Íslensk endurreisn - 17.06.1933, Síða 2

Íslensk endurreisn  - 17.06.1933, Síða 2
ÍSLENSK ENDURREISN skammur. En það er jafn víst og dagur fylgir nóttu, að þess verður skamt að bíða, að til orustu dragi miili hinna þjóð- ræknu umbótamanna annars vegar og afturhalds- og niðurrifsmanna hins veg- ar. Undir þessa orustu verða Þjóðemis- sinnar að búast og þeir munu nota tím- ann vel til næstu kosninga. x. BIÉinp Bolsanna II Tölur sem tala. í 3. tbl. þessa blaðs var skýrt í'rá liinni öflugu útbreiðslustarfsemi, er Sovjetstjórnin rekur um allan heim, til þess að sannfæra menn um ágæti kommúnistiskra kenninga og framkvæmda. Með einu einasta vigorði: fimm-ára-áætluu, hefði þeim tekist að dáleiða liálfan heiminn og villa honum sýn. Það var sýnt fram á, að það gilti einu, hversu mikla elju Sovjet-valdhafarn- ir legðu í að framkvæma fimm-ára-áætlunina, þeim mundi aldrei takast það, af þeirri ein- földu ástæðu, að skilyrðin lil }>ess væru alls ekki til. Það væri því alls ekki hægt, að brevta Rúss- landi úr landbúnaðarlandi í iðnaðarland, ekki lieldur, þótt Sovjetvaldliafarnir ætluðu sjer 100 ár til þess, og ekki að eins 5. Fimm-ára-áætlunin væri því ekki annað en pólitísk sjónhveríing, pólitísk blekking. Að þessu sinni birtum. vjer frásögn þýsks verkfræðings, Petermann að nafni, sem árum saman stundaði verkfræðistörf í Sovjetrúss- landi. Hefir hann skrifað bók um veru sína þar : Das bolschewistische Russland, Múnchen 1931. Frásögn hans bregður björtu ljósi yfir ástand- ið í Sovjetrússlandi, sem „Moskovitarnir“ ís- lensku reyna að telja mönnum trú um, að sje sannkallað sælunnar land. Petermann farast m. a. þannig orð: „Sovjetrússar leggja mikið kapp á, að villa heimmum sýn með glæsilegum talnaskýrslum. En hvernig er umhorfs í Sovjetrússlandi i raun og veru. Við skulum athuga nokkur dæmi. Jeg ætla fyrst að Iienda á jámverksmiðjurnar í Werchnij-Salda í Norður-Úral, einliverjar stærstu járnverksmiðjur heimsins. Ameríku- menn voru fengnir til þess að gera áætlanir og uppdrætti að byggingunum og læir áttu að hafá skilað þeim fyrir 1. júlí 1930. I desembermánuði 1930 voru uppdrættirnir enji ókomnir. „Þarna sjáið þjer, hve valt er að treysta Amerikumönn- um, það er víðar slóðaskapur en í Rússlandi.“ Á þessa leið voru svörin, sem jeg fjekk, þegar jeg reyndi að komast eftir, Iivernig stæði á drættinum. En Rússarnir vöruðust að skýra mjer frá, að samningurinn við Ameríkumenn hefði verið bundinn því skilyrði að' 25% af kostnaðinum yrðu borguð fyrirfram og enn- fremur, að 50% álti að borga á meðan upp- drættimir yrðu gerðir og þau 25%, sem eftir voru, skyldu greiðast við afhendingu áætlan- anna og uppdráttanna. Það var ekki fyr en í desembermán., að jeg frjetti málavextina eins og þeir voru. « Við jámnámurnar í Lysswa í Ural voru bygð mörg stórhýsi. En vjelarnar, sem nota átti í verksmiðjurnar, komu aldrei fram í dagsljósið. Sumar byggingarnar varð að rifa niður, þareð þær voru svo illa bygðar og reyndust ónothæf- ar. Líkt var ástatt í námunni i Magnetostroi í Ural og í liinni miklu efnagerð í Bobriky, sem átti að standa Leuna-verksmiðjunum langtum framar. Erlendir verkfræðingar höfðu alvarlega ráðið frá, að láta byggja þessar verksmiðjur, þareð skilyrðin til þess væru mjög óliagkvæm. En Kommúnistar skeyta ekki um staðreyndir. Verksmiðjurnar í Bobriky voru bygðar. Verk- fræðingarnir höfðu spáð því, að vatnavirkjan- imar, sem áttu að kosta fleiri miljónir, mundu reynast allsendis ónógar og ekki geta tekið á móti vatninu, sem lileypa átti í stífluna; stífl- an mundi springa þegar við fyrstu fyllingu. Sú spá átti sjer ekki langan aldur. Vorið 1930, í fvrsta skifti, er stíflan skyldi reynd, sprakk hún og enda þótt litið vatn væri í lienni. Leyni- lögreglan rússneska (G.P.U.) tók nokkra verk- fræðinga fasta og brennimerkti þá sem „skað- ræðismenn“. Margai- nefndir voru sendar til Bobriky, en þar varð engu um breytt. Það er hægt, að benda á háar tölur í sam- bandi við Sovjetrússland, en þær eru lítið glæsi- legar og það er lítil ástæða til þess að gorta af þeim. I janúarmánuði 1931 skulduðu Rússar amer- iska verslunarfyrirtækinu MacDonald i\TÍr nóv- ember og desember-mánuðina 1930 180.000 doll- ara. Eftirstöðvarnar frá ágústmánuði 1930 námu 400.000 dollurum, Þegar bjer var kom- ið hjeldu amerísku verslunarfyrirtækin i Mosk- va fund með sjer og kom þá i ljós, að skuldir Rússa við fjögur amerisk verslunarfyrirtæki fyrir tvo siðustu mánuðina námu 800.000 doll- urum. Nú rak hver rekistefnan aðra. Ameríku- j mennimir báru Rússum samningsbrot á brýn, j og þareð Rússar gátu ekki fullnægt samnings- j skilmálunum vegna fjárkreppu sinnar, sögðu nokkur amerísku versl u na rf vri r tæki n upp samningum við þá þegar i stað. Á þýsku sendiherrastöðinni í Moskva var mjer skýrt frá, að Rússar skulduðu einnig þýsk- um verslunarfyrirtækjum tugi miljóna marka. Um 140 þýsk verslunarfyrirtæki mundu eiga inni lijá l>ehn.“ Þannig er ástandið í Sovjetrússlandi. Víðs- vegar um landið má sjá byggingarúslir og hálf- bygðar verksmiðjur, sem kostað hafa fleiri mil- jónir. Rússneski iðnaðurinn getur ekki fullnægt ströngustu kröfum um vörugæði. Rússneskar byggingar hafa svo hundraðum skiftir reynst svo illa, að orðið Iiefir að rífa þær niður. Og hvað líður öðrum atvinnuvegum lands- ins? Landbúnaðurinn hefir verið lagður í eyði. 62% af öllum kvikfjenaði í Rússlandi hefir ver- ið slátrað. 87% allra dráttarvjela voru í byrj- un ársins 1931 ónothæf. Þjóðin sveltur. Verka- menn verða að klæðast tötrum og trjeskóm. Oft og tíðum detta þeir örmagna af þreytu nið- ur af byggingarpöllunum. Hvílíkt „sælunnar“ land, Sovjetrússland! — Skyldi nokkurn furða á því lengur, að „Moskó- vítarnir“ íslensku eiga ekki aðra ósk heitari, en þá, að vjer íslendingar mættum verða sömu „blessunar“ aðnjótandi og rússneska þjóðin síð- ustu 15 árin. NIVEA-CREME Verndar best gegn sólbruna og úti- lofti. — Munið að taka Nivea-Krem með í sumarleyfið. f Fæst í snyrtibúðum. Sambandsfjelög. Samþyktir víxlar ................ 1,080,218,37 Innlánsdeild ...................... 941,018,81 Bankar og sjóðir................. 1,321,401,34 lnneignir fjelagsmanna ............ 805,358,73 Áðrir viðskiftamenn .......... 1,022,534,50 Ógreiddur kostnáður ............. 24,730,00 Útgefnar ávisanir .................. 32,098,86 Ivr....... 5,227,360,61 Samanlagt: Sís og sambandsfjel. 12,027,705,99 Það skal tekið fram til skýrngar, að mjög erfitt og enda ómögulegt er að samræma reikn- ingana vegna þess, að reikning sambandsf jelag- anna fyrir sama ár og reikningur Sís nær yfir vantar; en hvort hann hefir ekki verið birtur vegna þess — eins og tekið var fram i ræðu Sig. Kristinssonar — að afkoma sambandsfje- laganna hafi verið enn lakari árið 1931 en árið 1930, skal látið ósagt, en líklega þætti slík reikn- ingsfærsla alleinkennileg hjá öðrum. Að þessu athuguðu má ganga út frá, að ofangreindai* tölur liækki stórum, ef fyrir lægju tölur ársins 1931 að því er sambandsjelögin snertir. Hvergi sjást eða koma i ljós víxilábyrgðir fjelaganna, ]>. e. a. s. viðskiftamannavíxlar, sem fjelögin kunna að hafa selt bönkum og' spari- sjóðum. Ureikningi Sís fyrir árið 1930 telur Samband- ið skuld sambandsfjelaganna viðsigð,399,116,71 og telur Sís samkv. efnahagsreikningi sínum hæfilegt að skrifa af þessari fúlgu, fvrir vænt- anlegum töpum, kr. 115,000,00 eða liðlega 2%. gj- S. I. s. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem felast í reikningum S. í. S. og kaupfjelaganna, sem birtust í Tímanum i fyrrasumar (1932) (reikn- ingur Sambandsins sjálfs var frá 1931, en reikningur annara sambandsfjelaga frá 1930), leit efnahagur þessara félaga þannig út: Ivr. Bankaskuldir Sambandsins sjálfs 6,110.760.95 Ýmsir lánardrottnar ................ 361.025.26 Skuldir vegna Gefjuiiiar............ 213,831,36 Ógreidd farmgjöld (Eimskip?) og ábyrgðargjöld ................. 63,999,81 Innstæða innlánsdeildar ............. 50,728,00 Kr........ 6,800,345,38 Díni! í Beliaisnáljni. Hrakfarir Hriflurjettvísinnar. Eins og marga mun reka minni til, tók varð- skipið „Ægir“, þ. 17. mars 1930, togarann Bel- gaum fastan og kærði hann fyrir landhelgis- hrot. Hermann Jónasson lögreglustjóri dæmdi skipstjórann á Belgaum í undirrjetti fyrir full- koinið landhelgisbrot. Skipstjórinn áfrýjaði dómnum til Hæstarjetlar. Hefir liann nýlega kveðið upp dóm i málinu. Var skipstjórinn al- gerlega sýknaður og skal allur málskostnaður greiðast af almannafje. Belgaumsmálið hefir kostað ríkissjóðinn tugi þúsunda króna. Ætlar Hriflurjettvísin að verða þjóðinni ærið dýr.

x

Íslensk endurreisn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.