Æskan - 01.04.1923, Síða 5
ÆSKAN
29
Eflir Theodór
iónsnillingax.
Árnason.
II.
Ludwig von Beethoven.
Hann er fæddur í smábæ einum
við Rínarfljót á Þýzkalandi, sem Bonn
heitir, hinn 16. desember árið 1770,
eða svo er alment talið, þó menn
viti ekki með full-
kominni vissu um
fæðingardaginn. En
það var þá siður,
að skira börn þeg-
ar daginn eftir að
þau fæddust, og er
Beetkoven skírður
17. desember, og
16. desember því
talinn fæðingar-
dagur hans.
Beethoven var
undrabarn, engu
síður en Mozart,
en með alt öðrum
hætti. Því að Mo-
zart var þegar orð-
inn frægur um alla
Evrópu fyrir hæfileika sína, bæði
sem tónskáld og piano-snillingur,
áður en hann hafði náð fermingar-
aldri. Hann hafði átt kost á að sýna
list sína við kirðir konunga og keis-
ara víðsvegar um álfuna, en um list-
fengi Beethoven’s, sem snemma varð
vart við, vissu fáir aðrir en fá-
tæk skyldmenni og kunningjafólk í
fæðingarbæ hans. Og var hann nær
tvítugur að aldri, þegar fyrst var
farið að veita honum verulega athygli
annarsstaðar.
Bernsku- og æskuár þessara tveggja
manna, sem siðar gátu sér báðir
ódauðlega frægð, voru mjög ósvipuð.
Æskuár Mozart’s voru miklu líkari
fögru æfintýri en raunveruleik; en
bernskuár Beethoven’s voru ekki ann-
að en raunveruleiki, — og hann frem-
ur ömurlegur oft og tiðum. — — —
Beethoven var af hollenzku kyni i
föðurætt, og hét í
höfuðið á afa sín-
um (Ludwig von
Beethoven), sem
fluzt hafði til Bonn
árið 1732, og rak
þar verzlun. En
hann hafði verið
raddmaður góður
og lagt stund á
kirkjusöng og leik-
hús-söng, og varð
loks kapellumeist-
ari við hirðkap-
ellu kjörfurslans í
Bonn.
Faðir Beethov-
en’s hét Jóhann,
og var einnig söng-
maður, og varð kapellusöngvari hjá
kjörfurstanum í Bonn. En hann var
drykkfeldur og svallgefinn, svo að
tjón hlauzt af fyrir heitnilislíf hans,
og embæltismissir að lokum.
Móðir B. hét Marie Magdalene, og
er þess getið, að hún hafi verið hæg-
lát kona, ljúfgeðja og guðrækin. Þótti
B. mjög vænt um hana, og má sjá
það meðal annars á bréfi, sem hann
skrifaði kunningja sinum einum,
skömmu eftir andlát hennar. í*ar
segir svo: »Hún var elskuleg móðir,
svo ástúðleg, að enga móður get ég
hugsað mér ástúðlegri. Enginn getur
Ludwig von Beethoven.