Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1928, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1928, Blaðsíða 6
22 Æ S K A N Linuiii og sneru aflur lil þess aí5 leita barnsins síns. Tröllkonan heyrði hófa- dyninn, en hún þreyttist ekki að dást að inenska barninu. Hún sat við lilið þess, þangað til hjónin voru alveg á næstu grösum. Þá var scm hún vaknaði af draumi. Hún tók menska barnið, stakk því niður i pokann sinn, slöngdi honum á bak sjer og skundaði til skóg- ar. En stóri, ljóli skessustrákurinn lá eftir við veginn. Skessan var varla komin í hvarf, þegar hjónin komu. Þetta voru mestu myndarhjón, efnuð og velmetin. Þau áttu reisulegan liæ og stóra jörð í frjósama dalnum undir hlíðinni. Þau höfðu búið í mörg ár, en áttu aðeins þetta eina barn, svo að síst var að kynja, þótt þau leituðu þess harm- þrungin. Húsfreyjan var nokkrar liest- lengdir á undan bóndanum, og kom hún fyr auga á barnið, sem lá við veg- inn. Það orgaði af öllum mætti og vildi fá móður sína aftur. Og konan hefði átt að geta heyrt það á þessum hræði- legu óhljóðum, að eitthvað var bogið við þetta, og hana hefði mátt gruna, hverskonar barn þetta var. En hún hafði verið svo undur og skelfing hrædd um barnið sitt. Hún hafði búist við því, að finna það liðið lík, svo að hún liugsaði aðeins: „Góðum guði sje lof, að drengurinn minn er á lífi“. „Hjer liggur barnið!“ hrópaði hún og steig um lcið af baki, og flýtti sjer sem mest hún mátti lil skessustráksins. Frh. SL Sveinn hafði lofað föður sínum að vera stiltur og góður, en gleymt ]>ví, eins og oft vill verðu. Faöirinn: Hverju liótaði jeg þjer, ef 1>Ú svíkir loforð ]>itl? Sneinn: Flcngingu! Kn úr |>ví að jeg efndi ekki mitt loforð, |>arfl |>ú licldur ekki að efna orð |d». Höndin hreina. (Austurlensk saga, lauslega þýdd). Einu sinni var ungur maður, Asím að nafni, færður l'ram fyrir Harun al Rashid, kalifa í Bagdad. Hann hafði stolið brauði. Nú kraup hann á knje fyrir framan hásætið og horfði biðjandi augum í hina ströngu ásjónu kalifans. „Þú helir smánað boð kóraiisins1) og lítilsvirt lög min. Hvað kom þjer lil slíkra verka?“ „Mikli og voldugi herra“, sagði ungi maðttrinn. ,,.Ieg á gamlan og sjúkan föður. Jeg verð að hjúkra honum og get því ekki unnið. Hungrið neyddi mig til þess að stela brauðinu“. Kalífinn horfði hörkulega á unga manninn. „Algóður guð, sem veit hvað í mannshjörtunum býr, mun ef til vill fyrirgefa þjer þessa yfirsjón. Jeg, sem er þinn jarðneski dómari, verð að full- nægja fyrirmælum laganna, og láta þig taka út hegningu“. Kalífinn gaf einum þjóni sínum merki. Sá bar sverð dómarans. Þegar Asim sá það, hvíslaði hann að kalíf- anutn: „Jeg bý yfir lcyndarmáli, leyf mjer að ljetta því af hjarta mínu áður en jeg dey. Fyrir tveiin nóttum sat jeg, sem oftar, við sóttarsæng föður míns. Svefninn sigraði mig. Jeg liafði vakað svo lengi. En er jeg var sofnaður, birt- ist mjer Salómon hinn vitri. Hunn kendi mjer merkilega töfraþulu. Ef hún er Iesin yfir gullpeningi, og hann siðan lagður á jörðina, vex upp af honum gulltrje með gullávöxtum. í eigin liag má enginn nota þessa töfra“. „Komdu út í garðinn“, mælti kalíf- inn. „Þar reynum við töfra þína. Gull- ið unin jeg nota í þarfir ríkisins". 1) 'l'rúarbók Múhaineðslrúarmanna.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.