Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1905, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1905, Blaðsíða 6
38 þess að bóndinn vaknaði. Hann vaknar um síðir, fer að núa stýrurnar úr augum sér og verður ekki lítið hissa er hann sér að hann hefir hjá sér mýldan stúdent. En stúdentinn grátbændi hann að lofa sér nú endilega að fara og sagði honum, að fyrir þá sök að hann hefði verið útsláttar- samur stúdent, þá hefði faðir sinn einhverju sinni í bræði lagt það á sig, að hann yrði að asna, og í asnalíkinu hefði hann til bóndans komizt, og orðið hans vinnudýr. En nú hefði hittzt svo á, að einmitt með- an bóndinn svaf, hafði álögutíminn verið útrunninn, og nú væri hann aftur orðinn stúdent. Bóndinn sá sér þá ekki annað fært en að sleppa honum; meira að segja hann ieysti frá buddunni, og gaf honum dálítið skotsilfur. Daginn eftir kemur hann í borgina, gengur til torgs og ætlar nú að kaupa sér asna. Þá stóð þar stúdentinn, sem hafði rekið burt asnann frá bóndan- um sofandi, og bauð hann falan. Þá hélt bóndinn að útsiáttarsami stúdentinn hefði aftur verið settur í álögur af föður sínum, og væri orðinn að asna. „Sá sem þekkir þig, kunningi! hann varar sig á að kaupa þig“, sagði hann í hálfum hljóðum við asnann sinn, gekk burt og keypti sér annan. Livingston var vanur að segja: „Reyndu aftur; reyndu þar til er það heppnast". „Brottinn var með honum“. 1. Mósesb. 89, 28. (Smágreinar til fermdra unglinga fráFr.Fr.). III. Guð útvaldi þig í skírn þmm. Þar hefir þú fastan grundvöll að standa á, því: „í skirninni tekur Kristur þann, sem skírður er, inn í sitt náðarríki og gefur honum kost á að öðlast alia þá náð og blessun, sem þar er boðin og veitt". Þetta hefir þá orðið hlutskifti þitt, því: „í skírninni hefir guð tekið þig inn í sitt samfélag og gjört þig að sínu barni“. Þetta er grundvöllurinn. Þetta er s a n n- arleg gjöf guðs, sem þú hefir fengið. Þessa náðarútvalningu fékstu fyrir ó- verðskuldaða náð hins þríeina guðs, sem tók á móti þér, fyrir velgjörð foreldra þinna, sem báru þig, og fyrir tilstilli heil- agrar kirkju, sem lagði þig í Jesú arma. Svo mikil náð er fólgin í skírninni, að enginn getur haft fullkomna hugmynd um það nema guð einn. Allur guðs óendanlegi kærleikur er veitt- ur þar: „sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefir oss auðsýnt, að vér megum kallast guðs börn;“ en guðs börn verðum vér í skírninni. Og guðs börnum stendur opinn * aðgangur að föðurlijartanu. Og í þessari guðsbarnastöðu veitist eilíft líf, fyrirgefn- ing syndanna, friður og fögnuður heilags anda. Guðs barna staðan er hin vegsam- legasta staða sem til er. Til þessarar stöðu útvaldi guð þig í skírninni. M

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.