Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1927, Blaðsíða 8

Æskan - 01.11.1927, Blaðsíða 8
Of margir, Fyrir 13—14 árum var krónprins- inn i Portúgal á ferðalagi á Spáni og kom einu sinni seint um nótt í lítinn bæ. Hann barði að dyrum á eina veit- ingahúsinu, sem var í bænum og var þá spurt í byrstum róm inni fyrir: „Hver er þar?“ „Don Garlos Fernando Luis Maria Victor Miguel Raphael Gabríel Gonsago Xavier Francisco d’Assis Jose Simao da Branganso“, svaraði prinsinn. Þetta voru nöfn hans. „Þið komist ekki allir inn“, var svar- að. „Við höfum ekki rúm fyrir svona marga menn hér!“ (iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimrTiTiiiiiTiiTjl SMÆLKI. tniiiiuimiuiiiniimiiiimmimi tlIIIIIIITIIITIITTIlITITIIITTTITIIIIITTTl Ella litla (við bakarann): „Mamma bað mig að skila kveðju ti 1 yðar og biðja yður um að láta okkur fá ný brauð í staðinn fyrir ]>au, sem við fengum í gær; ]>au voru svo gömul að þau voru orðin óæt“. Iiakarinn (reiður): „Skilaðu til mömmu þinnar, að ég hafi nú fengist, við að baka brauð áður en hún fæddist“. Ella lilla: „Jæja, l>rauðin, sein við fengum i gær, 'liafa ]>á víst verið síðan 1“ Sueinn: ,‘,Hlauptu nú fyrir mig eftir læltn- inum, Pétur, og flýttu ]>ér eins og 1>Ú getur. Ég hefi drukkið úr blekflöskunni í ógáti“. Pétur: „Vertu rólegur fyrir því, Sveinn. Það tekur varla að fara að sækja lækni fyr- ir slíka smámuni. Þú þarft ekki annað en gleypa nokkra bita af þerripappír og þá hlýtur alt að lagast af sjálfu sér“. Prófessorinn: „Hafið þér nokkursstaðar séð battinn minn?“ Nemandinn: „Já, þér eruð með liann á höfðinu". Prófessorinn: „Ó, ég þakka yður fyrir. Nú hefði ég farið út berhöfðaður, ef þér liefðuð ekki vísað mér á hattinn". „Iiauði riddarinn“ er nú loks tilbúinn og sendur öllum skuldlausum kaupendum Æsk- unnar eins og lofað var. Vonandi kemst hann í hendur viðtakenda með skilum, þó mikið vanti á að póstafgreiðslan í landinu sé í góðu lagi. Prentun og hefting bókarinnar tók nokkuð lengri tima en gert var ráð fyrir og kemur hún því seinna til ykkar en ætlað var, en þið fyrirgefið það alt saman, þegar þið sjáið, livað hún er stór, góð og skemtileg. Verðlaunin eru nú einnig send öllum út- sölumönnum, sem búnir voru að borga yfir- standandi árgang fyrir 1. júlí, eins og heitið var í desemberblaðinu í fyrra. Jólabóldn 1927 verður að forfallalausu til- búin og send skuldlausum kaupenduin ineð póstum 1. desember. Skuldugir kaupendur fú hana ekki fyr en þeir eru búnir að borga. Skyldi nokkrum þykja tilvinnandi að tapa bæði jólabókinni og Rauða riddaranum fyrir vanskil? Jólabókin verður minni núna en undanfar- ið, vegna þess livað kaupbætisbókin var stór og útgáfa hennar dýr, en efni og myndir og aniiar frágangur verður ekki siður vand- að en áður. Desemberblaðið verður einnig prentað og sent með desemberpóstum ásamt jólabókinni. Það verður siðasta blaðið af Æskunni frá liendi núverandi útgefanda hennar, eins og þið vilið. „Halli liraukur", Gamanmyndirnar, sem ver- ið liafa í Æskunni undanfarið, hafa nú verið gefnar út með skýringunum í sérstakri bók í stífri kápu, prcntaðri i tveim litum. Það er skemtileg og henlug lesbók handa börn- um, sem eru búin að lesa stafrófskverið til þrautar. Barna- og unglingabœkur þær, sem auglýst- ar eru á kápunni á „Rauða riddaranum",. ættu kaupendur Æsltunnar að kosta kapps um að eigo. og lesa. Þær eru góðar og ódýrari en aðrar bækur af líku tagi. Barnabókin „Fanney“ fæst í HafnarfirÖi hjá Þorvaldi Bjarnasyni, á Akranesi hjá Petreu Sveins- dótfur og í Bolungavík hjá Arngrími Fr. Bjarnasyni. Útgefandi: Sigurjón Jónsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.