Æskan - 01.06.1916, Side 2
4 ‘2
IsKAfi
^álfasmalinn*
Saga eftir Beatus Dodt.
(Framh.)
Eftir þetta var Helena stöðugur
gestur hjá Sveini. Hún prýddi litla
húsið smátt og smátt með ýmsum
fallegum munum, sem hún átti beima
hjá sér. Hún átti tvær litlar græn-
málaðar vatnsfötur með glóandi lát-
únsgjörðum og ofurlítið herðatré til
að bera þær í, og svo átti hún undur-
snotran vatnsbala og eysil og svo
fjöldann allan af bollum, diskum og
fötum. En langmesta gamanið hafði
Sveinn af smáspegli, sem hún hengdi
uppi yfir borðinu; en borðið sjálft
skreytti hún með tveimur buðkum,
fullum af blómum.
Sveinn var ekki aðgerðalaus heldur.
Hann gerði snotran blómgarð og
gróðursetti þar blóm, og í staðinn
fyrir trjágöng plantaði hann súrur í
röðum og lét reglulega ganga vera
milli þeirra heim að húsinu.
»Hvergi getur nú verið fallegra en
hérna«, mælti hann, þegar hann kom
inn, þreyttur frá verkinu og settist
að borðinu og litaðist um. En Helena
var í óðakappi að hræra dálítið af
mjöli, sem hún liafði fengið hjá ráðs-
konunni heima, og ætlaði það nú í
pönnukökur handa Sveini. — »Nei,
snyrtilegra er ekki heima í höllinni
þinni, Helena; það getur ekki komið
til mála«.
Helena vissi nú ekki almennilega,
hverju hún átti að svara. »Já, vist
er fallegt hérna, Sveinn, en dálítið
er þó hærra undir loftið heima«.
»Já, en hvaða gagn hafa menn svo
af því?« mælti Sveinn, »þá þarf svo
miklu meiri eldivið og maður á fult
í fangi með að aíla þess, sem á þarf
að halda«, sagði hann og rendi auga
á spýtnahrúgu, sem liann hafði tínt
saman.
»Já, þú verður að leggja hart á
þig við vinnuna«, mælti hún með
meðaumkunarsvip og hristi höfuðið,
»en þú skalt líka fá pönnukökur
fyrir handarvikið«.
»Já, eitthvað verður maður að hafa
sér til lifsframdráttar, og pönnukökur
eru nú ekki það versta«, mælti Sveinn
og stakk upp í sig stykki af saman-
vöfðum blöðum, sem átlu að vera
munntóbak, því að það hafði hann
séð nautamanninn gera, og svo fór
hann að spýta á gólfið í allar áttir.
»Mér hefir annars dottið í hug«, mælti
hann, »að gaman væri að eiga mer-
skúms-pípu silfurbúna, eins og þá,
sem ökumaðurinn á; en það væri
nú víst fullmikið í borið í búskapn-
um okkar«.
»Já, það er ég nú líka lirædd um,
Sveinn«, mælli hún og tók undir í
sama tón. »En það væri máske alt
eins gott að við fengjum okkur hvolp;
hann gæti legið úti á nóttunni og
verið húsvörður hjá okkur. Já, heyrðu!
nú skal ég þér nokkuð. Hún Táta
okkar heima liggur núna á sex ljóm-
andi fallegum hvolpum, og ég er að
leika mér að þeiin. En í gær sagði
skytlan mér, að hann væri hræddur
um að skógarmaðurinn mundi koma
í nólt og taka þá alla saman. þekkir
þú skógarmanninn?«
»Nei, hann þekki ég ekki. En þú
mátt reiða þig á það, Helena, að
skyttan hefir átt við það, að þeim
yrði drekt öllum saman«.
»Drekt!« hrópaði hún og varð svo
bilt við, að hún misti krukkuna, sem
hún var að hræra í soppuna í pönnu-
kökurnar. »Ne-ei, Sveinn, svo vond-
ur getur hann ekki verið, skolmað-
urinn okkar«.
»Já, ég skal nú segja þér það,
Helena«, mælti Sveinn með spekings-