Æskan - 01.09.1925, Síða 2
66
Æ S K A N
7 ^
Falleg saga.
(Sannir viöburöir).
b 7 fci
miðbik 16. aldar bjó auð-
;ur kaupmaður, Dobson að
ifni, í Lundúnaborg. Hann
k verzlun sína á mörgum
stöðum, en einkabústaður hans, sem var
skrauthýsi mikið, stóð á bakka Thems-
árinnar svo framarlega að bylgjur hennar
freyddu upp um gluggana á neðstu hæð
hússins. Að þessu leyti var húsið hvorki
ánægjulegur né eftirsóknarverður bústað-
ur; en húsið var ættareign Dobsons og
hann gat varið það fyrir raka og kulda
með kostbærri upphitun, svo þess gætti
ekkert inni, þó húsið væri alþakið ís og
hrími að utan.
Dobson kaupmaður var ekkjumaður
og átti dóttur eina barna, átta ára að
aldri. Hún hét Betsy og var einstaklega
falleg stúlka með blá augu og glóbjart
hár. Þessari dóttur sinni unni hann
mjög heitt og sá ekki sólina fyrir henni.
Það var föst regla hjá hinum alvarlega
kaupsýslumanni, er hann kom heim af
skrifstofu sinni á kveldin, að taka Betsy
litlu á kné sér og dilla henni þar og
jafnframt að segja henni sögur og æfin-
týri. Svo bar til seinni part eins sunnu-
dags, að Betsy litla sat við glugga á efri
hæð hússins. Fyrir neðan gluggana ólg-
aði og svall Themsáin með óvenjulegum
gný. Bylgjurnar risu og freyddu kolmó-
rauðar i háa loft og hinir risavöxnu
bakkar fljótsins nötruðu undan föllum
þeirra. Betsy horfði á öldurótið með
duldum ótta og henni virlist eins og
dimmur skuggi hefði lagst yfir ána, og
hvítu máfarnir, sem svifu gargandi yfir
öldunum, virtist henni vera englar, sem
væru að leitast við að lægja ofsann í
náttúruöflunum.
Dobson var einmilt að segja henni frá
hinum mörgu skipum, er færust á sjón-
um í slíku ofviðri sem þessu, þegar
þjónninn kom inn og sagði, að einn
verzlunarnemendanna, Osborn að nafni,
væri kominn.
»Láttu hann koma inn!« sagði kaup-
maður. Að vörmu spori kom Osborn inn.
Hann var laglegur piltur og vel vaxinn,
fjórtán ára að aldri og átti að fermast
að tveimur mánuðum liðnum. Dobson
kaupmaður hafði tekið hann að sér, því
hann var bæði föður- og móðurlaus og
Osborn endurgalt fóstrið með einstakri
ástundun og trúmensku. Honum var
líka oft trúað fyrir mikilvægum störfum.
Að þessu sinni kom hann með all-
stóra fjárupphæð, sem hann hafði tekið
út úr Lundúnabanka og kaupmaðurinn
ætlaði einmitt að fara að lofa nákvæmni
drengsins og áreiðanleik, þegar þeir
heyrðu angistaróp í herberginu og hann
fór að gæta að hvaðan það kæmi.
Hann þaut í ofboði upp af stólnum
og varð mállaus af skelfingu.
Staðurinn i glugganum, þar sem Betsy
hafði setið, var auður.
Glugginn skeltist til og frá opinn og
brimúðinn lék um náfölt andlit kaup-
mannsins, eins og hann vildi gera gys
að harmi þeim, er sveið í hjarta föðurs-
ins.
Betsy litlu hefir sennilega brugðið við
og orðið hrædd, er glugginn hrökk upp,
mist jafnvægið og fallið úr þessari ógn-
arhæð ofan í hvæsandi djúpið fyrir neðan.
Dobson ætlaði að fara að kalla á bjálp,
en í sömu svifum, sem alt þetta gerðist,
var honum hrundið frá og var það Os-
born, sem með tindrandi augum og
llaksandi hár þaut upp í gluggann og
steypti sér niður í fljótið og hrópaði há-
stöfum um leið: »Guð hjálpi mér nú!«
Hann fór á bólakaf í ána sem belgd
var upp af froðu og þangi. Fall hans
var svo hátt og hart, að hann sökk
nærri því til botns; en ákall hans um
aðstoð Guðs varð ekki árangurslaust,