Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1926, Blaðsíða 7

Æskan - 01.05.1926, Blaðsíða 7
Æ S K A N 39 Ræöa flntt & íoreldraiuóti barnast. Æskan — 11. maí 1926. — Fyrir 40 árum voru Reykvíkingar ekki mjög margir, og húsakynni stúkn- anna, sem þá voru, ekki eins góð og þau nú eru. En félagar Reglunnar voru þá, hvað sem annars verður sagt, ótrauð- ir lil fundarsóknar og starfa. Rað bar oft við, að haldnir væru tveir eða fleiri fundir á viku. Þegar stúkan Verðandi nr. 9 heldur aukafund 1. mai 1886, þá var það engin nýlunda, en fundarefnið var nýlt. Rjörn Pálsson Ijósmyndaii, er þá var yfirmaður Reglunnar, útskýrði barnastarfsemi Reglunnar, og lyktaði það með því, að sett var fimm manna nefnd til að athuga málið og var Ólaf- ur Rósenkranz leikfimiskinnari, og síð- ar stórtemplar, formaður hennar. Nefnd þessi skilaði störfum á þann hátt, að hún stofnaði barnastúkuna Æskuna nr. 1 hinn 9. maí sama ár. Það var ekki lítið, sem í var ráðist; það þurfti trú og kærleika til málefnis- ins og um fram alt fórnfýsi til að ráðast í jafnstórt og mikið mál. Þá var enginn féiagsskapur annar til á meðal barnanna hér á landi; og það starf ókunnugt öllum. En það hefir þroskast og dafnað vel; nú eru barnastúkur landsins orðnar margar, þó fleiri mætlu vera, og ein þeirra meira að segja stærri en móðurstúkan, og nú eru það fjölda margir, sem að þessu vinna og skilja þýðingu starfsins. Það vita allir, að heill og heiður þjóð- ar vorrar er fyrst og fremst komið undir þvi, að hin uppvaxandi kynslóð sé vel alin upp, kunni góða siði og skil á hinu góða. En að þessu vinna barna- stúkurnar fyrst og fremst. Þær kenna börnunum að þau eigi ekki að drekka áfengi, ekki neyta tóbaks, ekki blóta og ekki spila fjárhættuspil. Og alt er þetta ekki annað en það, sem rétt er að hver einstaklingur, sem er vel alÍDn upp, geri. Og hvað erum við foreldrar barnanna hvert í sinu lagi að reyna annað en koma börnum vorum til manns, gera þau fær undir lífsbarátt- una? Og mörg móðir mundi vilja fórna sjálfri sér, ef hún með því gæti trygt börnin sín. Þar er fórnfýsin á hæsta stigi. Og þjóðfélagið er sammála um að þakka henni starf hennar. Hún á þakkir skildar; á henni hvlla frarn- farir þjóðarinnar. Heill vor er meir komin undir starfsemi hennar en nokkurs annars. En þá hljóta líka allir að sjá, að þeir, er að barnastúkunum starfa, eiga skilið óskift þakklæti okkar allra, þeir eru að hjálpa heimilunum, með uppeldið, og þeir þurfa að fórna miklum tlma í þágu þessa máls. Það er ekki Iítið starf, sem gæzlumaður í fjölmennri barnastúku þarf að inna af hendi, hann þarf að gera fundina fræð- andi, skemtandi, göfgandi og aðlaðandi, og því betur sem hann getur sameinað þetta alt, þeim mun betur vinnur hann. Fyrirhöfn hans er afarmikil. Þegar við t. d. heyrum, að Aðalbjörn Stefánsson hefir að þessu unnið í ára- tugi, þá hljóta allir að skilja fórnfýsi hans og árvekni. Var þörf á þessari starfsemi? Við vitum, að þegar barnaslúkurnar voru stofnaðar, þá drukku karlmennirnir fast, það leið enginn dagur svo, að þeir væru ekki margir, er gerðu sér skaða og skömm vegna áfengisnautnar, en kvenfólkið var laust við þennan galla að mestu. Þörf var mikil, þó ekki væri tekin nema þessi eina hlið af starf- seminni. Siðan hefir margt breyzt. Bannlög hafa verið sett og afnumin. Kvennfólkið er orðið jafnsett okkur karl- mönnunum og allur fjöldi þess virðist álíta að það eigi að apa eftir okkur bæði hið góða og illa. Nú kemur fyrir að »dömur« bæjarins eru bornar heim af danzleikjum í brekánum, útúr-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.