Æskan - 01.09.1925, Síða 5
Æ S K A N
69
'alenz^í cofiniýri.
er.
SILLUM lesendum Æskunnar
þykir eflaust gaman að æfin-
týrum, hvert sem efni þeirra
Og áreiðanlega er það æfintýri,
að konan, sem þið sjáið hér mynd
af, og fædd er og alin upp í sveit
á íslandi, skuli vera orðin svo víð-
kunn, að þeir, sem helzt unna fögr-
um listum meðal stórþjóðanna, veiti
henni sérstaka athygli og verkum
hennar. En svo er nú þetta samt.
Æfintýrið hefir gerst. Með einu verki
sínu, »Móöurást«, sem þið sjáið hér
einnig mynd af, vann hún sér til
svo góðrar frægðar á mikilli og
merkilegri árlegri myndasýningu,
sem haldin er í París, að hér á
eftir má hún senda hvaða verk sín
á hana, sem henni lízt. En það fá
ekki aðrir en þeir, sem ströng og
gagnrýnin listamannanefnd hefir
dæmt hæfa til þess.
Hugsið ykkur nú, lesendur Æsk-
unnar, hve falleg og merkileg saga,
fallegt og merkilegt æfintýri er fólgið í
þessu. Nína elzt upp í sveit eins og
mörg ykkar, og venst við öll sveita-
störfin, situr hjá ánum og smalar þeim,
passar lömbin á vorin, rekur kýrnar og
sækir þær, þeytist á hestunum, rakar,
snýr heyinu, fer með heylestir, og býr
við öll hin sömu kjör og íslenzk sveita-
börn. Hún lifir sveitalífinu fram til full-
orðinsára. En hún finnur í sér einhverja
útþrá, sem rekur hana burt úr sveit-
inni, á sama hátt og oft fór fyrir kon-
um þeim og körlum, sem þið lesið um
í æfintýrunum. Þau festu ekki yndi
heima og hvörfluðu út í heiminn. Nina
finnur, að hún er til einhvers annars
kjörin en að takast á hendur húsfreyju-
starf í sveit, þó það sé veglegt verk og
vandasamt. Hún fér að læra að móta
myndir, láta hugsanir sínar eða þjóð-
trúna eða einhverja atburði speglast í
leirnum, sem hún hefir handa á milli.
Leið hennar liggur erlendis, til lærdóms
og aukinnar þekkingar. Hún á, fátæk
sveitastúlkan, við óteljandi örðugleika
að striða, svo að þið hafið þá enga
jafnmikla þekt. Hún þarf að neita sér
um alt. Hún þarf að vinna öll ósköp,
læra og lesa, daga og nætur. Og hún
þarf að fara víða; leið hennar liggur
um Sviss og Ítalíu, og hún dvelur lengi
á Sikiley. Hún fer jafnvel til Afríku.
Og alt þetta leggur hún á sig til þess
að þroska gáfu sína, sjá og heyra, auðg-
ast að þekkingu á heiminum og mönn-
unum og lifinu til þess að geta náð