Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1916, Page 3

Æskan - 01.06.1916, Page 3
Æ S K A N 43 svip, »að enginn kann á það að gizka, hvað þess háttar fólki getur dottið í liug, þegar ketlingar og hvolpar eiga í hlut. En nú skal ég kenna þér ráð: Þú getur borið hingað alla hvolpana; því ef við á annað borð getum haft eitthvað ofan í okkur sjálf, þá fer aldrei svo, að við höfum ekki ofur- lítið atlögu handa hvolpunum«. »Ógn erlu vænn, Sveinn«, mælli Helena og kysti liann af gleði. »Þeg- ar ég kem aftur á morgun, þá skal ég hafa með mér svo mikið sem ég get borið af eplum og perum«. »Nei, það held ég þú æltir ekki að gera, Helena«, svaraði Sveinn, »því fyrst liann faðir þinn á ekkert í hús- inu okkar, þá þarf hann lieldur ekki að láta okkur hafa mat. Eg skal nú segja þér það, að svo skemtilegt sem það er að leika sér með það, sem maður á sjálfur, svo hörmuleg geta leikslokin orðið, ef við tökum frá öðrurn til að gera okkur glaðan dag. En nú skulum við ganga út og gá til kálfanna; þeim megum við ekki fyrir nokkurn mun gleyma«. Svo gengu þau bæði út í hagann. I5ar var öll kálfahersingin og leið á- gætlega. Einn þeirra slóð þar svo hugsandi og var að klóra sér bak við eyrað með afturfætinum; annar starði forvitnislega á storka, sem voru að spígspora fram og aftur á tjarn- arbakka, alveg eins og hann vildi fá að vita vissu sína um það, livort það væru regluleg krakka-krili eða froskar, sem þeir væru að krækja upp úr tjörninni; þriðji horfði með miklum torlrygni-svip á héra, sem var á stökki skamt frá honum; en þegar liérinn varð var við þau Svein og Helenu, þá tók hann viðbragð og rann á ílótta og kálfsi gerði nákvæm- lega hið sama, en nam þó von bráðar staðar við skógrunn, alveg steinhissa, og fór að velta því fyrir sér, hvaða nývirki runnurinn væri. Allir hinir kálfarnir lágu ýmist jórtrandi eða sváfu eins og selir og var að dreyma um angandi grashaga og slettu eyr- unum eða vingsuðu hölunum til þess að reka burt verstu óvini sína — flugurnar. Þegar alt var nú svona í röð og reglu úti í liaganum, þá fór Sveinn að tína saman þurl gras til þess að hreiðra um livolpana, en Helena fór lieim til að sækja þá. Ilún var fljót að þvi, því að hún var svo heppin að hitta svo á, að Tála og skotmað- ur voru þá hvergi nærri, svo að hún komst klaklaust burt með þá. Morguninn eftir féll skotmaður al- veg í stafi af undrun, þegar hann sá, að börnin hennar Tátu voru öll á burt, svo hann fór nærri því að trúa því sjálfur, að skógarmaðurinn hefði tekið þá. En hvað Táta sjálf hélt eða liugsaði — það fékk enginn að vita; en þegar liún var búin að leita snuðrandi um alt nokkra daga, þá fór hún að verða rólegri, og hafði sér þá aftur til hugnunar að fara á veiðar. Nú leið og beið. Hvolparnir uxu að dáð og dygðum undir handar- jaðrinum á þeim Sveini og Helenu; þau önnuðust þá eftir föngum. En eins og skotmaður vissi ekki, hvað orðið var af hvolpunum, svo vissu foreldrar Helenu heldur ekki, hvar hún ól manninn mestan hlutann af frítímum sinum. Það var nú eini skugginn, sem brá yfir í öllu þessu blessuðu sólskini, en Helena þorði ekki að minnast einu orði á það, því að hún var hrædd um, að faðir hennar, sem var strangur maður, mundi fljótt segja lokið leik, ef hann fengi að vita hið sanna. Þetta var nú reyndar ekki fallegt af Helenu, og það fann hún líka sjálf; en hana langaði svo mikið til að vera hús-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.