Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1927, Blaðsíða 7

Æskan - 01.11.1927, Blaðsíða 7
Æ S K A N 87 Seppi var eðlilega lúinn eftir ferð- ina; lagðist hann þvi í göngin og sleikti sig. Þórður fór nú inn í svefn- herbergið, þar sem maturinn var handa honum fram reiddur, og lallaði Kolur á eftir. Þórður fékk sér sæti við borðið og tók til matar síns, en á meðan sagði hann konu sinni af ferðalaginu. Hvern- ig Guð hefði látið Kol leiða sig gegn- um hættuna. Síðan tók hann hundinn sér í fang, hélt honum fast að brjósti sér og sagði með tárin í augunum: „Vesalings Kol- ur, ef þú hefðir ekki verið með mér og hjálpað mér, er ég hræddur urn að ég hefði beðið ósigur við Éljagrím". Eftir þetta þótti hjónunum svo vænt um Kol, að þau gáfu honum mjólk á hverjum degi; og hélzt þessi vinátta þeirra í milli á meðan þau lifðu. Dýrt merki. Tveir ungir menn sátu 1 sama spor- vagni í Lundúnaborg. Annar þeirra bar bindindismerki í horninu á jakkanum sínum. „Hvað fáið þér mikið fyrir að bera þetta merki þarna?“ spurði hinn háðs- lega. „Það get ég ekki sagt yður nákvæm- lega“, svaraði hinn fyrnefndi, „en það kostar mig hér um bil 360 þúsund kr. á ári“. Ungi maðurinn, sem bar merkið í horninu og svaraði þessu, hét Friðrik Carington og var sonur auðugs vín- og ölgerðarmanns. Faðir hans ætlaðist til að hann tæki við atvinnurekstrinum af sér, en þegar ungi maðurinn sann- færðist um hinar illu afleiðingar öl- og vinframleiðslunnar, neitaði hann að halda slíkum atvinnurekstri áfram, þrátt fyrir það þó hann tapaði við það 360 þús. króna tekjum á ári. Finst ykkur það ekki laglega af sér vikið? Kurteisi Hollendingurinn. Englendingur nokkur kom eitt sinn að vetrarlagi inn í hollenzkt veitinga- hús. Honum var kalt og settist hjá arninum til þess að hita sér. Rétt hjá honum sat annar gestur, sem var Hollendingur. Hann tók eft- ir því, að glóandi kolamoli féll út úr arninum ofan á yfirhöfn Englendings- ins, án þess að hann yrði þess var, og brendi undir eins gat á hana. Þá segir Hollendingurinn: „Hvert er nafn yðar, herra minn?“ „Það má yður á sama standa“, svar- aði hinn stuttur í spuna. Hollendingurinn þagnaði þá, en kola- molinn hélt áfram að brenna í kring- um sig og var í þann veginn að kveikja i yfirhöfninni. Hollendingurinn réri fram og aftur á stólnum í hinni mestu angist, en áleit það vera ókurteisi af sér að tala til Englendingsins, þar sem hann hafði ekki verið kyntur honum og vissi ekki einu sinni nafn hans. En þegar hann sá þéttan reykjarmökk stíga upp úr yfirhöfninni, þá spurði hann loks aftur með byrstri rödd: „Hvert er nafn yðar, herra minn?“ Englendingurinn leit á hann og sá, hve hann var æstur á svipinn, og svar- áði þá einstaldega rólega: „Nafn mitt er James“. Þá stóð Hollendingurinn upp, hneigði sig injög lcurteislega fyrir Englend- ingnum og sagði: „Það er kviknað í yfirhöfn yðar, herra James!“

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.