Æskan - 01.04.1927, Blaðsíða 5
ÆSK AN
29
g Hvernig Alex fann
3 sér mömmu.
o|
£3 (Lauslega þýtl).
ÍSI
1
B
rsi
HLEX litli gat ekki haft augun
af barnahópnum, seni lék sér
í skemtigarðinum. Þau voru
svo dæmalaust óhrein öll saman, en þó
svo frainúrskarandi glöð og ánægð.
Loks gekk hann til eins drengjanna
og spurði í hálflæmingi:
„Heitir þú Hans?“
„Hvers vegna ætti ég svo sem að
heita Hans?“
„Vegna þess að þú ert svo kátur og
glaður. Ég hefi nýlega lesið söguna
af honum „Hans hepna", sem alt af var
svo glaður'*.
„Ég er nú líka alt af glaður“, sagði
litli snáðinn og glápti forviða á þenn-
an litla, prúðbúna dreng, sem spurði
svona skringilega.
„Átt þú nokkra mömmu?" spurði
Alex.
„Auðvitað á ég mömmu, — þú átt
það víst líka“.
„Nei, en ég vissi, að þú mundir eiga
mömmu, fyrst þú ert svona líkur hon-
um Hans hepna“.
Nú sá Alex, að barnfóstran, sem átti
að gæta hans, og vinstúlka hennar,
nálguðust og hann gekk á móti þeim.
Hún hafði það fyrir reglu, að ganga
út með Alex tvisvar á hverjum degi.
Hún leiddi hann þá alt af og þvi varð
hann að ganga við hliðina á henni svo
fjarskalega stiltur og kyrlátur. En í
þetta skifti vildi svo til, að hún hitti
vinstúlku sína og þá hepnaðist Alex að
skjótast frá henni örlitla stund. Nú
tók hún aftur í hönd hans, en svo var
hún niðursokkin i samræðurnar við
vinstúlku sína, að hún hafði ekki veitt
því eftirtekt, að hann skauzt þetta
frá henni.
Nú héldu þau áfram steinþegjandi
hvort við annars hlið, þangað til þau
komu að stórhýsi einu, er stóð við
götuna; þar fóru þau inn.
Jómfrúin talaði aldrei við drenginn,
nema þegar hún þurfti að gefa honum
einhverja fyrirskipun, og hún mælti
svo fyrir við hann, að hann mætti
aldrei tala til sín, nema þegar hún
spyrði hann einhvers eða yrti á hann,
og var það þó margt, sem Alex litli, —
jafn einmana og hann var, — langaði
til að spyrja um og vita.
Jómfrúin sá um að drengurinn fengi
teið sitt og að því búnu laumaðist hann
gætilega niður riðið, í þeirri von að
hitta Amalíu. Amalía var önnur stofu-
þernan í húsinu, eina unga veran i
hinu stóra húsi, sem einhverja samúð
sýndi Alex litla og gerði sér far um
að skilja hann. Hún sá sér stöku sinn-
um færi á að skjótast frá verkum
sínum til þess að tala við eða leika
við litla drenginn, sem var svo ein-
mana, en þau urðu að gæta sín vel að
hafa ekki hátt um sig í húsinu, þvi
ráðsmaðurinn var gamall ólundarsegg-
ur; og ef jómfrúin heyrði til þeirra,
þá mundi hún óðara fara með Alex
aftur inn í hið hvumleiða barnaher-
bergi.
Alex var nú venju fremur hnugg-
inn þennan dag, ef til vill vegna þess,
að hann sá hversu glöð og kát börnin
i garðinum gátu verið, svona óþrifaleg
eins og þau voru. Hann trúði Amalíu
fyrir öllum hugsunum sínum og hún
komst svo við af frásögn hans, að
hún gat ekki tára bundist.
„Vesalings litli móðurleysinginn! “
sagði hún, en svo gætti hún þess, að
leiða talið að öðru, og smám saman
tókst henni að lífga drenginn upp og
koma honum í gott skap aftur.
Það væri ranglátt að segja annað en