Íslensk endurreisn - 07.11.1933, Blaðsíða 1

Íslensk endurreisn  - 07.11.1933, Blaðsíða 1
mAlgagn þjóðernishreyfingar íslendinga F I. árg., 26. tbl. Reykjavík, þriðjudaginn 7. nóvember 1933. £lnkonnai>orð) „Veröi gróandl þjóðlif með þverrandi tár, eexn þroskast á guðsrikis braut“. Ctgefendur: Nokkrir Þjóðernissinnar í Reykja- vík. — Afgreiðsla: Ingólfshvoli 2. hæð. — Af- greiðslusími: 28 37. i Islensk Endurreisn kemur út vikulega. -— iírs- fjórðungsgjald kr. 1,50. Verð i lausasölu 15 aurar. — Prentsmiðja: Fjelagsprentsmiðjan. Vi.í'. Svar tfl „Timans“. 1 „Timanum", seni úl kom 14. okt. sl. stendur grein, sem hefir fyrirsögniná „Hætta á ferðum“. Grein þessi liefst á svivirðilegum rógi um núverandi valdhafa Þýskalands. Mun „Tíman- um“ falla þungt, að skoðanabræður hans, þýsku Komiuúnistunum, sje ekki lofað að vaða uppi, og svala heift sinni með því að rógbera stjórn- arhætti Þýskalands. Annars cr greinin rógsher- ferð gegn Þjóðernishreyfingunni islensku og er þar haugað saman lygi og svivirðingum, svo sem er vani „Timans“. Það cr nú cinu sinni orðið svo alviðurkenl, að „Tíminn“ og þeir, sem að honuin standa, fjandskapasl gegn öllu þvi, sem nýtilegt getur talist, að Þjóðernissinnar geta lalið fjandskap „Tinians" frekar meðmæli, en að tiann sje megnugur að spilla nokkuð fyrir þeim. „Tíminn“ segir, að Þjóðernishreyfingin sje inn- flutt frá Þýskalandi, þvílíkur vísdómur er „Timanum“ samboðinn. Þjóðernishreyfingin er til orðin lijer heima, beinlínis fyrir þær aðstæður, sem lærifaðir „Tímans", Jónas Jónsson, hefir átt drýgstan ])átt í að skapa. Það er „Tímanum“ eðlilega þyrnir í aug- um; að þjóðhollir menn, ungir og gamlir, skulu hefja starf í þá átt að hefja íslénska ríkið lir því niðurlægingarástandi, sem óstjórn Hriflujónasar hefir sökt því í og að þessir menn af sömu ástæðu hafa efst á sinni stefnuskrá að útrýma hinni verstu skaðræðisstefnu, sem nokkurntíma hefir komið upp í heiminum, kommúnisman- um. En |)ar tekur „Tímann“ sárt til sinna, því eins og allir vita er það Jónas Jónsson frá Hriflu, sem með rjeltu má kallast faðir Kommúnism- ans á Islandi og hefir á allan liátt gert silt til að undirbúa jarðveginn fyrir Kommúnistahylt- ingu - og liefir „Tíminn“ jafnan stult hann rækilega (eftir sinni litlu getu) i því. „Timinn“ segir m. a. i þessari ritsmíð: „Ofbeldishreyfingin hjer á landi hefir Iiaft á sjer glögg einkenni hinna erlendu fyrirmynda. Stóryrði og hótanir hafa vcrið höfuðeinkenni á málflutningi hennar í ræðu og riti. Eftiröpun á hergöngu, fánaburður og jafnvel barsmíðar (á bömum og unglingum) hafa verið aferðir henn- ar til að vekja á sjer eftirtekt. Og jafnframt hef- ir hún, svo sem efni standa til, freistað að villa á sjer heimildir með ósmekklegri hclgislepju og æltjarðarglámri.“ Jeg vil nú skjóta því undir dóm allra skyn- bærra manna á hvaða rökum þetta muni bygt. .Teg gei óhræddur borið saman rilháttinn á blöð- um Þjóðernissinna við rithátt „Timans“ og , Tímadilkanna. Jeg er hvergi hræddur við þann 1 samanburð. Þjóðin er nú farin svo að þekkja I ! ræðumensku Hriflunga,að jeg er cinnig óhrædd- ur að hera ræðumensku Þjóðernissinna saman við tiana. l in þessa hluti adti „Timinn“ að þegja, ]>ví að enginr. hefir, hvorki fvr nje siðar, tekið af Iion- um metið í skílmenskulegum rithætti, cins og Jónas frá Hriflu á met og mun halda því, í skítmensku í ræðu. Á því, að Þjóðernissinnar skuli bera ís- Jenska fánánn, hneykslast „Tíminn“, sem von er, því að hann hefir jafnan elskað rauðu duluna, merki rússnesku morð- ingjanna, og getur því ekki vitað, fremur en santherjar hans, Kommúnistarnir, til þess, að ríkisfánanum sje nokkur sómi sýndur, því að þjóðrækni og ættjarðarást er „Tímanum“ og ritstjóra hans jafn f jar- lægt og sannleikurinn. Eu sannleikurinn er eitl af ])ví, seni úlrekið er úr Tímaherhúðunum. Það sem „Tíminn“ segir um „barsmíðar á börnum og unglingum“ er til- hæfulaus lygi. „Tíminn“ talar uni „helgislepju“ á Þjóðernissinnum. Það mun vera sagt til ])ess að niðra Þjóðernissinnum fyrir að hafa ekki andúð á Irúarbrögðum eius og „Tímiim“ og samherjar hans. Svo heldur „TiminnV áfram rógi sinum og ber fram kveinstafi út af þeirri tiællu sem lýðræð- inu slafi af Þjóðernishrcyfingunni. „Þjer ferst Flekkur að gelta:“ Hefir „Tíminn“ eða aðstand- endur lians nokkurntíma sýnt, að þeir virtu lýð- ræðið? Jeg segi nei! Hriflungar hafa árum saman gert það sem í þeirra valdi stóð, til þess að traðka á lýðræðinu. Þeir hafa stritast við að halda í úrelta kjördæmaskipun og kosn- ingafyrirkomulag, til þess að geta traðk- að á rjetti meiri hluta kjósenda í landinu. Þeir hafa notað hvert tækifæri til þess að setja einkasölur og höft í þeim tilgangi, að hamla framtaki einkstaklingsins. Slík hefir lýðræðiselska Tímans og hans fylgi- fiska verið. „Tíminh" segir, að Þjóðernissinnar noti sljórn- arfána Þýskalands sem flokkseinkenni. Þessi umsögn cr ágætlega samhoðin gáfnafari Tim- ans og jafn samkvæm sannleikanum eins og ef sagt væri, að merki Eimskipafjelags íslands sje stjórnfáni Þýskalands. Allur síðai’i hluti greinarinnar eru lúalegar dylgjur um það, „að Þjóðernissinnar reki hreina landráðastarfsemi“. „Grýttu ekki í gler- húsi“. —- „Tími“ sæll. Rifjaðu heldur upp greinar Hriflujón- asar um Hæstarjett. Þú þarft ekki að Ieita Iengra en í þína eigin dálka til að finna * landráðin. Og ef „Timinn“ vill kynnast nieiru af landráð- um, getur hann athugað afstöðu sósíalista og sinna eigin samherja gagnvart uppsögn sam- bandsins við Dani, með jafnrjettisákvæðinu, sem Sósíalistar vilja halda dauðahaldi i og Arn- ór Sigurjónsson telur ekki máli skifta, hvort sagl er upp eða ekki, þó það sje stórhættulegt íslendingum. Hvað er ])að þá annað en lartdráð, að vilja telja þjóðinni trú um, að engu máli skifti uni slikt ákvæði, livort þvi er sagt upp eða ekki. Nei, „Tíminn“ ætti áreiðanlega að leita Jandráðanna hjá sínum nánustu, Hrifl- ungunum, Sósíalistunum og Kommúnist- unum. Sú leit vrði tæplega árangurslaus. Annars býst jeg við, að ritstjóri „Tímans“ verði tálinn sæta ábyrgð fyrir landráðaaðdrótt- anir sinar i gai’ð Þjóðernissinna. Geti „Tímaritstjórinn“ ekki sannað þenna landráðaáhurð á hæði nafngreinda og ónafn- greinda menn innan Þjóðernishreyfingarinnar, stendur liann franimi fvrir alþjóð sem hvers manns níðingur, ærulaus lygarí og rógberi. Siglufirði, 29. okl. 1933. Pjeíur Á. Brekkan. Frá Alþingi. Aukaþingið var sett s.l. fimtudag, og voru allir þingmenn komnir til þings. Aldursforseti þingsins er Þorleifur Jónsson, ])in. A.-Skaftfellinga. Nokkurt þóf varð um að úrskurða kosningu Bjarna læknis Snæbjörnssonar þm. Ilafnfirð- inga. Iiafði kosning hans verið kærð vegna formgalla af hálfu kjörstjórnar Hafnarfjarð- ar. Kosning Bjarna var að lokum úrslcurðuð gild með 29 atkv. gegn 12. Forseti sameinaðs þings var kjörinn Jón Baldvinsson, en varaforseti Þorleifur Jónsson. Til efri deildar hlutu kosningu: Pjetur Magnússon, Mqgnús Jónsson, Rjarni Snæbjörnsson, Eirikur Einarssón, Einar Árnason, lngvar Pálmason, Pcdl Hermannsson og Rjörn Kristjánsson. Deildaforsetar voru kjörnir: í cfri deild: Einar Arnason og 1. varafor- seti Ingvar Pálmason.

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.