Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1927, Blaðsíða 3

Æskan - 01.04.1927, Blaðsíða 3
Æ S K A N 27 um það, að hann var öllum jafnöldr- um sínum fremri að námsgáfum, þá fyltist hann hroka og sjálfsáliti og það varð til þess að menn höfðu frem- ur ímugust á honum og vildu lítið hafa saman við hann að sælda. „Minstu þess um fram alt, að þú ert að búa þig undir að verða þjónn Jesú Krists“, sagði móðir hans, þegar hún' kvaddi hann. „Gættu þess, að þú verðir ekki leiguliði, heldur fetir í trú og auðmýkt í fótspor hans, sem lcom til þess að þjóna öðrum sjálfur, en ekki til þess að láta þjóna sér“. En þá auðmýkt, sem er fús til þess að þjóna öllum, læra menn ekki í skólum, og þess meira sem Kristján lærði, þess meira óx sjálfsálit hans, þar til hann að lokum tók embættis- próf með ágætiseinkunn. Þá mátti lesa á enni hans mjög greinilega: „Hér er ég, Kristján Langeberg, kominn með embættisprófsvottorð mjög lofsamlegt í vasanum“. Rétttrúaður var hann, þegar tillit var tekið til mentunar hans og lærdóms. Kristindómurinn var allur í höfði hans, en í hjarta hans bjó ekki Drott- inn Jesús, heldur Kristján Langeberg einn. . Þannig’ kom hann heim eins og sá, sem orðinn var að manni, en alt öðrum manni en þeim, sem hann átti að vera. Kristján átti að prédika í fyrsta skifti og guðspjall dagsins virtist vera einkar vel fallið fyrir hann, því það var: „Jesús er góður hirðir". En prestefnið sjálft var ekki alls- kostar ánægt með textann, því hann langaði ekkert til að leiða huga sinn eða tilheyrendanna að því, að hann var hjarðmannsson. Þess vegna valdi hann sér annan texta til þess að leggja út af, sem gaf honuin gott tilefni til að sýna samborgurum sín- um lærdóm sinn og mentun i ríkum mæli. Hann hlakkaði til þess með sjálfum sér, hve menn mundu verða forviða yfir þvi, hvað hann stæði framar öllum öðrum ræðumönnum, sem þar höfðu talað áður, og að hann yrði greifafrúnni, fósturmóður sinni, til sóma. Um móður sína hugsaði liann minna. Hann geklc hreykinn og hnakka- kertur fram hjá mannfjöldanum, sem stóð í kirkjugarðinum og talaðist við. í forlcirkjunni hitti hann móður sína. Hún hafði beðið fyrir honum í mörg ár og þó leit rit fyrir að honum þætti óvirðing að því að tala við hana og hann hlustaði á með yfirlætisbrosi, er hún hvíslaði að honuin: „Eg er svo kvíðafull, Kristján minn. Ég hið þig umfram alt að muna eftir því að biðja áður en þú stígur í stól- inn. Ég bíð hérna og hið fyrir þér“. „Komdu hara óhrædd inn í kirlcjuna, móðir niín“, svaraði kandidatinn hátt og snjalt. „Vertu alveg óhrædd, ég skal ekki verða þér til skammar". Síðasta versið af síðasta sálminum fyrir prédikun hljómaði margraddað uin kirkjuna og Kristján steig í stólinn föstum fetum. Hann leit yfir kirkjuna í allar áttir, eins og hann vildi segja: „Sjáið þið mig? Þið hafið varla búist við því, að til þess kæmi nokkurn tíma að ég stæði hérna. Nú getið þið séð, hvað orðið er úr hjarðsveininum og það af sjálfsdáðum“. Hljóðfærið þagnaði og allra augu litu með eftirvæntingu á prédikunar- stólinn. (Framh.) Barnabókin „Fanney" fæst á Seyðisfirði hjá Helgu Símonardóttur á Sólheimum og á Akur- eyri hjá Kristjáni Guðmundssyni bóksala.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.