Æskan - 01.04.1907, Síða 5
Æ S K A N
61
Staðfastur drengur.
Ur »Magneff.
Ungur drengur, er lokið hafðibarna-
skólanámi sínu, átli að byrja á siníða-
námi.
Fyrsla daginn sem hann var j>ar,
var afmælisdagur verlcstjórans, sem til
hálíðabrigðis gæddi verkamönnunum á
brennivíni, bauð bonum að síðustu
einnig að súpa á því.
Drengurinn sem var meðliniur ung-
lingastúku svaraði þess vegna:
»Eg þakka yður fyrir, en eg drekk
ekki áfengi«.
»Hvað er að tarna !« mælli verk-
stjórinn, »hér liafa þess konar bindind-
isriddarar ekki verið fyrri«.
»Jæja, fái eg að vera bjer, þá verð
eg sá fyrsti«, mælti drengurinn.
Þá reiddist verkstjórinn og Ijel
liann á sér skilja, að það væri bann sem
réði bér og að liann skyldi drekka með
þeim, að öðrum kosti yrði hann barinn.
Drengurinn leil fyrst á verkstjór-
ann, siðan á föt sín og mælti með tár í
augum :
»Jæja, gerið sem yður þóknast. Eg
kom Iiingað í heilum og hreinum föl-
um og með óílekkað mannorð. Föt
mín getið þér útskitið og eyðilagt en ekki
mannorð mitt, því eg brýt ekki bind-
indisheitið«.
Hann komst lijá því að drekka og
það leil út fyrir, að hinir befðu ekki
eins góða list á brennivíninu á eflir.
Sigurj. Jónsson þýddi.
Komdu með mér heim, pabbi!
(Úr »Magne«).
Þegar Jóbannes fór til vinnu sinnar
um morguninn, var hið síðasta, er
kona hans mælti til hans: »Góði Jó-
hannes, komdu nú beint heim i kveld.
Ó, hvað þú værir vænn, et þú gerðir
það«. Jóhannes hét því og kysti börn-
in sín, Hildi og litla drenginn að
skilnaði.
Það var laugardagur og átti hann því
að taka við vikukaupi sinu um kveld-
ið að lokinni vinnunni, en þann dag
var konan hans sífelt kvíðin og' óróleg
hans vegna. Jóhannes var að upplagi
drengur góður, en fremur þreklítill og
ósjálfstæður. Oftsinnis hafði hann heit-
ið þvi, að ganga fram hjá veitingahús-
inu og' oftsinnis hafði liann gengið á
þetta heit sitt. Það var sem þelta
bjarta og heita, af öli og' vínþef gegn-
sýrða herbergi, hefði ómótstæðileg' að-
dráttaráhrif á hann, og ginti það hann
ekki, þá gerðu slæmir lagsbræður hans
það.
Oftsinnis hatði hann einselt sér að
fara beint lieim, en sjaldan hafði hann
þó gert það.
IJann unni konu sinni og þessum
tveim börnum sínum, og vildi ekki
vera valdur að sorg og áhyggjum sinna
nánustu, en ginningar veitingahússins
og' lagsbræðranna stóðsl hann ekki.
Tæki hann öðru livoru í sig kjark
og mótmælti því að fara inn í veit-
ingahúsið og kvaðst ætla beint heim,
þá hlógu þeir og hæddust að honum;