Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1925, Qupperneq 3

Æskan - 01.09.1925, Qupperneq 3
Æ S K A N 67 því þegar hann kom upp á yfirborðið aftur, þá kom hann auga á kjól Betsyar skamt frá sér og gat náð í hann. Neytti hann svo allra krafta sinna til þess að komast upp að bakkanum með hina meðvitundarlausu byrði sína. Þegar þangað var komið, voru margar hendur á lofti til hjálpar, því mikill mannfjöldi hafði safnast þar saman til þess að hjálpa hinum hugprúða sundmanni og eftir fáar mínútur var þeim báðum borgið á þurt land. Osborn, sem var aðframkominn af þreytu og lemstraður og blóðugur, misti undir eins meðvitundina í höndum þjón- anna, en kaupmaðurinn faðmaði barn sitt að sér grátandi og mælti: »Þökk sé þér, Osborn; þessu mun ég aldrei gleyma. Betsy var alveg jafngóð eftir slysið; en öðru máli var að gegna með Osborn. Hann var rifbrotinn og lá lengi veikur milli heims og heljar, Hinir beztu læknar Lundúnaborgar voru fengnir til að stunda hann og meira að segja sendi Elísabet Englands- drotning líflækni sinn til hans. Hann náði líka smám saman fullri heilsu aftur. Dobson gerði hann nú að kjör- syni sínum og veitti honum hið ágæt- asta uppeldi og hina fullkomnustu ment- un, svo að hann var fremri öllum ung- um mentamönnum í hinni stóru heims- borg. »Þegar þú ert 25 ára að aldri, þá geri ég þig að mcðeiganda mínum«, sagði Dobson. »Krefst þú svo meira?« Osborn stundi við. í raun og veru kratðist hann meira til þess að gæfa hans yrði fullkomin. Það fór fyrir honum eins og hjarð- sveininum í æfintýrinu, sem frelsaði konungsdótturina. Osborn krafðist að fá Betsy fyrir eiginkonu eins og hjarðsveinn- inn krafðist kongsdótturinnar. þá seig nú brúnin á Dobson kaupmanni. »Ég játa það, að ég er þér mikið skuldbund- inn, Osborn!« svarði hann, »en hertog- inn af Humberland hefir beðið dóttur minnar og þér hlýtur að geta skilist það, að ég get ekki neitað biðli, sem gefur heilt hertogadæmi í heimanmund!« Osborn var svo djarfur að minna hann á að hann hefði bjargað lífi dóttur hans, en það var aðeins til að gera ilt verra. »Veiztu ekki, heimskinginn þinn, að það var Guð, en ekki þú, sem bjargaði lífi hennar! Honum ber mér að þakka, en ekki þér!« »Betsy mun neita bónorði hertogans«, sagði Osborn rólega, »hún hefir sagt mér það!« Þetta var hinum auðuga kaupmanni ofraun. »Petta er þá ykkar samantekið ráð!« grenjaði hann. »Burt ineð þig héð- an! Ég banna þér algerlega að stíga fæti þínum inn fyrir húsdyr mínar frá þess- ari stundu!« Osborn var sem þrumu lost- inn. Hann hneigði sig fyrir kaupmanni og bað hann færa Betsy kveðju sína, og fór út úr herberginu. Daginn eftir yfirgaf hann Lundúna- borg og fór til meginlandsins. Betsy fór að dæmi konungsdótturinn- ar í æfintýrinu. Hún neitaði einarðlega öllum biðlum og reitti föður sinn með því svo til reiði, að hann sendi hana í klaustur. þrem árum seinna bárustýmsar kynja- sögur til Lundúnaborgar. Á þeim tímum þektust hvorki gufuskip, járnbrautir né sími, svo allar fréttir frá öðrum löndum bárust á skotspónum manna á milli eins og orðsveimur. Sá orðrómur barst nú til Lundúnaborgar, að Englendingur nokkur væri kominn til Rússlands, sem þá var stjórnað af Ivan Wasiliewitsch keisara öðrum, og hefði fengið leyfi keisarans til að reka frjálsa verzlun um alt Rússland með loðskinnavörur. í því augnamiði hafði hann svo látið smíða tvísiglt skip við eina kvíslina af ánni Volga og sigldi því svo eftir hinni löngu og hættulegu á, út í Kaspíaflóann og

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.