Æskan - 01.05.1926, Blaðsíða 1
XXVÍI. árg.
Ileykjnvík — Mní 1920.
5. blnð.
(Framh.).
Níels var ekki tiltakanlega vinsæll at
stallbræðrum sínum, sízt hinum smærri,
því að hann var oft harðhentur á þeim
og ósvífinn við þá. Þeir stríddu lionum
nú sumir:
»Fékslu ráðningu í gærkveldi? Og
það hjá Bótaldi, ha, ha !«
Peir gátu auðvitað vel vilað honum það.
Níels spýtti frá sér langar leiðir, næsta
ergilegur i skapi, kastaði hnakka og sagði
reigingslega: »Skriðkvikindið það! Ég er
hræddastur um, að ég hafi barið hann
svo, að hann nái sér ekki aftur; hann
kemur víst ekki í skólann fyrst um
sinn«, sagði Níels og hló háðslega.
En ekki dugði honum þetta, hann
hafði engin áhrif að þessu sinni á stall-
hræður sína með digurmælum sínum.
»Hann Níels er ekki eins sterkur og
orð er á gert, hann er þungur og stirð-
ur og hvergi nærri sprækur«.
»Hann ræður ekki við langleggina á
sér«, kvað þá við úr öllum átlum.
Helgu frá Haugi brá illa við, þegar
hún fékk fregnina af bardaganum. »Og
veslings litli drengurinn. Níels mun þó
aldrei hafa barið hann til óbóta?«
»Þey, nei, það hefir hann víst ekki
gert; Níels væri þá ekki svona rogginn«,
svaraði vinslúlka hennar.
Egill kom nú samt í skólann á síð-
ustu stundu, rétt í því er kennarinn
var að blása krökkunum til móts; hann
smeygði sér inn í sætið sitt, hóglátur
og yfirlætislaus að vanda.
Stallbræðrum Egils varð heldur star-
sýnt á hann. »Hann er þá máske ann-
ar en hann sýnist«.
»Þið hefðuð átt að sjá, hve hann
barði hraustlega frá sér í gærkveldi og
hversu honum skein þá móðurinn út
úr augum«, hvlslaði Ólafur frá Ási að
nokkrum drengjum. »Merkilegt, ótrú-
legt!« hvísluðu þeir aftur á móti.
— Það var fáum dögum síðar í mið-
degishvíldartímanum. Egill sat einn