Æskan - 01.07.1916, Page 2
ÆSKÁN
éó
^áljxasmalxnn*
Saga e/lir Beaius Dodt.
(Framli.)
Einu sinni stóð Helena uppi á girð-
ingunni að vanda og ætlaði að fara
að stökkva ofan og hlaupa inn í
húsið. Þá sá hún lil ferða nauta-
mannsins úti á völlunuin. Hann
teymdi gríðarslóran bola á eftir sér.
Báðir voru i illu skapi, boli og nauta-
maður, og létu það í Ijós, hvor á
sinn hátt, nautamaður með því að
taka óþyrmilega í miðsnesið á bola, en
boli með því að öskra og reka horn-
in í jörðina og róta henni upp. Með
þessu laginu fóru þeir heldur hægt
yfir og Helena sá, sér til skelfingar,
að samkomulagið milli þeirra fór alt
af versnandi. þegar minst vonum
varði, rykti boli af heljaralli í keðj-
una, svo að hún rann úr hendi
nautamannsins. Þegar nautamaður var
búinn að missa alla stjórntauma á
bola úr liöndum sér, þá sá hann, eins
og Napóleon mikli hjá Vaterló, að
honum var fullur ósigur búinn í bar-
daganum og hugsaði nú ekki um
annað en að forða lífi sínu. En það
var nú ekki svo auðlilaupið að því,
því þó að nautamaður væri allfrár á
fæti, þá var boli þó áreiðanlega enn
þá snarpari á spreltinum. Nú var
spölkorn út að girðingunni, en hvergi
var griðastað að finna, nema fyrir
innan hana; það var því æði vafa-
samt, hvort lionum gæti tekist að
komast þangað áður en boli næði til
hans og þeytti honum á hornunum
upp í loftið.
Pegar nautamaður var nú í þessum
nauðum staddur, þá kom Sveinn eins
og bjargvættur fram á vígvöllinn.
Hann hafði horft á bardagann úr
húsinu sínu og séð, að alt af hall-
aðist meira og meira á nautamann.
En af því að Sveinn þekti bola dá-
vel, þá vissi liann, að hann gat verið
ægilegur sem Ásaþór, er hann reidd-
ist. Sveinn hefði svo sem gelað selið
inni í makindum og alveg óhultur
og horft á viðureignina; en það var
nú ekki eftir honum. Ilann gat ekki
setið aðgerðalaus hjá og liorft á, að
annar væri í lífsháska staddur. Og
hann var ekki að tvínóna við það,
heldur hljóp út á völlinn í þeirri
von, að sér mundi takast að leiða
athygli bola að sér, til þess að nauta-
maður fengi ráðrúm til að forða sér,
og af því að liann var mesta send-
ing að lilaupa, þá hélt hann, að
liann yrði lljótari að girðingunni en
boli.
En það gerir margan að heimsk-
ingja að vona og bíða, segir máltækið.
Sveini tókst ágællega að íá bola til
að elta sig, en hill tókst honum mið-
ur að hlaupa undan, og fyrr en hann
vissi almennilega, livernig það atvik-
aðist, þá hafði boli liann á hornum
sér og þeylti honum af aíli inn fyrir
girðinguna, og kom hann þar niður
á liöfuðið öllum á óvart, eins og
stjörnuhrap.
Helena var nú sjónarvotlur að
þessu öllu. Nú rak hún upp liljóð;
en rétt í þvi að hún ællaði í fátinu
að lilaupa þangað, sem Sveinn lilaut
að liggja, þá kemur hún beint í fasið
á föður sínum, sem þar var á gangi
af liendingu.
»Almállugur! Helena lilla! Hvað
gengur á?« spurði hann.
»Ó, pabbi!« svaraði hún örvingluð,
»það cr maðurinn minn! Boli þeytti
lionuin inn fyrir girðinguna og hann
hlýtur að liggja þarna«. — —
»Maðurinn þinn?« sagði hann og
brosti við. »Hver er það, sem þú
kallar svo?«
»I3að er liann Sveinn, sem situr