Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1908, Blaðsíða 2

Æskan - 01.09.1908, Blaðsíða 2
66 Æ S K A N Jón biskup Vídalín. í þessu blaði sjáið þið einn hinn mesta ræðuskörung, sem hefur verið á íslandi. Eg veit að þið kannist öll við hann, og hafið að minsta kosti heyrt talað um aðalverkið hans, Jóns- hók, sem sumir liafa kallað, og aðrir Vídalíns-postillu. Jón Vídalín fæddist 11. martz 1666 í Görðum á Álftanesi. Hann var 11 ára, er hann misti löður sinn. Æfi hans var mjög margbreylileg upp frá því, og átti hann einatt framan af við þröngan kost að húa, Þrjú ár var hann í Skálhollsskóla, og var svo hjá ýmsum og átti við margt. Einu sinni stundaði hann sjóróðra í Vestmann- eyjum. Tuttugu og tveggja ára fór hann utan til háskólans og lauk guð- lræðisprófi þar eftir 2 ár. Siðan var hann hermaður í sjóliðinu danska, en komst aftur úr því að tveim árum liðnum. Þá fór liann út til íslands og tók þá vegur hans að vaxa. Hann varð kennari við Skálholts-skóla, þar næsl dómkirkjuprestur í Skálholli og seinna prestur í Görðum á Álftanesi. Hann varð biskup i Skálholti árið 1698 og hélt þvi embætti til dauða- dags. Hann andaðist á lerðalagi í sælu- húsi við Hallbjarnarvörður 2(5. ágúst 1720 og hvíla hein hans í Skálholti, en minning hans liíir í hjörtum þjóðar- innar og bautasteinn hans eru guðs- orðabækur hans. (Útdrátur úr ritgjörð i ,,Bjarina‘‘). Æska sveitadrengsins. VII. Iíirkjuferðin. Klukkurnar hringja, Iiljómarnir snjallir Bylgjandi klingja Um borgir og liallir; Bergmál i fjöllum Brotnar á hjöllum, Streymir at stöllum Og stöðvast á völlum. Berast með blænum Bárur af hljómum, Grundum á grænum Með gróandi blómum Hófdyn má heyra; Og hljóma í eyra Ærjarminn meyra Ofan úr geira. Röskur á brúnum llíður nú drengur Hesli ei lúnum, Lipurt sá gengur; Mikinn nú fer liann, Fákurinn ber hann, Iíirkju hrátt sér liann, Kominn nú er hann. Stekkur af klárnum og klappar á makka; Hyggur að járnum, Og hcstinn hinn blakka Leiðir í haga, Haft fer að laga,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.