Æskan - 01.07.1916, Síða 3
Æ S K A N
51
lijá kálfuuum þarna út frá, en nú
liggur liann þarna«, svaraði hún.
Já, þarna lá hann reyndar, hann
Sveinn. En sú Guðs mildi! Hann var
alveg ómeiddur, því að grasið, sem
liann kollsteyptist ofan í, var bæði
mikið og lungamjúkt.
I-Ielena varð nú að segja föður sín-
um upp alla söguna og sjma honum
húsið og komu þá allir hvolpanir á
móti honum gjálfrandi og gellandi.
Hann tók þegjandi í hendina á Hel-
enu og leiddi hana heim; var henni
þá harðbannað bæði af móður sinni
og kenslukonunni að fara nokkurn
tima leyfislaust út fyrir garðinn.
Um kvöldið kom ráðsmaðurinn lil
fundar við Svein og færði honum
peninga frá föður Helenu fyrir það,
að hann liafði bjargað naulamann-
inum; en um leið sagði hann hon-
um, að hann þyrfti ekki að koma
þangað framar, því að lians þyrfti
nú ekki lengur við.
þetta var nú í rauninni sama sem
hann væri rekinn úr vistinni ódrengi-
lega, enda fann Sveinn það fyllilega
sjálfur. Grátandi kvaddi hann húsið
sitl litla, þar sem hann hafði leikið
sér svo ofl og ált svo marga glaða
daga. Hann lók tvær fjalir og lagði
fyrir dyrnar og liugsaði ekkert um,
hvað yrði um það, sem þar var inn-
anslokks; grátandi gekk hann svo út
grundirnar og grátandi kom liann
heiin lil móður sinnar.
Þegar Sveinn sagði móður sinni
farir sínar, þá varð hún eigi síður
angurvær en hann. En í sömu svif-
unum bar þar að kofanum vagn einn
fagran, er nam slaðar úti fyrir dyr-
unum. í vagninum sal roskinn heldri
maður, sem þau þeldu ekki. Hann
litaðist um í svip, eins og hann væri
á báðum áttum, en svo gaf hann
Sveini bendingu, því hann var kom-
inn út i dyrnar.
»Gelurðu sagl mér til vegar til
Lyngbæjar, sonur?« spurði herra-
maðurinn.
»Já, reynt get ég það, en það er
langt þangað«.
»Mig grunaði nú hálfl um hálft,
að ég liefði vilst«, sagði maðurinn.
En það er þó víst ekki lengra þangað
en svo, að ég komist þangað áður
en svartnættið er komið«.
»Þegar ég var hjá lienni ömmu
minni í fyrra, þá náðuin við aldrei
heim fyrir myrkrið«, mælti Sveinn
og hristi höfuðið.
»Já, vinur minn«, sagði maðurinn
og deplaði gletnislega augunum, »þar
kemur nú tvent til greina: í fyrsta
lagi, hvenær þið fóruð þaðan að
deginum og svo hve rösk hún amma
þín var lil gangs«.
»Ja, það var hún ekki meira en í
meðallagi, því hún gengur við tvær
hækjur«.
»Á! var það svo? Þá vænkasl nú
heldur ráðið fyrir mér, þvi að hvor-
ugur hesturinn minn slaulast áfram
á hækjum, og svo eru þeir ferfættir,
en amma þín gengur áreiðanlega
ekki nema á tveimur fótum. Jæja,
segðu mér þá til vegar«.
»Já«, svaraði Sveinn, og gerði sér
nú auðsjáanlega far um að segja
reglulega greinilega til vegar. »Fyrst
farið þér beina leið niður að húsinu
hans Jens Benks; þá beygið þér af
til vinstri handar og lialdið spölkorn
áfram eftir veginum, alt þangað sem
hann Óli Jensen datt í fyrra og fót-
brotnaði; þá beygið jiér af til hægri
og haldið svo áfram veginn, þangað
til þér komið að bænum hans Mads
Hansens; þar farið þér fram hjá; þá
beygið jiér enn af og farið fram hjá
skólanum, fast hjá smiðjunni, og ef
þér svo að öðru leyti farið veginn, þá
getið þér ekki farið afvega«. (Frh.).