Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1923, Síða 8

Æskan - 01.04.1923, Síða 8
32 ÆSEAN i loftinu, þá er það gert jöfnum hönd- um með stýrinu og stýrisvængjunum, til þess að vélin snúist til þeirrar hliðar, sem hún á að sveiflast, með líkum hætti og hjólhesti er snúið, eða járnbrautarlesl eftir bognu spori. Og áður en vélin tekur til flugs, er hún látin hoppa upp með fullum krafti, likt eins og stokkið sé yfir hestinn eða sem hástökk og lang- stökk, eða þegar fugl hoppar upp, þegar hann tekur til flugs. III. Flugmenn. Fyrst skal frægan telja. Fað er frakkneski flugmaðurinn Bleriot. Hann smíðaði 100 flugvélar, og voru það 15 gerðir alls, sín með hverju mót- inu. Hann byrjaði á tvíbyrðingi, en hætti fljótt við það aftur, og fór að smiða einbyrðinga, enda er það sá flugmaðurinn, sem fyrstum hepnaðist að fljúga í einbyrðingi slysalaust. 6. júli 1908 gat hann flogið samfleytt í 8 minútur; 31. okt. s. á. flaug hann frá einni borg til annarar og heim aftur. 25. júlí 1909 varð hann heims- frægur, þá flaug hann yfir sundið milli Englands og Frakklands (frá Calais til Dover). Fá koma bræðurnir Voisins (frb. Voaseng). Feir eru líka frakkneskir. Feir smíðuðu tvibyrðing, og tókst að gera hann prýðilega flughæfan. Hinn 26. okt. 1907 flaug Farman flugmaður 400 metra í Voisin flug- vél, og 13. jan. 1908 lánaðist sama flugmanni að ávinna sér 50,000 franka, með því að fljúga 1000 metra (kílómeter) fram og aftur. — Fetta var nú góð byrjun; en síðar tókst betur. — Nervö tókst að fljúga yfir Kaupmannahöfn enda á milli, og Robert Svendsen gat sér frægð með því að fljúga yfir Eyrarsund. Af öðrum flugvélum mætti nefna tvíbyrðing þeirra Wright’s bræðra og einbyrðing Antoinette’s hins frakk- neska. Síðan hefir flugvélasmíðinu óðum farið fram, og nú eru flugvélar að verða algengt flutningstæki og samgöngufæri, bæði innan lands (eins og bifreiðarnar) og til að flytja fólk og póst milli landa, eftir fastákveðn- um ferðaáætlunum. Eitt er þó ófundið enn. Og það er ráð til þess, að flugvélar geti látið hver aðra vita, hvað þeim líður. Eins og nú er, þá geta tvær flugvél- ar rekist á í blindþoku; kviknar þá í þeim við samreksturinn og þær falla niður, en allir farþegar farast. Nú er verið að reyna að uppgötva þetta bjargarráð. Fyrir skemstu rákust á ensk og frönsk flugvél í þoku; var annað ensk póstflutningavél og tveir menn á, flugstjóri og drengur; en í hinni voru 3 farþegar, auk flugmanns, og þar á meðal hjón frá Ameriku i brúð- kaupsför. Flugvélarnar fóru í bál og féllu, og fórust þar allir mennirnir. B. J. R áðnin gar á dægradvölinni í síöasta blaði. 2. Gullhringur (vinnuvaldur == fingur). 3. Yfir dó (er) mari = yfirdómari. 4. Árni, Þórður, Ásgrímur, Eagert, Bjarni, Þórhallur, Þórir, Grimur, Porvaldur, Porsteinn, Helgi, Sigurður. 5. Skúr — skúr. 6. Mús — hús. — 7. Nef — fen. — 8. Nál — lán. — 9. Múr — rúm. Útgefandi: Sigiirjón Jónsson. Preutsmíðian .Gutenberg.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.