Íslensk endurreisn - 07.11.1933, Blaðsíða 3

Íslensk endurreisn  - 07.11.1933, Blaðsíða 3
ISLENSK ENDURREISN skeiði lífsins, sem sendir eru til vígvallanna og láta þar lifið. Þeim er hlíft, sem veiklaðir ern og vanburða. Og þegar mannvænlegustu synir þjóðanna falla i valinn, þá veitist þeim, sem heima sitja hetri aðslaða til þess að kvongast og auka kyn sitl (,,contra-seleetion“). Það er talið, að í heimsstyrjöldinni hafi fallið um 10 miljónir manna; af hálfu Þjóðverja 1,900,000, af hálfu Frakka 1,360,000. Miðað við fólksfjölda í báðum löndum hefir mannfallið verið cnn gífurlegra í liði Frakka. Samt hafa ófriðir undangenginna alda t. d. Napoleons- styrjaldirnar í byrjun 19. aldar, veitt Frökkum enn meiri svöðusár en ófriðurinn mikli. Er talið að þær hafi kostað frönsku þjóðina 1,700,000 mannslíf, enda hafa Frakkar ekki beðið þess bætur enn þann dag í dag. Meira. Eiður S. Kvaran. Því er nú slegið fostu, og aðrar sælgætisvörur frá okkur, standa ekki að baki góðum erlendum tegundum. Sælgætis- og efoagerðin FREYJA h.f. Sími 3014. Leiðrj etting. f • m ÚTSALA hðfst í Lífstykkj abúðinni { gær. Þar seljast. með afar lágu verði ýmsar vörutegundir, svo sem: Lifstfkki, Sokkar. Nærfðt. Borðdnkar, Barnafðt og margt fleira. Komið og skoðið, það borgar sig og þið munið kaupa. Lífstykkjabúdin, Hafnarstræti 11. Herra ábvrgðarmaður! Jeg vænti, að þjer ljáið rúm nokkrum at- hugasemdum við grein, sem birtist í síðasta tölublaði blaðs yðar. 1) Þegar jeg tók við forstöðu fjármála-' ráðuneytisins, setti jeg það upp, að jeg fengi að njóta launarjettinda þeirra, er jeg hafði frá embættistíð minni i báskólanum. Gengið var að þessu og launin ákveðin eftir því. 2) Munur á byrjunarlaunum og lokalaun- um þessa embættis (hvorttveggj a að árbót meðtalinni) er ekki 1400 kr., eins og segir i greininni, heldur 1000 kr. 3) Jeg hefi aldrei liaft á hendi „léppastörf“, hvorki i búnaðarbanka né annarstaðar. For- staða þeirrar stofnunar var mér falin fyrir- varalaust, og ótilkvaddur sagði jeg henni lausri. Fyrir þessu hefi jeg nægar sannanir, skrifleg gögn og vitni. — Þá vil jeg og nota lækifærið til þess að hnekkja kvisi, sem jeg hefi heyrt, þótt ekki hafi jeg sjeð það i blöð- um: Jeg hefi engin laun fengið frá búnaðar- bankanum, eftir að jcg sagði lausri stöðu minni þar. —- Að endingu skal það tekið fram, i eitt skipti fyrir öll, að álygum og dylgjum í blÖð- um af þessu tægi (þ. e. nm veru mína og við- skil i búnaðarbankanum), mun framvegis svarað á þann einn veg, sem hæfir: Blöðin juiuaii verða látin sæta ábyrgð. Virðingarfyllst. . ' Pált Eggerl Ólason. ísl. Endurreisn birtir fúslega ofanritað- ar atliugasemdir skrifstofustjórans og þvkir rjett að svara þeim í þeirri röð sem þær eru bornar fram. 1—r2) Skrifstofustjórinn skýrir frá því, að hann hafi „sett það upp“, að hann fengi að njóta launarjettinda sinna frá háskólanum og að gengið bafi verið að því. Ef skrifstofustjóranum báru þessi fríðindi að lögum, þurfti liann ekki að „setja það upp“ að fá þau. Er þvi óþarft að evða fleiri orðum að þessu atriði. 3) Að þvi er snertir „leppastörf“ þau, er skrifstofustjórinn minnist á, vill balðið vera fáort. Öllum er í fersku minni hinn sorglegi atburður, er liinn ágæti söguprófessor við Há- skóla íslands var fluttur úr embætti sími og falin bankastjóm Búnðarbankans. Óskyld- ari störf er naumast unt að hugsa sjer, og mega allir sjá livílík fjarstæða slikt var, enda vjek söguprófessorinn í Búnaðarbankanum frá starfi strax og Tryggvi Þórhallsson varð at- vinnulaus. Lætur blaðið þessar staðreyndir tala og lofar lesöndunum að vera í fullkomn- um friði með þær hugsanir, sem af þeim kunna að spretta. í lok athugasemdar skrifstofustjórans er j minst á „kvis“ um veru lians og viðskil í Bún- J aðarbankanum, cn að þetta liafi þó ekki kom- ið fram í blöðum. Jafnframt er blöðunum hót- að málssókn út af slíkum söguburði. Hjer virðist hugsanaþráðurinn liafa slitnað, þvi að naumast mun hægt að láta blöðin sæta ábyrgð fyrir það, sem þau liafa elcki sagt. Bæjarmál. Gódur, betri, bestur. Ef mig minnir rjett, þá eru þeir ekki nem'a þrir, borgarstjórarnir, sem Reykvíkingar hafa alið, og mætti eftir franikomu þeirra senni- lega kalla: Góður, betri, bestur. Enginn rétttrúaður maður dyrfist að neita því, að Knútur Zimsen hafi staðið vel í stöðu sinni sem borgarstjóri, og mátti mest marka það á liinuni mörgu „Ramaópum“, sem laust lijer upp, er liann, sökum krankleika, varð að yfirgefa stöðuna. Slikt var heldur engin undur, því að helst var útlit fyrir, að enginn nýtur maður fengist til að taka að sér stöð- una, en sem betur fór, tókst þetta betur en áhorfðist, þvi hvorki meiri nje minni maður en Jón Þorláksson ljetti okinu af hinum hreldu sálum, með því að láta til leiðast, að feta í fótspor Knúts og gerast borgarsljóri. Flestir munu muna ínorgnninn þann, þegar Moggi flutti þau tiðindi. „Ramaópunum“ linti strax, en i stað þeirra glumdu við fagnaðar- ópin úr öllum áttuin, jafnt úr liöllum, sem lireysum, það var líkast þvi, sem nýr Messí- as væri sprottinn upp á meðal vor. Menn lilóu, menn grjetu af fögnuði, menn kystust og föðm- uðust, því að nú fyrst gátu menn verið vissir um að bæjarmálunum yrði borgið, þvi nú var þó kominn rjettur maður á rjettan stað. En nú, eftir þennan skamma tíma, sem Jón er búinn að stjórna bænum, eru vanþakklátar sálir farnar að stinga saman nefjum og spyrja: Hvað hafa bæjarmál skipast til hins betra í böndum Jóns? Þeir vanþakklátu, sjá ekki annað, en að skipulagsleysið í bæjarmálunum sje svipað, fjái'sukkið haldi áfram, vinna gangi misjafnt yfir, og sömu liðljettingarnir sitji í liálaunuðum stöðum. Þó má geta þess, að bet- ur mun vera tekið á innheimtu gjalda en áður, enda er borgarstjóra viðbrugðið fyrir dugnað i fjármálum. Aftur á móti verða menn varir við litla bretýingu á heilbrigðismálum bæjórins. Enn- þá mun sorphreinsun bæjarins vera svipuð, ennþá eru sorphaugarnir sömu rottuklak- stöðvarnar og verið hefir. Það er bágt til þess að vita, að um leið og bærinn eyðir þúsund- um króna til að eyða rottum i húsum, þá el- ur bærinn þær upp i sorphaugum, rétt utan við hann. Flestum finst það sæta furðu, að þar skuli ekki einuig vera eitrað fyrir þær. En meðan það er ekki gert, er hætt við, að seint gangi að uppræta þær. Þá munu fátækramálin hafa tekið litlum

x

Íslensk endurreisn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.