Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1908, Blaðsíða 7

Æskan - 01.04.1908, Blaðsíða 7
ÆSKAN 31 fremdardrengir áttu eigi síður til þeirra að sækja en feðranna dáð sína og drengskap. En skugga bar á þessa björtu hlið eins og jafnan vill verða. Mörg vóru þau almenn störf á bú- um l’orfeðra vorra, sem ekki þóttu sæma frjálsum mönnum og vóru þau þá ætluð ánauðugu fólki, þrælum og ambáttum, sem ekki höíðu nein mann- réttindi, heldur voru taldir jafnir hús- dýrunum. En nú vóru til margir þeir ungir menn, sem ekki vildu ganga að nein- um störfum, lögðust heldur í öskustó og voru ódælir. Það dugði ekki þó aðrir drægju að þeim dár og háð og kölluðu þá fiíl og kolbíta. Foreldrum var hin mesta raun að slíkum sonum og einn var Grettir af þeim. En oft sást það seinna, að þeir höfðu þó vax- ið og vel dafnað, þegar þeir vörpuðu af sér vafspjarahamnum og unnu eitthvert afreksverk fyrir brýningu mæðra sinna. En það má lfka sjá af öllu, að menn hafa talið þetta líf þeirra, þetta taum- lausa sjálfræði, vísa rót hamingjuleysis. Sjálfræði þeirra og óhiýðni lilaut að koma niður á þeim sjálfum og allri ætt þeirra. Það var á þessum mönnum, að það sannaðist, að sitt er hvort, gæfa og gjörfileiki. Sögurnar kalla óhamingju þeirra forlög, en undirrótin er þó ekki annað en sjálfskaparviti: einræði þeirra og óhiýðni við foreldra og landslög og annað siðleysi. TÍl M . . . litlu. Elsku litla M . . . . mín mig var nú að dreyma að þvi kæmir inn til mín — allir væru heima. Sögu fórstu’ að segja mér, sem ég vildi heyra, ljúft að lijarta lyfti ég þér, lagði svo við eyra. Sagan var um sólskinið, sem að vangann kysti og um fagra fiðrildið, sem fjöruga vængi misti. Undur, hvað það átti bágt, ætlaði’ að reyna að fljúga, en varð að skríða og liggja lágt og loks í liolu að smjúga, — Fiðrildrið, sem fyr var kátt, ílögraði milli blóma, liunangssopa drakk sér dátt, dansaði’ í sólarljóma. Þegar þú sagðir þetta, sást, að þér fóru að koma í auga daggir þær, sem æska og ást unga hvarma lauga. Elsku litla M . . . mín, ég man, að strax að bragði strauk ég tárin þessi þín þér ai' hvarmi og sagði: Eins og sumarsólskinið, svo er drottins kraftur

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.