Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1905, Blaðsíða 2

Æskan - 01.09.1905, Blaðsíða 2
90 ÆSKAN. gaman. Börnin hópuðust utan um Trygg, sem var svona vitur, og klöppuðu lion- um og kjössuðu hann og gáfu honum alls konar góðgæti. Tveim mánuðum síðar álti van Beeren aftur peningaerindi við hanka- stjóra. Hundurinn var með honum, eins og hann var vanur, stóð upp á afturfótunum ogrétti fram löppina. Um- boðsmaður bankastjórans vildi nú ekk- ert skifta sér af Trygg, og það var auð- séð á öllu, að bankamennirnir voru í illu skapi út af einhverju. Svo kom bankastjórinn út úr herbergi sínu og sagði, hvernig á öllu stæði. Um morguninn hafði verið framinn ósvílinn þjófnaður á skrifstofu lians, og það svo kænlega og snarlega, að það gat næstum enginn botnað í því. Um- boðsmaður bankastjórans hafði raðað gullpeningum og borið inn tíu stikla og lagt þá á skrifborð húsbónda síns. Bankastjóri hafði líka talið þá sjálfur, svo ómögulegt var að þeim hefði skjátl- ast; en þrátt fyrir það liafði einn pen- ingastikillinn horfið i sömu svifum og hann gekk inn í aðalskrifstofuna til að afhenda nokkur bréf. Það var varla hægt að liugsa sér að stiklinum helði verið stolið, nema farið hefði verið inn um gluggann, sem stóð opinn af liendingu, en þar þurfti áræði til og enginn gat skilið i, hvað sá hinn sami hefði verið snar i snún- ingum. Hvernig gat annars nokkur þjófur verið svo áræðinn, að fara inn um gluggann af gölunni, sem fólkið var alt af að streyma eftir, og það um há- bjartan daginn, og ef hann hefði verið svo vogaður, því tók hann þá ekki alla stiklana. Van Beeren tók nú grant eftir allri herhergjaskipun. Skrifstofan var reynd- ar á neðsta lofti, en þó ekki svo lágt frá gölu, að það væri nokkrum manni hægðarleikur að stökkva inn. Skrif- borðið stóð ekki skemra en hálfa aðra alin frá glugganum, svo ekki varð náð þangað úr gluggakistunni. I3ar að auki voru ekki nema einar dyr á herberginu og þær vissu út að aðalskrifstofunni. Hvernig sem á þetta var liliö, þá þurfti fádæma dirfsku til að fara þangað inn um hábjartan daginn, og það var næst- um óskiljanleg heppni, að nokkur gæti sloppið út aftur svo, að enginn yrði hans var — það hefði verið sannnefnd hundahepni. Bankastjóri hafði saml sent eftir lögregluþjónunum, og svo voru herberg- in öll grandgæfilega rannsökuð, en all- ir voru jal'n nær; stikillinn var horíinn og engin von til að hann íindist aftur. Pað liðu víst tvær eða þrjár vikur frá því, er þessi atburður varð. Van Beeren sat á skrifstofu sinni. Kemur þá ekki Kláus all í einu inn og fer að þakka gainla húshónda sínum fyrir gjöfma. »Þökk fyrir hvað?« liugsaði kaup- maður með sér. »Ivláus var nú einu sinni búinn að þakka mér fyrir silfur- brúðkaupsgjöfina, sem ég færði honum, og eg heíi ekki séð hann síðan?« Kaupmaður horfði nú fast á Kláus og linykti alveg við, þegar hann sá

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.