Æskan - 01.04.1927, Blaðsíða 2
26
Æ S K A N
**$$$$$$$**$«*****$*
❖ *
J Hjarðsveinninn. J
J Þyzk saga. J
********************
(Framtíald).
Faðir Kristjáns samþykti þetta einn-
ig, og þegar greifinn kvaddi, mælti
móðir sveinsins:
„Ég hefi þá trú, að þetta sé ráðstöf-
un Guðs. Hann blessi elsku dreng-
inn minn og yður, herra greifi, sem
ætlið að taka þetta fátæka barn að yð-
ur. Guð gefi að Kristján verði Drotni
sínum trúr og geri aldrei hans heilaga
nafni skömm“.
Kristján l'Iutti síðan til hallarinnar til
þess að njóta kenslu með börnum greif-
ans. Oftsinnis grét hann yfir því, að
sjá föður sinn reka féð á haga og inega
ekki fara með honum. Iiann var eins
og í ókunnum heimi og þráði mjög að
komast burtu úr skrautlegu sölunum
heim í í'átæka hreysið sitt. Það var erf-
iðara að halda jafnvæginu á gljáfægðu
gólfunum en á leirgólfinu í lijarð-
mannshúsinu.
Greifafrúin var honum samt eins og
móðir, því hún gleymdi því aldrei, að
hann hafði bjargað lífi sonar hennar,
og hún skildi hann svo vel, þegar hún
fann hann einan í garðinum á gægjum
eftir hjörðinni. Þá lagði hún stundum
höndina á öxlina á honum og mælti:
„Þig langar víst mikið til að vera
með honum föður þínuin, eða er elcki
svo, barnið gott? En sé það vilji Guðs,
þá munt þú verða hirðir, ekki sauð-
fénaðarins úti í haganuin, heldur Guðs
eigin lamba“.
Oft lá Kristjáni við að gefast upp við
það að læra að haga sér eins og við
átti meðal þessara höfðingja, sem liann
varð að umgangast. Þá sagði greifafrú-
in blíðlega og hughreystandi við hann:
„Vertu þolinmóður, sonur minn.
Kennari þinn er vel ánægður með þig
og þú venst lika öllum háttum hér
bráðlega og þá kemst þú að raun um,
að Guð hefir leitt þig til hins bezta“.
Svo liðu tímar fram og Kristján óx
og þroskaðist. Honum var ekki ein-
göngu létt um að læra allar þær náms-
greinar, sem fjæir hann var lagt, held-
ur tókst honum lílca smám saman að
tileinka sér alla siðu og háttu, sem við
áttu í greifahöllinni. Leið þá ekki á
löngu, að hann yrði eins og heima-
gangur meðal höfðingjanna.
En Jiað leiddi svo til Jiess, að hann
kom sjaldnar og sjaldnar heim til for-
eldra sinna. Honum fanst þar nú bæði
fátæklegt og þröngt og svo átti hann alt
af erfiðara og erfiðara með að tala við
foreldra sina.
Barnatrú hans, sem hann liafði með
sér úr foreldrahúsum, lá nú eins og
vaxtalaus fjársjóður i hjarta hans.
Hann lærði alt, sem honum bar að læra,
nema Jiað að þekkja frelsara sinn. Nafn
Guðs og sonar hans var Htið þekt í
greifahöllinni, og presturinn, sem bjó
hann undir fermingu, sagði honum
ekki annað um Krist og kristindóm-
inn en Jiað, að honum bæri að lifa
vel og siðsamlega eins og siðprúðum
og dugandi manni sæmdi, en hvernig
hann ætti að fara að Jiví, fékk hann
litlar leiðbeiningar um. Frelsandi trú
og náð krossins þekti presturinn ekki,
[iví hann hafði aldrei auðmýkt sig sem
syndari fyrir Guði. Af þessum orsök-
um skildi Kristján nú ekki foreldra
sína, en þau skildu hann og báðu Jiess
innilegar fyrir honum sem hann ljar-
lægðist Jiau meira.
Kristján fór nú til höfuðborgarinn-
ar til náms með elzta syni greifans.
Hann var góðum gáfum gæddur, eins
og áður er sagt, en gáfur hans voru
nærri Jiví orðnar honum til mikils
tjóns, Jiví Jiegar hann komst að raun