Æskan - 01.06.1916, Page 8
48
ÆSRAN
SIIÆLKI.
Maðurínn: »Mér finst kaffið vera svo
bragðvont hjá þér núna, elskan niín«.
Konan: »Það er ekki að furða, þó þér
finnist það; þú dýfir kleinunum ofan í
blekbyttuna í staðinn fyrir kaffibollann#.
♦ ♦ ♦
í Ameríku-blaði einu stóð þessi skrítla:
»Ef þú vilt fá þér góða og ódýra skemt-
un, þá skaltu bjóða heim til þín öllum
kunningjastúlkum þínum, sem ganga í
liaft-pilsum. Svo þegar þær eru komnar
inn I stofuna, þá skaltu sleppa einni eða
tveimur lifandi rnúsuni á gólfið, — og
skemtunin byrjar þegar í stað!«
♦ ♦ ♦
Fluga datt ofan í blekbyttu ritstjóra
nokkurs, sem skrifaði mjög illa. Lítill
drengur, sonur ritstjórans, bjargaði henni
upp úr blekinu og lét liana á pappírs-
blað á borðinu. Flugan skreið eftir blað-
inu og lét eftir sig hlykkjótta blekslóð
þar sem hún fór yfir. Drengurinn horfði
á þetta nokkra stund og hrópaði svo frá
sér numinn af undrun: »Mamma! Komdu
og sjáðu. Hérna er fiuga, sem skrifar
alveg eins og hann pabbi!«
♦ ♦ ♦
Kaupslaðarstúlkan (sem dvelur í sveit
og hefir haltinn sinn alþakinn rósum og
öðrum blómum, kemur hlauþandi til bónd-
ans með allar kýrnar á eftir sér): »Hjálpið
mér! hjálpið þér mér fljótt! Kýrnar ætla
að ráðast á mig. Getið þér sagt mér,
hvernig á því stendur?«
Böndinn: »Ójá, það held ég nú. Kýrn-
ar eru óvanar að sjá svona mikinn mat
saman kominn á einu mannshöfði og
vilja gjarnan fá að smakka á honum«.
♦ ♦ ♦
Drengur kom inn í brauðbúð og bað
um 12 aura fransbrauð. Hann sá, að
brauðið var ekki nögu stórt og sagði:
»Petta brauð er áreiðanlega of lítið«.
»Láttu þér vænt um þykja«, sagði bak-
arinn, »því þú hefir þá því minna að bera«.
Drengurinn tók brauðið, lagði 10 aura
á borðið og gekk til dyranna.
»Petta cru of litlir peningar!« kallaði
bakarinn á cftir honum.
»Gott fyrir yður«, sagði drengurinn,
»því þá hafið þér því minna að telja!«
ORÐSENDINGAR.
1. júlí eiga allir að vera búnir að
borga Æskuna. Nýju bókina »Æsku-
gaman« fá þeir um leið og þeir borga.
Bréfspjöld og íleira þess konar, sem
ýmsir hafa beðjð um að senda sér, verð-
ur því að eins sent að borgun fylgi pönt-
uninni, eða senda megi með póstkröfu,
þegar um lítið þekta menn er að ræða.
M. (}.! Greinin um »Upphaf ritaldar-
innar« kemur í blaðinu í sumar.
,,í föðurleit“. Enn vantar nokkra út-
sölumenn að þeirri góðu og ódýru sögu.
Verð 40 aurar. Sölulaun 20 au. af krónu.
Gamlir árgaugar Æskunnar -eru beztu
og skemtilegustu barnabækur. Fá geta
menn fengið sér senda út urn land gegn
póslkröfu eða borgun fyrirfram.
Ráðningar
á dægradvöl í sfðasta blaði.
1.
Þegar myndinni er snúið öfugt, sést bif-
reiðarstjórinn standa vinstra megin við
stóra tréð á miðri myndinni og snýr baki
að því. Hann er með stór, dökk gleraugu.
2.
Sól — ar — höll — sólarhöll.
QOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
O ÆSKAN
q kemur i'it oinu sinni í raánuði, og auk þcfis
o skrautlegt jólaliefti, 112 blaðsiður alls. Koatar
O 1 kr. 20 a. árg. og borgist fyrir l.júli, Sölulaun
q ’/* Ö eintökum minst.
O Útsendingu og innheimtu annast Sigurjón
O jónsson. Afgroiðslustofa á Laugavegi 19 opin
q kl. 8-8 daglega. Talsími 604.
O Utaná8krift til blaðsins með póstum:
o ÆSKAN. PóBthólf 12. Kvik.
oooooooooooooooooooooooooooö
Útgefendur:
Adalbjöru Stofáussou og Sigurjón Jónssou.
PrentKmiðjan Gutenberg,