Æskan - 01.04.1907, Side 7
Æ S K A N
fi3
á veitingahúsið, heldur vertu mér sam-
ferða heim til mömmu.
Augu hennar llóðu í tárum, og er
faðir hennar varð þess var, átti liann
fullt í fangi með að verjast gráti sjálfur.
Félagi hans skellihló. Það sem hörð
orð og áminningar ekki gátu til vegar
komið, það áorkuðu nú tár og bænir
barnsins. Jóhannes sneri baki við fé-
laga sínum, tók í liönd litlu stúlkunni
og rnælti um leið og liann íör: »Guð
geíi þér góðar nætur, heyrir þú það;
Hildur lilla hefir beðið fyrir mér!«
Á heimili Jóliannesar ríkti gleði og
ánægja þetta laugardagskvöld og ætíð
þaðan af. Iíonu hans og dóttur iðraði
aldrei þess, að þær liöfðu beðið fyrir
honum. og hann sá aldrei eftir því að
liann hafði snúið baki við veitingahús-
inu að fullu og öllu.
Sigurj. Júnsson þýddi.
(Úr »Naturens bok«, eftir Z. Topelius).
Mennirnir ternja villudj'rin. Þeir ráða
niðurlögum hvalsins. Stóri fíllinn ber
manninn á baki sér og lætur hann ráða
ferðinni. Hinn skapmikli hestur lætur
að bcizli mannsins. Uxinn liinn sterki
dregur plóginn. Björninn verður að
eftirláta manninum loðfeldinn sinn.
Kindin verður að gefa honum ullina
sína. Fuglinn veitir honum diininn
sinn. Hann tckur hunang bífiugunnar.
Hann fellir hin liæðslu tré með liand-
öx sinni. Hann lætur jörðina hlýða
sér. Hann yrkir akrana og tekur al'-
urðir þeirra. Hann notar afurðirnar til
matar og fata. Hann brýst inn í fjöllin
og tekar málmana. Hann prýðir fing-
ur sinn með gulli. Hann býr lil borð-
búnað úr silfri. Hann beygir og mótar
harða járnið. Hann skreytir með gim-
steinum kórónur konunganna. Hann
býr til veg gegnum fjöllin. Vatnið læt-
ur hann hlýða sér. Hann lætur það
mala kornið og knýja stórar sagir.
Hann lætur vindana reka áfram siglandi
skipin. Maðurinn tekur gufuna og læt-
ur liana fremja stórvirki í þjónustu sinni.
Gufan knýr áfram skipin og langar
vagnlestir. — Maðurinn lætur eldinn
þjóna sér, og hemur hann jafnvel í
hlóðum sínum. Maðurinn tekur eld-
inguna úr skýjunum og leiðir hana ofan
í jörðina. Maðurinn myndar alla jörð-
ina á landabréfin sín. Hann reiknar
lyrirfram gang sólarinnar. Hann skiflir
árum sínum eftirgöngu mánans. Hann
mælir í tölum brautir hinna tindrandi
stjarna.
Þannig er öll hin sýnilega verökl
manninum undirgefin. Vissulega lifir í
manninum sterkur andi. En fyrir guði
er maðurinn mjög lítilmóllegur. Vald
mannsins á jörðunni er afar mikið. En
guðs vald er þó miklu stærra. Hin
stærsta hetja er ekkert á við guð. Hiun
slærsti spekingur er fávís lijá guði. —
Lítill ormur getur deytl liinn sterkasta
mann. Vængir mýflugunnar eru gjörðir
af meiri list, en öll mannanna verk.