Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1912, Qupperneq 8

Æskan - 01.06.1912, Qupperneq 8
48 M S K A N. Skemtiför fóru barnastúkurnar í Reykjavik upp í lækjarhvammana fyrir ofan Kópavog sunnud. 9. þ. m. Yfir 200 börn fóru þangað í skrúðgöngu með fánum og ilöggum og mættu þar yfir 100 börnum úr stúkunum á Álftanesi og í Hafnar- firði. Skemtu þau sér þar lengi dags með kapphlaupi, stökki og leikjum. Stórt tjald var reist á staðnum og i því voru seldar }7msar veitingar. — Skemtu menn sér hið bezta, enda var veðrið yndislegt allan daginn. VERÐLAUNA.-EGGIÐ. Ungur stúdent kom lieim til foreldra sinna í skólafríinu og stæröi sig mjög af lærdómi sínum. Pegar móöir hans bar tvö egg inn á borðið handa þeim, kvaöst hann geta sannað það með rökfræði og reikningslist að þau væru þrjú. »Hvernig ferðu að því?« spurði faðir hans_ »Pað er liægðarleikur«, svaraði sonurinn. »Nú tel ég eggin og segi: eitt og tvö, en 1 og 2 eru 3, það vita allir«. »Þetta er rétt hjá þér, drengur minn. Nú skal móðir þín taka fyrsta eggið og ég annað, en þú liefir það þriðja sem verðlaun fyrir þessa merkilegu uppgötvun!« -Vxfgr -shss- -ssíæ- EINA BÓTIN. Maður nokkur ferðaðist á skipi í köldu veðri. Þegar liann ællaði að klæða sig einn morguninn, fann hann hvorki jakkann sinn né yfirfrakkann. Iíann æddi um all og spurði um fötin, en enginn vissi neilt um þau. Þegar hann sá að leitin var árangurs- laus, reyndi hann að hughreysta sjálfan sig og sagði skjálfandi: »Það er þó hótin, að ég hefi hlý axlabönd«. VITNIN. Ákœrði: »Eg kalla himin og jörð lil vitnis um að ég er saklaus«. Dómarinn (heyrnardaufur): »Látið þér þá vitnin koma inn«. Ráöningar á gátum í siðasta blaði. 1. Fótsporið. — 2. Tölustafurinn 8. — 3. Kálhöfuð. — 4. Dóttir. — 5. Sjö. — 6. Hali, Bali, Múli, Rani. — 7. Millur á upphlut. 8. Steindór og Samúel. — 9. Líkræðan. — 10. Jafningja sinn. Orðsendiiig-ar. Af«»reiðslari á Lnugaveg G3 er npin dag- lega kl. 9—10 og 2—3. Borsið 71'skuna á réllum tíma, svo að ekki komist óregla á útsendinguna. E*alrlrhít erÆskan öllum styrktarmönnum sinum. Vill hún i þelta sinn nefna einn af peim allra be/.tu, lir. Jón Dauíðsson á Svalbaröi í Norðíirði, er liefir útsölu á 3G eint. Hann liefir jafnan reynst henni vel í viðskiflunum og geíið útgef. ýmsar góðar bendingar. I3eztu skemtibækur eru eldri árgangar Æskunnar, er fást á afgreiðslunní með mjög niðursettu verði. — Par fæsl líka æfintýrið »Kalda hjartað<(, Ijómandi falleg og lærdóms- rík saga, er fengið hefir lof margra lesenda. Verð 50 aurar. Geymið vel Æsku-blöðin ykkar og satnið þeim saman, þangað til árgangurinn er allur kominn og ha;gt er að binda hann. Útgefendur: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.