef leitar htið nef
að lind úr nægta brunn,
þá berast beztu sopar
úr brjósti' í lítinn munn.
Ei gerir barn sér manna mun
í meiningum og trú,
óg valdsmaður og vatnskelingr
eru virt með sama: „þú."
Sá voldugi og vesall
— þeím veitist jafnt það hnoss:
hið glaða augna skinið skært
og skætingur og koss.
Því trúir barn. sem talað er,
og trúin er því eitt;
sem Sókrates það veit svo vel,
að veit það ekki neitt;
og seg því ögn um eilíft líf,
eða æflntýri glatt:
Því flnnst það allt jafn undarlegt,
og algerlega satt.
Hve barn er ætíð barnalegt
við blíðu og angursár;
því lætur ljúft að hlægja
og létt að fella tár.
Eitt augnatillit, orð og broa
hið innsta' ei dulið fær.
Sú hugarmynd er hrein og glogg,
svo hrein sem lindin tær.
L. Th.