Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1923, Page 2

Æskan - 01.04.1923, Page 2
26 Æ S K A N Saga frá Norður-Ameríku. 3. kapítuli. Leyndardómur hússins. Augu þeirra smávöndust nú við dimmuna og sáu þau þá, að lokaðar dyr tóku þar við, sem stigann þraut. Þeim gekk illa að opna þær fyrst, en svo hrukku þær upp alt í einu, þeg- ar þau voru í þann veginn að gefast upp, og lá við sjálft að þau kútvelt- ust á höfuðið inn í stórt, dimt and- dyri. »Sjáðu nú til, nú byrjar gamanið fyrst fyrir alvöru«, sagði Nany sigri- hrósandi og lyfti ljósinu hátt yfir höfuð sér. Þau voru stödd 1 stórum gangi, sem virtist liggja eftir húsinu endilöngu. Breiður stigi með rauða- viðarhandriði lá upp á næstu hæð. Einstöku málverk, mest mannamynd- ir, béngu hingað og þangað um vegg- ina, en þau sáust mjög óglögt sökum ókyrðarinnar á Ijósinu. Meðfram veggjunum stóðu margir stólar með háum bríkum, og öðru megin stóð stórt borð, alþakið margra ára gömlu ryklagi. »Sérðu nú, að hér er ekki hið minsta gaman á ferðinni?« sagði Dick. »Hér er svo andstyggilega loft- laust og fult af ryki. Eigum við ekki að koma héðan?« »Hvaða vitleysa, við höfum ekkert séð enn þá. Hérna er stóreflis vængja- hurð«, svaraði Nany. Hún opnaði hurðina með nokkrum erfiðismunum og þá virtist æfintýrið blasa við þeim; þau störðu bæði og störðu, fyrst á herbergið, sem þau komu inn í, og svo hvort á annað. Þetta var stór borðsalur. Alimörg málverk í breiðum, gyltum umgerð- um, lífguðu upp dökka veggina. Afar- voldug ljósakróna úr óteljandi krist- alstönglum hékk niður úr loftinu og gat hún borið yfir 50 ljós. Undir henni stóð gríðarstórt matborð, — og það sem einkennilegast var — al- sett dýrindis borðbúnaði, eins og í stórveizlu. Stólarnir stóðu á víð og dreif frá borðinu, og einn þeirra lá á hliðinni. Dýrindis pentudúkar, guln- aðir af elli, Iágu líka á vlð og dreif um gólfið. Kínverskir postulíns-diskar og alls konar kristal-skrautker stóðu eins og við það hafði verið skilið, en leifarnar af réttunum voru horfnar; sennilegast étnar upp af völskum og músum. Þetta skrautbúna borð sagði sína sögu, eins og rituð bók, um snögg- lega truflað gestaboð, sem allir höfðu yfirgefið í skyndingu, og aldrei komið aftur, — en hvers vegna? Börnin námu þögul staðar innan við dyrnar. »Hvað skyldi hafa borið við hér?« sagði Nany loks með lágri raust, eins og hún vildi varast að vekja hið sofandi hús. »Finst þér þetta ekki hið undarlegasta, sem fyrir þig hefir komið, Dick?« Það fór hrollur um Dick eins og hann vaknaði af vondum draumi. »Við skulum athuga, hvað hér er við hliðina«, sagði Nany, og þau gengu á tánum yfir þykku gólfábreið- urnar og opnuðu næsta herbergi. Það var líka stór salur og þar hékk önnur Ijósakróna, nærri því jafnstór. Par voru grannir stólar og skraut- lega innlögð borð. Gamalt fortepiano

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.