Íslensk endurreisn - 17.06.1933, Side 3

Íslensk endurreisn  - 17.06.1933, Side 3
ISLENSK ENDURREISN Kreppa landbúnaðarins og framleiðsla bænda. i. Þaö er mikiS rætt um kreppuna, sem hvílir nú eins og farg á bændum landsins. Hún stafar cinkum af gífurlegu verðfalli á vörum þeim, sem bændur hafa til sölu. Til samanburðar má benda á, að haustiS 1882 keyptu Englendingar hjer fje á fæti fyrir hærra verS, en fje var selt á síÖasta hausti og greiddu j)ó alt i gulli. 'Það hafa veri'ð haldnir margir fundir úti um hjeruS landsins og í Reykjavík, til að ræða um jietta vanda- mál, til jiess að reyna að finna leiðir — og benda bændum á jiær — út úr þessu öngjiveiti. Búnaðar-. þing fjallaði um máliS, og Alþingi hefir jiað til með- ferðar.* Það hefir verið rætt um styrki handa bænd- um, lækkun vaxta af skuldum jieirra, afborgunarfrest fastra lána og svo um kreppulánasjóð. Lika hefir verið rætt um að fella gengi krónunnar til jiess að afurðirnar hækkuðu i verði. En hvergi hefi jeg sjeð eða heyrt þá tillögu koma fram, sem öruggust er og raunar sanngjörnust og varanlegust til lækningar á jæssu ófremdarástandi, sem landbúnaðurinn er nú kominn i, en hún er blátt áfram sú, að hækka verð landbúnaðarvörunnar á innlendum markaði til sam- ræmis við annað verðlag í landinu. Lækkun vaxta og lenging á afborgunarfresti yrði að sjálfsögðu mikil hjálp fyrir bændur, svo að jieir gætu staðið í skilum með skuldagreiðslur. Styrkir til atvinnuveganna, beinlinis til jiess að jieir, sem j)á stunda, hafi nóg ofan í sig, er engin varanleg hjálp, •enda er hvergi hægt að taka þann styrk, nenta frá atvinnurekstrinum sjálfum, framleiðslunni. Styrkur samkvæmt jarðræktarlögunum, er aftur á móti veitt- ur i því skyni að gera landið verðmeira og byggilegra fyrir fleira fólk, og styrkur til búfjárræktar er veitt- úr til þess að gera búfjenaðinn verðmeiri eign og tryggilegri til jiess að gefa afurðir. En allur venjulegur og árlegur kostnaður við framleiðsluna verður að nást aftur i verði vörunnar, sem framleidd er og seld. Annars eru atvinnuvegirn- ir dauðadæmdir. Kreppulánasjóður sá, sem nú er rætt um að koma á fót, til ]>ess að hjálpa skuldugustu bændum lands- ins til að greiða lausaskuldir j)eirra, sent til eru orðn- ar fyrir 1. jan. 1933, nær ekki þeim tilgangi að létta kreppuna. Sú hjálp er engin varanleg lækning, ef sama verðleysi á að haldast á söluvörum bænda, þá myndast fljótt aftur nýtt verkefni fyrir nýjan kreppulánasjóð, og sjá allir heilvita menn að slikt áframhald er algerlega ófær leið. Kreppulánasjóður hlýtur að hafa ýnisa örðugleika í för með sjer, t. d. mundi bann ijiyngja þeirn, sem minst liggja á liði sjnu og tilheyra máttarstoðum jijóðfjclagsins. Hann mundi og verða skoðaður sem nokkurskonar ölmusa til bændastjettarinnar af þeim jiegnum jijóðfjelags- ins, er ekki hafa aðstöðu til að njóta Jieirra hlunn- inda, sem hann á að veita. — En bændttr kæra sig ekki um, að á ])á sje litið sem gustukaskepnur í j)jóð- fjelaginu, það er eitur í jieirra beinum, jafnvel j)ó að foringjar verkamanna skoði atvinnuleysisstyrki sem takmark. — Að lækka gengið er bráðabirgðar- úrræði, og veldur mikilli verðlagstruflun og við- ski f taörðugleikum. Hitt er sýnu nær, að hækka verð landþúnaðarvör- unnar, sem seld er í landinu, á móts við annað verð- lag, ella ])á að lækka alt annað: Verkakaup, húsa- leigu, laun embættis- og starfsmanna ríkisins — allar greinar fjárlaganna o. s. frv. Bændttr eiga fullan rjett á })ví að krefjast þess, að þeir samlandar, sem kaupa framleiðsluvörur })eirra, borgi þær með framleiðslukostnaðarverði. Til J)ess liggja fleiri rjettmætar ástæður: í fyrsta lagi sú, að án j)ess getur landbúnaðurinn ekki haldist uppi, bændur hlytu að flosna upp og um leið flosnaði öll þjóðin upp. í öðru lagi sú, að bændur leggja mest * Eins og grein þessi lier með sjer er bún rituð fyrir j)ingslit. — Ritstj. á sig nú — allra stjetta í landinu — til þess að stand- ast kreppuna, og í j)riðja lagi er ein ástæðan sú, að aðrar stjettir í J)jóðfjelaginu halda uppi verðlagi á tnörgum sviðuvn, sem ekki er í neinu samræmi við verð landbúnaðarvörunnar. Með Jiessu verðleysi vörunnar kentur })að lika í ljós, að öll opinber gjöld, sem me'ð harðri hendi eru tekin af bændum og öllttm eignamönnum þjóðarinn- ar, eru tekin af eign. Það er í raun og veru bolsjev- ismi og brot á stjórnarskránni. Aftur á móti verður að gera })á kröfu til bænda, að J)eir geri sitt ýtrasta til J)ess að framleiða sem ódýrasta vöru, j)egar þeir fá greitt fyrir hana fram- leiðslukostnaðarverð. Um leið og framleiðslan svaraði kostnaði ykist eftirspurn eftir fólki, við landbúnaðarvinnu, og bændum færi fjölgandi, sem tniðaði að aukinni at- vinnu, en með sama áframhaldi dregst atvinnan sam- an, og sjáanlega getur ríkið ekki veitt framleiðend- um og atvinnulausu fólki styrki samtímis. A það l)er að líta, að markaðurinn fyrir kjöt })að, sem bændur selja, er aðallega innanlands. Verður J)ví að sjálfsögðu, að miða verð þess við innlent verðlag eða j)ar sem mest selst af j)ví. Jeg dvaldi við og við í Skotlandi á árunum 1908—1919. Allan þann tima var verð á kjöti þar, sem framleitt var i landinu, um eina krónu pundið, jafnvel þótt lambakjöt frá Argen- tínu og Ástraliu væri selt þar samtímis, fyrir marg- falt lægra verð. Þar var ekkert fengist um það, þótt innlend framleiðsla væri seld því verði, sem fram- leiðslukostnaðurinn krafðist. Nýlega ljet Lloyd Ge- orge hafa það eftir sjer í útvarpinu, að til þess að hægt væri að rækta eða auka ræktaða landið í Bret- landi, yrði kjötið að hækka J)ar í verði. II. Hjer eru launagreiðslur miðaðar við verðlag í landinu árið 1914. Það er vert að benda á dæmi, er sýna t. d. kjötverðið J)á, á móti verði vinnunnar. Haustið 1914 fengu bændur í Þingeyjarsýslu 28 aura fyrir pundið af dilkakjöti, en })á var kaup verkamanua 25 aurar um tímann. Á síðasta hausti fengu bændur í sömu sýslu ca. 23 aura fyrir kjöt- pundið af dilkunum, en verkakaupi er haldið, á Húsa- vik, i kr. 1,10. Eftir ])essu hefðu bændur í Þingeyj- arsýslu átt að fá á síðasta hausti kr. 1,23 fyrir pund- ið af dilkakjötinu, ef sömu verðhlutföll milli tíma- kaups verkamanna og . kjötpundsins liefðu haldist. Svipuð dæmi má reikna út og sýna, sem koma fyrir annarsstaðar á landinu. Verkamenn hafa hækkað kaupið með öflugum sam- tökum og harðvítugri baráttu. En bændur hafa stað- ið dreifðir út um land og haldið illa á sínum hlut. Þeir hafa að vísu kastað trausti sínu yfir á samvinnu- og sölufjclög sín: S. í. S., Sláturfjelag Suðurlands o. fl. En hvernig hafa svo J)essi fjelög haldið uppi hlut bændanna í j)essari verðlagsbaráttu ? Þannig: Að í staðinn fvrir að halda uppi verði vörunnar, sem bændur höfðu til sölu, til samræmis við kauphæð og annað verðlag í landinu, hafa j)au látið undan síga og lækkað vcrð vörunnar, til dæmis kjötsins, þar til allur sauðfjárbúskapur er kominn í strand. Þessi fje- lög hafa aldrei látið heyra frá sjer eitt einasta orð um það, hvað bændur })yrftu að fá t. d. fyrir kjöt- ið, ef þeir ættu að geta reist rönd við reksturskostn- aði búanna og öðrum ])jóðfjelagslegum skyldum, en j)að er j)ó grundvöllur, sem öll sanngirni mælir með að bygt sé á söluverð vörunnar. Þetta er og hefir verið sjálfsögð skylda sölufjelaga bænda, en þá skyldu hafa íjelögin látið undir höfuð leggjast. Alveg eins og verkamenn segja, j)etta kostar okkar vinna, eins eiga bændur að segja, jietta kostar okkar kjöt, sem altaf á að vera miðað við framleiðslukostnað, og sem hagkvæinastan fyrir verðið. ViÖ getum ekki bygt landið ef íramleiðslukostnað- { ur næst ekki upp í söluverðinu, hvort sem er til lands I eða sjávar. Þegar svo er ekki. hefst atvinnuleysið. En hvert á þá að flýja, þar sem öll okkar menning og alt okkar sjálfstæði er reist á J)ví, að framleiðslan l)eri sig. Stöðvist hún sveltur öll þjóðin, allir kaup- taxtar eru j)á úr sögunni, og ekki geta verkamenn — sem ekki er að vænta — stutt framleiðendur fjár- hagslega, og eigi heldur launamenn })jóðarinnar. Tilfinnanlegasti örðugleiki fyrir landbændur nú, er verðleysið á dilkakjötinu. Það er ljóst dæmi um aðgerðaleysi sölufjelaga bænda til ])ess að halda uppi verði á dilkakjötinu, að á síðasta hausti fengu bænd- ur 6—10 krónur fyrir dilkana, en jmrftu að fá fyr- ir ])á 25—30 krónur — samkvæmt íburðarlitlum framleiðslukostnaði. — Nú hefir mjer borist ti! eyrna, að fjelögin geri bændum aðvart um það, að ekki megi áætla verð dilkanna hærra á næsta hausti heldur frekar lægra. Framkvæmdarstjóri S. í. S. sekli saltkjötið í Noregi á síðasta hausti fyrir gjaf- verð. Kaupmenn hjer heima fullyrtu j)á, að j)egar sú sala fór fram hefðu verið sterkar líkur um hærra vcrð í Noregi heldur en framkvæmdarstjórinn seldi fyrir — samkvæmt skeytum frá norskum kaupend- um. Svo var sent á þennan verðlausa markað meira kjöt en þörf var á, því að saltkjöt hefir vantað hjer á innlendan markað i vetur og vor. Á síðasta hausti setti t. d. Kaupfjel. Eyfirðinga kjötið niður um 10 aura kg., frá })ví sem það var haustinu áður, í útsölu í sláturtíð, sjálfsagt alveg að ój)örfu, þvi að áreið- anlega hefði selst eins mikið kjöt á Akureyri, j)ótt verðið hefði haldist óbreytt. Fjelagið lækkaði verðið i staðinn fyrir að hækka það. En að visu jmrfa sölu- fjelögin og allir, sem selja kjöt innanlands, að hafa með sjer samband til })ess að halda kjötinu í sann- gjörnu verði. S. 1. S. hcfir jafnan slakað til fyrir verkamönn- um. Má" minna á verkuppþotið við garnaverk- smiðjuna. Jafnvel verður því ekki neitað, að svo virðist sem að leiðandi tnenn hjá S. í. S. hafi verið i pólitisku sambandi við verkamenn, og með því komið í veg fyrir, að kjötverðinu væri haldið uppi til móts við verkakaupið. S. I. S. hefir nú lokað Kaupfjel. Þingeyinga úti af innlendum kjötmarkaði með dilkakjötið, fjelag- inu til stórskaða. Nú er það skiljanlegt, að svo stórt fjelag, sem K. Þ., á hiklaust rjett á j)vi að nota sjer að tiltölu % af markaðsmöguleikunum fyrir kjötið, á innlendum markaði, sem er ólíkt betri nú en sá erlendi. Þessi tilhögun er nú að drepa K. Þ. Nú ber á ])að að líta, að óvíða á landinu mun kostn- aðarverð kjöts vera meira en í Suður-Þingeyjarsýslu, og þar að auki hefir K. Þ. góð skilyrði til að selja á innlenduip markaði, aí J)ví það heíir fremur vand- aða vöru af dilkakjöti, borið saman við önnur fjelög á landinu eða aðrar kjötverslanir. Sömuleiðis má benda á ])að, að sennilega hefir S. í. S. hagnast í heijd fyrir vöruvöndun K. Þ. Nú ber á annað að lita, sem sölufjelögin hafa ekki vakið ncin a athygli á, j)ótt })eim hefði verið það skyldast, og það er það, að bændur eiga að færa framleiðslu sina í })að horf, að kjötframleiðsla þcirra sje einvörðungu miðuð við innlendan markað. I Noregi er saltkjötsmarkaðurinn einskis virði. Norðmenn. eru ekki skuldbundnir til að kaupa af okkur eina einustu tunnu af kjöti og halda uppi gríð- arháum tolli á þvi litla, sem kynni að seljast þar, á frjálsum markaði. Norsku samningarnir eru hin mesta forsmán fyrir íslendinga. Þeir veita Norðmönnum mikilsverð frið- indi, er geta orðið okkur til stórskaða við síldarút- veginn. Norðmenn, aftur á móti, skuldbinda sig ekki til að ljetta tollinum af kjötinu, sem við gætum selt þeim nje heldur tryggja okkur neinn markað fyrir það. Sömuleiðis var J)að i raun og veru óviðurkvæmi- legt, úr þvi samningar fóru fram á annað borð, að ekki skyldi ])á vera samið um öll viðskiftamál þjóð- anna. Það átti að takast upp af okkar hálfu, þar sem það er vitanlegt, að Norðmenn hirða hagnaðinn af viðskiftum ])essara landa. Um j)etta skal ekki fjölyrt hjer að j)essu sinni, en vönandi verður j)essum samn- ingum sagt upp, áður en langt liður, og samninga- mennirnir ljettvægir fundnir. Því má heldur ekki treysta, að markaður fyrir dilkakjöt okkar í Bretlandi, verði þannig, að bændm' hjer geti fengið framleiðslukostnaðarverð fyrir það.

x

Íslensk endurreisn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.