Æskan - 01.09.1925, Page 4
68
Æ S K A N
þvert yflr liann. Á þessum ferðum hafði
hann svo rakað saman of fjár á verzlun
við indverska og tyrkneska kaupmenn,
sem aldrei hafði dreymt um að nokkur
siglingaleið væri til gegnum hið ógur-
lega rússneska landflæmi.
Keisarinn hafði því næst látið kalla
Englendinginn fyrir sig og sýnt honum
mikinn heiður og sæmt hann allskonar
heiðursmerkjum fyrir uppgötvun þess-
arar siglingaleiðar. Loks hafði hann
gefið honum gullfesti og gert hann að
aðalsendiherra Rússlands í Englandi og
falið honum að bjóða einni hinni yndis-
legustu dóttur Englands, lafði Hastings,
frændkonu greifans af Huntington,
drotningarkórónu Rússlands.
Osborn — því þetta var hann —
lagði af stað í þessa för og kom til
Lundúna aftur eftir fjögra ára fjarveru.
En í stað þess að beita áhrifum sínum
til þess að þessar tengdir gætu tekist,
þá sagði hann hinni fögru mey alt af
létta um siði og venjur Moskóanna.
Moskva, höfuðborgin, var samansafn af
hrörlegum timburhjöllum og hinn voldugi
keisari sat í hinni gullnu höll sinni dúð-
aður í bjarndýrafeldum og umkringdur af
siðlausum kósakkaforingjum, sem tæmdu
vínkollurnar, þar til þeir i fullkomnu
ölæði drógu sverð sín úr slíðrum og
réðust hver á annan og gólfið flóði af
blóði þeirra.
Lafði Hastings var vel gefin kona og
vön við siðiog venjur vestur-evrópumenn-
ingarinnar. Hún neitaði þess vegna að
verða drotning hins volduga einvalds-
keisara.
Elísabet Englandsdrotning lét kalla
Osborn á sinn fund og þegar hún komst
að raun um. að hann var litli, hugprúði
drengurinn, sem eitt sinn bjargaði kaup-
mannsdótturinni, þá hét hún honum því,
að hann skyldi fá heitustu ósk sína
uppfylta.
Aðalborgarstjóri Lundúnaborgar var
þá nýlega dáinn og enginn skipaður eftir-
maður hans.
Elísabet sæmdi Osborn aðalstign og
festi tignarmerki á brjóst hans og bauð
honum borgarstjórastöðuna. Borgararnir
tóku þessari tillögu drotningar með
miklum fögnuði, því orðstír hans hafði
borist þeim til eyrna og þeir litu svo á
að sá, sem byði hættum Rússlands
byrginn, hlyti að vera karl í krapinu. En
svo var ekki þar með búið; hin göfug-
lynda drotning hóf svo bónorðið við
föður Betsyar fyrir hönd liins unga yfir-
borgarstjóra, og varð þá hinn drambsami
kaupmaður að beygja sig.
Betsy var sótt í klaustrið og brúð-
kaupið haldið með þvilkri rausn ogprýði
að slíks voru engin dæmi. Um kvöldið
glitruðu þúsundir ljósa í Thempsánni
rétt eins og menn vildu endurkalla
minninguna um hetjudáð drengsins litla
í bylgjum hennar.
Hinn siðlausi Moskóvítakeisari varð
æfareiður, er hann frétti um aðfarir sendi-
manns síns; að hann hefði fremur latt
en hvatt til þess að látið yrði að óskum
hans. En þrátt fyrir grimdareðli sitt,
virti hann dirfskuna mikils og sendi
Osborn æðsta sæmdarmerki Rússlands
og lét fylgja því þessi orð: »Keisari
Rússlands ann hinum hrausta og hug-
prúða«
þetta líkist nú mest æfintýrunum alt
saman, en er þó satt.
Osborn ríkti sem aðalborgarstjóri
Lundúnaborgar árið 1583.
»Dansk Börnet.«
Augnablikið.
Eitt augnablik helgað af himinsins náð
oss hefja til farsældar rná,
svo gjörvöll vor framtíð er geislum stráð
og gæfan ei víkur oss frá.
Stgr. Th.