Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1908, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1908, Blaðsíða 6
30 ÆSKAN Bernska og æska feðra vorra. (Niðurl.). Kappreiðar voru og þreyttar og kapp- róðrar. Knattleikurinn var mest leik- inn af öllum útileikjum. Knötturinn var sleginn (eða drepinn) með knatt- trénu (knattdrepill). Þann leik léku saman tveir og tveir, þeir sem jafn- astir voru; sló annar knöttinn, en hinn lienti hann á lofti. Leikurinn fór fram á sléltum velli eða úti á ísi á vötnum, t. d. á Miðtjarðarvatni (Grettissaga). Af allraunum má nefna reipdráttinn. Ólar voru ristar og togaði sinn í hvorn enda. Þaðan er komið orðtækið: Yið raman er reipi að draga. Það þótli vel af sér vikið, ef einhver hélt ólinni eða reipinu, þó tveir eða fleiri toguðu í móti. Að verða mikill og sterkur, það var það, sem að var kept, enda tókst það. Sumir vóru frábærlega Iiagir á tré og járn og er það líka með íþróttum talið. En þetta var ekki alt og sumt. í hraustum líkama átti líka að búa hraust sál. Þess vegna lögðu margir menn lika mikla stund á andlegar iþróttir. Tíl þeirra íþrótta telst sagnalist og skáldskapar og lagasetning. í öllu þessu kemur fram sú íþrótt, sem menn dást að enn í dag. Forfeður vorir voru hinir ötulustu siglingamenn og sjógarpar og kunnu góða grein á landaskipun og landshátt- um í Norðurálfunni. Ungir menn fóru ekki á mis við þann fróðleik né það, sem orðið gat þeim til leiðbein- ingar í siglingum, bæði á himni og jörðu. Stjörnur þektu þeir margar sér til leiðarvísis. Tímatal sitt kunnu þeir og' leiðréltu. Læknislist var ekki langt á veg kom- in og ekki fólgin í öðru en því að fara vel með sár og græða þau og lærði það hver af öðrum. Voru þeir valdir til lækna, sem mjúkhentastir voru. Jurtir voru mest hafðar til græðslu. Taílleiki má og með andlegum í- þróttúm telja: hnottafl, hneftafl, skák og kotru: »Einn sat í lundi hjá litíögru sprundi og lék sér að tafli«. (» Aldarliáttur«; Ungum konum var veitt það upp- eldi, að þær gætu orðið ráðdeildar- samar búsýslukonur og hagar til hand- anna. Þær lcunnu að sauma i dúka og vefa ýmsan vefnað prýðilegan. Þær þóttu og mjúkhentastar allra sáralækna. og kunnu sár að sjá, eins og það var kallað, enda cr þeirra oft getið við þann starfa. Minnilegust er stúlkan, sem kannaði sár Þormóðar Kolbrún- arskálds. En þær kunnu og sögur og kvæði og' trúarbrögð og kendu svo börnum sínum. Það er auðsætt, að konur liafa feng- ið gott uppeldi í æsku, margar hverj- ar, því þær láta mikið til sín laka, eins og Þorbjörg hin digra, sem bjarg- aði Gretti, þegar hann var kominn í hendur ísflrðinganna, enda kallar Grell- ir liana í vísu sinni: »reynirunn lof- gróinn laufi sæmdar«. Hinir ungu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.