Íslensk endurreisn - 17.06.1933, Blaðsíða 4

Íslensk endurreisn  - 17.06.1933, Blaðsíða 4
fSLENSK ENDURREISN Við getum ekki kept við Argentínu- og Astralíu- bændur með frosið dilkakjöt, þar sem þeir hafa eng- an fóðurkostnað á fjenu, en hjer þurfa bændur að gefa ám sínum að vetrinum, alt að 600 pundum heys hverri. Hitt virðist að frekar gæti komið til mála, að selja til Bretlands kælt kjöt, eða jafnvel lifandi fje. Jeg vona að öllum innlendum kaupendiun kjöts- ins láti sjer skiljast það, að ekkert rjettlæti felst í því, að miða verðlagið á dilkakjötinu við erlendan, verðlausan markað. Enda er t. d. pækiLsaltað kjöt, sem sek er út, óætur matur, hjá þvi sem kjötið er á innlendum markaði nýtt, froSið eða vel spaðsaltað. Jeg vona ennfremur að öllum innlendum kaupendum þessarar vöru finnist ekki ósanngjarnt, að kaupa hana því verði, áem hún kostar í framleiðslu, en þeir eiga að sjálfsögðu íulla kröfu á því, að bændur fram- leiði kjötið á sem ódýrastan hátt. Þegar hjerlendir kaupendur hafa minst á það við mig, að ósanngjarnt væri að selja kjötið hærra verði innanlands en það gengi á erlendum markaði, hefi jeg spurt þá að þvi, hvort þeim fyndist það ósanngjarnt, að kaupa kjötið af bændunum, íyrir það verð, sem það kostaði þá í fratnleiðslu, og hafa þeir talið, að það væri ekki ó- sanngjarnt, ef alls hófs væri gætt við framleiðslu- kostnaðinn. Enda er þetta sú eina leið, sem hægt er að fara til þess að bjarga bændum frá hruni og land- inu í heild. Raunar þarf ekki að ræða um þetta í sam- bandi við björgun eða náð og miskunn einhverra, því að bændur eiga fullan rjett á þvi, að hljóta hæfileg- an ávöxt iðjn sinnar, eins og hver annar þegn þjóð- arinnar, sem stundar nauðsynlegt starf á heiðarleg- an hátt. Það er ekki hægt fyrir bændur, að framleiða og selja kjötið fyrir þetta lága verð; það er heldur ekki hægt fyrir innlenda kaupendur að flytja til út- landa, þar sem islenskt dilkakjöt er selt á verðlaus- um markaði, og ætla sjer að vinna þar fyrir sultar- laun, til þess að geta fengið íslenska kjötið ódýrara en hjer heima. 1 vetur, þegar rætt var um norsku samningana, Ijetu stórútvegshændur sjer þau drengilegu orð um munn fara, að nær væri að kaupa og borða hjer heima það kjöt, er von væri um að koma út í Noregi, heldur en að gefa nokkuð eftir af rjettindum lands- ins eða aðstöðu landsmanna til að stunda síldarút- veginn. Enda þótt fargað væri hjer á hausti hverju um 500 þúsund fjár, þá er það ekki meira en það sem fandsmenn gætu borðað sjálfir að mestu eða öllu leyti, þrátt fyrir það gripakjöt sem framleitt er í landinu. Astandið er nú svo í landinu hjá bændum, sem aðallega stunda sauðfjárrækt, að þá.vantar ekki annað tilfinnanlegar til fæðis, heldur en kjöt. Vegna 'hins lága verðs á afurðunum, neyðast þeir til þess að vera nær kjötlausir heima fyrir. / III. Það, sem bændur þurfa að gera til þess að bjarga sjer frá þvx að flosna upp vegna verðleysis á kjöt- inu verður helst þetta: 1. Borða sjálfir um 100 þúsund kindakroppa af því kjöti, senx þeir nú hjóða til sölu. 2. Eyða rýrðinni úr sauðfjenu og þvá sem þeir þurfa, til að geta fullfóðrað fjeð og verið birg- ir með fóður í öllum vetrum. 3. Fjölga kúnum þar til fullnægt er landinu með mjólkurafurðum og fækka þá fjenu að því skapi, þar sem ekki er til nýrækt til þess að taka við fjölgun nautgripa. 4. Fjölga alifuglum, auka garðyrkju og lifa sem rnest á heimafengnum matarföngum, og sjer- staklega að minka kaup á kaffi, sykri og hveiti og annari óþarfa vöru. 5. Fjölga kúnum svo að þeir hafi nóga mjólk til heimilisnota (en á það vantar mikið). 6. Flytja inn og rækta Karakúlfje, til skinnafram- leiðslu. 7. Lifa sem mest á ræktuðu landi. 8. Reisa öflugan fjelagsskap um sölu allra bús- afurða. Um þessi atriði skal svo farið fáeinum orðum: 1. Það er vandalaust fyrir fólkið í sveitinni að bæta við sig tíl heimanotkunar 100 þús. kindakropp- umj, það eru ekki nema rúmir 2 kroppar á mann. Nú munu vera mörg þau heimili til í sveitunum, þar sem fargað er einni kind heima eða engri, alt þarf að láta upp í lögmæt gjöld, sjer í lagi þegar verðið er svona lágt. í öllum hjeruðum landsins, þar sem ekki er stóðeign og fólk hefir hross til átu, er þetta mjög bagalegt og kostar meiri kaup af erlendum matar- föngum heldur en æskilegt er. 2. Bændur eiga yfirleitt í sauðf járhjörðum sínum meira og minna af ám, sem skila litlum ar'ði, og þeim hættir enn um of til þess að leggja rneira upp úr höfðatölu íjárins heldur en vænleik þess, þar sem þao er margsannað, að ein ær afurðasöm og vel fóðr- uð getur gefið meiri arð, en tvær rýrar og linfó'ðrað- ar. Þess ber líka að gæta, að með því að hugsa svo nxjög um höfðatöluna, eru bændur í meiri hættu fyr- ir fóðurskorti, ef harðæri bæri að höndum. En kæm- ist bændur í fó'ðurþrot, eins og öllu verðlagi er nú komið, mundu þeir ekki standast lengur mátið, og þó að kjöti'ð hækki í verði, er fóðurskortur það eitt, sem aldrei má koma fyrir hjá bændum. Sem sagt til að losna við rýrðina úr fjenu og tryggja betrt ásetn- ing, þarf fjenu a'ð fækka eða í'æktun að aukast fyrir jafnmargan fjenað. Bændur vilja nú og stritast við að hafa sem flest fje, sökum verðleysis þess. 3. Það er sýnt, að kúnum má talsvert fjölga enn svo að fullnægt verði þörfum landsmanna með mjólk- urafurðir. Þar senx skilyrði eru best til mjólkurfram- lei'ðslti og stór mjólkurbú eru komin á laggirnar hlýtur sauðfjenu að fækka nú enn, meira en orði'ð er, enda eru skilyrðin þar ekki góð til sauðf járrækt- ar, eins og t. d. á Suðurlandsundirlendinu, í Eyja- firði og ví'ðar. 4. Enn flytjum við inn kartöflur og egg fyrir stórfje. Þessar afurðir getunx við franxleitt sjálfir, sparað nxeð því peninga út úr landinu. 5. Alhnargir bændur hafa of fáar kýr til þess að hafa nógan mjólkurmat til heimilanna, og verða af þeirri ástæðu að kaupa ineira af erlendunx mat. Ekki svo fá heinxili eru með eina kú, sem í flestum tilfell- um er of litið og kostar t. d. kaup á smjörlíki. Er vafalaust nauðsynlegt fyrir marga bændur að fjölga kúm, sem yrði þá á köstnað sauðfjárins, á meðan ekki bætist vi'ð rækta'ð land að tiltölu. 6. Um ræktun Karakúlfjár er raúnar ekki margt hægt að segja á þessu stigi nxálsins, þar sem enn hef- ir ekki verið gerð tilraún með það. En talsverðar líkur eru sanxt til þess, að allverðmæt skinn mundu fást af fyrstaliðskynblendingum. Gætu jafnvel tvær sveitir e'ða fleiri notað 1 hrút til að byrja með, fyrir 200—300 ær, til dænxis gamlar ær, er svo yr'ðu hafðar til heimaförgunar næsta haust. Ærnar gætu verið a'ð bera frá því með apríl og franx að þeim tíma að f je yrði slept á f ja.ll, þar sem lömbun- unx yrði fargað nýbornum. Á þennan hátt gæti strax dregi'ð talsvert úr kjötfranxleiðslunni. Hugsanlegt er einnig, að hjer yrði konxið upp talsver'ðunx fjölda af karakúlfje til skinnaframleiðslu. Mundi það senni- lega engin áhrif hafa á verð skinnanna á heimsmark- aðinum, þótt við seldum út ýý miljón skinna. 7. Það er eitt af frenxstu.taknxörkum bænda, að þeir afli heyja sinna aðallega á ræktuðu landi. En það hlýtur að taka sinn tíma, eins og alstaðar, þar senx landbúnaður er rekinn á ræktuðu landi. Það er leið til þess að geta framleitt ódýrari vöru, en ræktun þessi getur ekki náð tilgangi sínunx, ef til lxennar á að nota aðallega skulda- og styrktarfje, heldur þurfa búin að gefa þann arð, að hægt sje, snxátt og smátt, að færa út ræktaða landið og ná takmarkinu á þann hátt. 8. Bændur þurfa að hafa sölufjelög fyrir hverja vörugrein sem þeir framleiða til sölu, og þau íjelög þurfa að hafa með sjer samband. Þessi fjelög eiga að vera leiðandi krafturinn til þess að halda fram- leiðslunni á rjettri braut og gefa bændum ýtarlegar leiðbeiningar um hverjar vörur og hvernig framleidd- ar markaðurinn helst stendur opinn fyrir. Og þessi fjelög verða að halda uppi vörn fyrir Ixændur á hverjum tíma, þaixnig: Að verði þeirrar vöru, senx þeir hafa til sölu, verði haldið í sem sanngjörnustu verði, bæði fvrir seljeixdur og kaupendur, svo að þeir þurfi ekki að lenda í öngþveiti eins og því sem nú ríkir. Þau fjelög sem bændur nú fela söluna ver'ða að breytast í fullkomnara horf. Þau hafa undanfarin ár horft á það furðu róleg, að kaup hefir hækkað,. opinber gjöld hafa lxækkað, laun hafa hækkað, fje til. ríkisbúskaparins hefir hækkað, en gjaldmiðill bænd- amxa, vörur þær er þeir selja, hefir altaf fari'ð lækk- andi. Nú er svo komiÖ, a'ð bændur geta ekki haldið við þeirra nýrækt, senx gerð hefir verið á síðustu: árunx, ekki gert við hús sín, ekki borgað skuldir sín- ar, ekki klætt sig, ekki lifað við nema mjög fábreytt fæði, og ekki liaft tíma eða hvíld frá þrældóini tit þess að hugsa og starfa fyrir sín sameigiixlegu mál- efni. Og nú síðast sest svo aðalmaður S. í. S. á rök- stóla til þess að semja tillögur um það, hvernig ríkið eigi að styrkja þessa ómögulegu menn, í staðinn fyr- ir að semja tillögur um það, hveniig bændur eigi að ná sínuin sjálfsagða rjetti, sem er fyrst og írenxst sá, að þeir fái framleiðslukostnaðarver'ð fyrir vöru sína á innlendum markaði, og að verði hennar sje haldið í fullu samræmi við annað verðlag í landinu. Samkvæmt framansögðu verður stefnubreyting að hefjast nú þegar í landbúnaðinum. Jeg hefi að þessu sinni ekki dvalið við tölur til áætlunar, en eg full- yrði, að fljótlega megi söðla það um, að bændur hafí. hjer að eins kjöt fyrir innlandan nxarkað. Það ætti að vera allfljótlega að koma því svo fyrir, að íram- boð á kindakjöti nxinkaði um 200 þúsund skrokka. Stefnubreytingin verður þá í þessa átt: 1. Að hækka kjiitverði'ð á imilendum markaði, sanxkvænxt franxlei'ðslukostnaði og í samræmi við annað verðlag i landinu og vi'ð skyldur bænda. til Jijóðfjelagsþarfa. 2. Hætta að stefna að því marki, að selja til út- landa saltað kjöt (óætt) og frosið. 3. Breyta franileiðslumxi svo, að fullnægt verði öll- um þörftmi landsmanna með allar fæðutegund- ir sem landbúnaðurinn getur framleitt, og að bændur noti kjötið meira til fæðis. 4. Reyna að lxafa sauðfjeð líka til framleiðslu skinna. 5. Reyna frektir en orðið er, á nxeðan framleiðslaix: er að breytast, a'ð selja til Bretlands kælt kjöt,. e'ða lifandi dilka. Mjer dettur í hug að spyrja: Hverjir eru þeir inn- lendir kaupendur kjötsins, er ekki vilja gefa bænd- um það verð fyrir það, senx það kostar þá í franx- leiðslu? Jeg held það yrðu fáir. Jeg ætla ekki að þessu sinni að sýna*þær tölur, senx jeg hefi stuðst við til athugunar um framleiðslukostnaðarverð kjötsins, en get hjer nxeð fullyrt það, a'ð hændur þurfa að fá 70 — sjötíu — aura fyrir pundið af góðt: dilkakjöti. Við flest skilyrði er þetta þó of lágt verð„ til þess a'ð gróði verði á sauðfjárbúunum fram yfir lögmæt skylduútgjöld bændanna. En ekki nxá halda kjötinu í þa'ð háu verði, a'ð bændur hafi ekki aðhald af þörf til.að lækka framleiðslukostnaðinn eftir föng- um, bæði í framleiðslu og nxeð sölufyrirkomulagi. Við hækkun á ullar- og gæruverði gæti kjöti'ð lækk-- að. Árið 1914 var tímakaup álíka hátt og verð á kjöt- pundi. Hvort Jxað hlutfall hefir verið rjett, skal ekk- ert fullyrt um. En sú hækktui sem orðin er síðan á. kaupi og opinberiiin gjöldunx, má ekki ganga svo mjög úr samræmi vi'ð verð franxleiðsluvörunnar svo< sem raun ber vitni um. Það kenxur okkur fyrir katt- arnef. Jeg hefi ekki fjölyrt hjer unx verð mjólkur, eix hið sama gildir ttnx hana, að verð hennar verður að mi'ða við framleiðslukostnað og annað verðlag í landinu á hverjunx tíma. IV. Við byggjum ekki landið eða vinnmn fjárhags- Iegt sjálfstæði Jxess, ef við skiftum okkur í marga flokka, þar sem eigingirni og sællífi ráða nxiklu. Framleiðendur allir og i'ðnaðarnxenn allir, verða nú að taka höndum saman, til að reisa við og sldpu- atvinnunxál Jxjóðarinnar, i bróðerni og í fórn- fúsu starfi. Það er hin fyrsta og eina undirstaða til sjálfstæðis og menningar hverri Jxjóð. Verkalýður Iandsins á ekki að geta Ixoðið framleiðenduni byrginn, ef lxann er eingöngu verkalýður, eix atvinnurekstur- inn verður að geta boðið því fólki sæmileg lífsskil- yrði, sem og öllum öðrum þegnum Jxjóðfjelagsins. 10. maí 1933. Jón H. Þorbergsson..

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.